Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 13
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. 13 Neytendur Kirkjubæjarklaustur er komið ofariega á vinsældalista ferðamanna og kannski orðið timabært að hafa fleiri en eina matvöruversiun sem þjónar aðkomufólki um mesta annatímann. Einu versluninni lokað kl. 17.30 á daginn Týnd IK- skyggna frá Snæ- fells- nesi í júní sl. sendi ég skyggnufilmu til framköllunar hjá Kodakþjón- ustunni í Albertslund í Dan- mörku. Mér var send framkölluð filma til baka, þar sem á voru 36 myndir, allar af sama mótíf- inu, hófsóley við vatn og steinar og snjófönn í baksýn. Ég hafði aftur á móti tekið mínar myndir við Skógá og vest- ur á SnæfeUsnesi og áttu m.a. að vera þar hellnamyndir og all- margar myndir frá ýmsum fossum í Skógá. Filmuna. sem ég fékk, sendi ég aftur til Dan- merkur, samkvæmt beiðni, en þar hefur ekki tekist að hafa uppi á minni filmu. Þar sem mér finnst líklegt að filman, sem ég fékk, hafi komið héðan af landi og hugsanlega einhver landi fengið mínar myndir væri ég þvi feginn að hann gerði mér viðvart. Hallgrímur Sæmundsson, sími 42810. „Ég er að koma úr sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri og er alveg ras- andi yfir verslunarháttum á þeim stað,“ sagði Elsa Einarsdóttir, er hún hringdi til okkar í vikunni sem leið. „Það hefur verið talað um hátt verð á kartöflum í verslunum í höfuðborg- inni en það tók út yfir allt þama fyrir austan. Þeir seldu kartöflukílóið á 108,30 kr. Ég benti afgreiðslustúlkunni á að það væri nýbúið að lækka verðið á kartöflunum en þá yppti hún bara öxlum. Þessar kartöflur neyddist maður til þess að kaupa í greiðasölunni hjá bensínafgreiðslunni því kaupfélaginu á staðnum er lokað kl. 17.30 alla daga. Verðlag í þessari sjoppu var allt á þennan veg. Þar að auki var vöruúr- val mjög lítið. Sem dæmi má nefna að smjör var ekki til nema í 15 g pakkn- ingu sem engin heilvita manneskja kaupir. Þama vom aðeins til algengustu sígarettutegundir og sömuleiðis gos- drykkir. Þar var ekki til póló, mix eða sódavatn svo dæmi sé tekið. Aðrar veitingar sem boðið var upp á í þessari sjoppu vora heldur ekki kræsilegar að sögn viðmælanda okk- ar. Fjölskyldan hafði keypt þama pylsu sem reyndist súr á bragðið og heita samloku sem var frosin innan í eftir stutta viðdvöl í örbylgjuofhinum. „Þetta er ósvífhasti verslunarmáti sem ég hef nokkra sinni kynnst og ég mun aldrei stíga fæti mínum framar í þessa verslun. Eg hefði haldið að versl- unarleyfi fylgdu einhverjar skyldur um að verslanir væra opnar til kl. 18 virka daga,“ sagði viðmælandi okkar. Enginn lágmarksafgreiðslutími Guðni Þorgeirsson hjá Kaupmanna- samtökunum upplýsti okkur um að enginn lágmarksafgreiðslutími væri í gildi hjá verslunum sem fengju versl- unarleyfi. Það er alfarið mál hvers verslunareiganda fyrir sig hve lengi hann hefur opið dag hvem. „Hins vegar,“ sagði Guðni, „hefur þróunin verið sú í höfuðborginni að verslanir era heldur opnar lengur en skemur á hverjum degi.“ Við höfðum samband við verslun kaupfélagsins á Kirkjubæjarklaustri og fengum sömu upplýsingar og við- mælandi okkar um afgreiðslutímann, en þar er lokað alla daga kl. 17.30 nema föstudaga, þá er opið til kl. 18.30. Við spurðumst einnig fyrir um verð á nokkrum vörategundum. Við bend- um á verðsamanburð á nokkrum grærunetistegundum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem birt er ann- ars staðar á síðunni í dag. Vörategund Verð pr. kg Blómkál 112 kr. Hvítkál 70 kr. Rófur 105 kr. Gufrætur 150 kr. Tómatar 140 kr. Kartöflur, gullauga, 81,40 kr. Smjör 139,50 kr. Smjörvi 78 kr. askjan Braga-, Ríókaifi 96 kr. pk. Coke, 1,5 1, 90 kr. Pepsi, 1,5 1, 90 kr. Pylsa með öllu 60 kr. íspinni, MS 23 kr. Klaki, MS 12 kr. Okkur var tjáð að sama verð gilti í sjoppu kaupfélagsins og í kaupfélag- inu sjálfu. Við spurðum nánar um kartöfluverðið. Kartöfluverð hafði lækkað nýlega, en síðasta verð var 97 kr. og þar áður 101 kr. Benda má á að kaupfélagið er eina verslunin á Klaustri en þar er mikill ferðamannastraumur á sumrin og fjöl- mörg orlofshús ýmissa félaga víðs vegar af landinu. -A.BJ. / Ertþú \ búinn að fara í ijósaskoðunarferð? PIERRE VANEIEL NÚ í REYKJAVÍK NYJA FRANSKA LÍNAN fyrir nýtísku heimili Opið til kl. 20 í kvöld I öllum deildum. KORT VfSA HH / %JSEI A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 □ CQá Cj C_' ZI-'C '.-ikl *-Jf JiJ J -{1? unnuuiniuiii inn> Sími 10600 Húsgagnadeild, sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.