Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. Stjómmál Sjálf- stæðis- flokk- urinn fyrir atvinnu- rekendur Um 60% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Sambands ungra framsóknarmanna telja Sjólfetæðisflokkinn gæta fyrst og fremst hagsmuna atvinnurek- enda en ekki launafólks. Spurt var: „Ertu sammála eða ósammála því að Sjálfetæðis- fiokkurinn gæti fyrst og fremst hagsmuna atvinnurekenda en ekki launafólks?“. 58% að- spurðra voru sammála þessu en 32% ósammála. Athygli vekur að þótt 58% sjálfetæðismanna, sem spurðir voru, hafi verið ósammála full- yrðingunni þá voru engu að síður 32% sammála henni. í öðrum flokkum voru þeir í meirihluta sem voru sammála fullyrðingunni, allt frá 65% hjá framsóknarmönnum og upp j 87% hjá fylgisrnönnum Banda- lags jafnaðarmanna. -EA Fram- boð kvenna skiptir IHJti Pjöldi kvenna á framboðslista skiptir flesta kjósendur litlu eða engu máli þegar þeir ákveða hvaða flokk þeir eíga að kjósa, samkvæmt skoðanakönnun Sambands ungra framsóknar- manna. í könnuninni var spurt: „Hversu miklu máli skiptir það, þegar þú ákveður hvaða flokk þú kýst, hve margar konur eru á framboðslistfinum?1 45% að- spurðra svöruðu að það skipti engu máli og 28% að það skipti fremur litlu máli. Aftur ó móti sögðu 20% að það skipti fremur miklu máli en aðeins 4,5% töldu það skipta mjög miklu máli. Þrátt fyrir þetta finnst kjós- endum að of fáar konur séu á Alþingi. í könnuninni var spurt: „Finnst þér of fáar konur sitja á þingi í dag?“. 62% sögðu að þær væru of fáar, 30% að þær væru hæfilega margar og 2,3% að þær væru of margar. Sé litið á viðhorf fólks innan einstakra flokka kemur í ljós að sjálfetæðismenn sætta sig einna best við ríkjandi ástand: 51% finnst konur of fáar ó þingi, 45% segja að þær séu hæfilega margar og 4% telja þær of margar. Stuðningsmenn annarra flokka eru ekki jafnánægðir og kvenna- listafólk allra síst. Þar finnst 90% að konur séu of faar, 8% að þær séu hæfilega margar og 1,6% að þær séu of margar. -EA ekki og Davíð á þingi Kjósendum finnst það ekki skipta mjög miklu máli hvort ungt fólk er í framboði hjá stjórnmálaflokkunum eða ekki. Á þetta jafnt við um nýja kjós- endur og þá sem hafa kosið áður, ef marka má skoðanakönnun Sambands ungra framsóknar- manna. Eftirfarandi spuming var lögð fyrir þátttakendur í könnuninni: „Hversu miklu máli skiptir það, þegar þú ákveður hvaða flokk þú kýst, hve margir á aldrinum 25-35 ára eru á framboðslistan- um?“. 32% svöruðu að það skipti engu móli, 34% að það skipti fremur litlu máli, 24% að það skipti fremur miklu máli og ein- ungis 5,7% að það skipti mjög miklu máli. Nýir kjósendur, á aldrinum 18 til 24 ára, svöruðu mjög ó sama veg. 20% þeirra töldu það skipta engu máli og aðeins 6,2% að það skipti mjög miklu máli. Ákveðinnar mótsagnar gætir þó í svörum þótttakenda því flestum finnst of lítið af ungu fólki á Alþingi. í könnuninni var spurt: „En hvað finnst þér um hlut ungs fólks á aldrinum 25-35 ára á Alþingi í dag?“. 61% svör- uðu þessu með því að segja að ungir alþingismenn væru of fáir, 28% fannst að þeir væru hæfi- lega margir og 3% álitu þá of marga. Nýir kjósendur sýndu öllu ákveðnari afetöðu: 70% sögðu þá of fáa, 22% töldu þá hæfilega marga en engum fannst þeir vera of margir. Hjá öllum flokkum var meiri- hluti fyrir því að ungir alþingis- menn væru of fóir. Mestur var hann hjá Bandalagi jafhaðar- manna, þar voru 79% þeirrar skoðunar, en minnstur hjá Sjálf- stæðisflokknum, þar sem 60% voru þannig þenkjandi. -EA UAnnflnn niaiiKiíin Veist þú hverjír sitja á þingi? í skoðanakönnun SUF voru þátttakendur beðnir um að nefha einhverja tvo þingmenn Fram- sóknarflokksins og þrjá þing- menn Sjálfetæðisflokksins fyrir utan ráðherrana. Megi draga einhverjar ólykp anir af svörunum um „frægð“ þingmannanna þá virðist Páll Pétursson vera þekktasti þing- maður Framsóknarflokksins og Ámi Johnsen só sem flestir muna eftir hjá Sjálfetæðisflokknum. En það eru fleiri nefiidir en nú sitja á þingi. Þannig eru Geir Haarde, Katrín Fjeldsted, Davið Aðalsteinsson og Davíð Schev- ing Thorsteinsson taldir til þingmanna Sjálfetæðisflokksins, en Pálmi Jónsson, Ólafur Jó- hannesson og Hermann Jónas- son sagðir vera í þingflokki framsóknarmanna. -EA Það virðist skipta kjósendur litlu hvort ungt fólk og konur eru á framboðslistum stjórnmálaflokkana. Framsókn flokkur dreífbýlisfólks Tæpur helmingur kjósenda virðist sammála því að Framsóknarflokkur- inn sé ekki flokkur þéttbýlis heldur fyrst og fremst flokkur sem gætir hags- muna dreifbýlisfólks. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofhun Háskóla ís- lands gerði í maí fyrir Samband ungra framsóknarmanna. I könnuninni var spurt um viðhorf fólks til þjóðmála, samtaka og fyrirtækja og verða niður- stöðumar kynntar í dag á sambands- þingi SUF í Eyjafirði. Um ellefu Skoðanaköimun SUF hundruð manns tóku þátt í könnun- inni. Spurt var meðal annars: „Ertu sam- mála eða ósammála því að Framsókn- arflokkurinn sé ekki flokkur þéttbýlis- ins, heldur flokkur sem gætir fyrst og fremst hagsmuna dreifbýlisfólks?" Um 46% aðspurðra sögðust vera sammála þessu en um 35% voru ósammála. 48% framsóknarmanna, sem spurðir voru, reyndust ósammála fullyrðing- unni en 42% voru sammála henni. Fylgismenn annarra stjómmála- flokka, sem voru sammála fullyrðing- unni, voru fleiri en þeir sem voru ósammála henni. 52% aðspurðra, sem bjuggu í Reykjavík, voru sammála því að Framsóknarflokkurinn væri fyrst og fremst dreifbýlisflokkur en 32% voru ósammála. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.