Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Page 15
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
15
Moggi í vondu skapi
Margir líta á Morgunblaðið sem
málgagn Sjálfstæðisflokksins með
sama hætti og Alþýðublaðið telst
vera málgagn Alþýðuflokksins,
Tíminn málgagn Framsóknarflokks-
ins og Þjóðviljinn málgagn Alþýðu-
bandalagsins. Þessu er þó ekki svona
varið. Morgunblaðið styður vissu-
lega stefnu Sjálfstæðisflokksins í
meginatriðum en það hefur fremur
verið málsvari tiltekinna afla í
flokknum en flokksins sjálfs. Svo
hefur viljað til að flestir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins á undanfömum
árum hafa komið úr þessum hópum
og hefur þá Morgunblaðið verið
málgagn flokksforystunnar. Þó á
þetta ekki við um alla forystumenn
flokksins. Morgunblaðið verður t.d.
aldrei talið hafa verið málgagn
Gunnars Thoroddsen, jafnvel þótt
hann hafi gegnt flestum mikilvæ-
gustu forystustörfum i flokknum og
fyrir hann. þrátt fyrir slíkar undan-
tekningar hafa menn átt því að
venjast að Morgunblaðið væri mál-
svari flokksforystunnar þvi blaðið
studdi ótvírætt formennina Geir
Hallgrímsson, Jóhann Hafstein,
Bjama Benediktsson og Ólaf Thors.
Nýr tónn
Nú upp á síðkastið hefur hins veg-
ar kveðið við nýjan tón í stjóm-
málaskrifum Morgunblaðsins.
Þorsteinn Pálsson nýtur augljóslega
ekki sama stuðnings frá Morgun-
blaðinu og fyrirrennarar hans í
formannsstóli fengu. Fyrst eftir for-
mannsskiptin í flokknum gætti
aðgerðalítils velvilja til hans í skrif-
um Morgunblaðsins; ritstjórar
ávörpuðu hann sem „Morgun-
blaðskjúkling" og klöppuðu honum
á kollinn; en sá aðgerðalitli velvilji
hefur nú snúist upp í gagnrýni.
Morgunblaðið hefur gagnrýnt fjár-
málaráðherra fyrir skattastefnu
hans og auðfundið er að blaðið telur
hann ekki hafa komið til fram-
kvæmda þeim breytingum í ríkis-
búskapnum sem blaðið telur
nauðsynlegt að gera. Þorsteinn
Pálsson hefúr því ekki sama stuðn-
„Þorsteinn Pálsson nýtur augljóslega ekki
sama stuðnings frá Morgunblaðinu og fyr-
irrennarar hans í formannsstóli fengu.“
Kjállarmn
„Fyrst eftir formannsskiptin í flokknum gætti aðgerðalitils velvilja til hans
í skrifum Morgunblaðsins; ritstjórar ávörpuðu hann sem „Morgunblaðskj-
úkling“ og klöppuðu honum á kollinn; en sá aðgerðalitli velvilji hefur nú
snúist upp i gagnrýni."
Sighvatur
Björgvinsson,
fyrrv. alþingismaður
ing af Morgunblaðinu og fyrirrenn-
arar hans höfðu og veikir það stöðu
hans bæði í Sjálfstæðisflokknum og
á almennum pólitískum vettvangi.
Sama viðhorfs gætir hjá blaðinu til
fleiri ráðherra Sjálfstæðisflokksins
og er í þvi sambandi skemmst að
minnast gagnrýninnar afstöðu
blaðsins til Sverris Hermannssonar.
Á stundum getur tónninn í skrifum
Morgunblaðsins í garð þessara ráð-
herra og fleiri minnt á gremju eða
skapvonsku eins og þessir aðilar
hafi jafnvel gert eitthvað á hlut
blaðsins. Að Davíð Oddssyni undan-
teknum virðist Morgunblaðið ekki
lengur styðja neina núverandi for-
ingja Sjálfstæðisflokksins jafheinart
og afdráttarlaust og það studdi til
dæmis fyrrverandi formenn flokks-
ins.
í vondu skapi
Þessi geðvonskulegi tónn í Morg-
unblaðinu hefúr svo sem komið fram
gagnvart fleirum en forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins. Formaður Al-
þýðuflokksins hefur t.d. ekki farið
varhluta af honum. Frekar jákvæð
og vinsamleg afetaða í garð Jóns
Baldvins Hannibalssonar og Al-
þýðuflokksins yfirleitt hefur breyst
í geðvonsku sem m.a. lýsir sér í því
að blaðið er stöðugt að kalla for-
mann Alþýðuflokksins á beinið og
krefjast þess að hann vitni um hitt
og þetta. Hyggist ungir jafnaðar-
menn bregða sér í skemmtiferð til
Þingvalla krefet Morgunblaðið þess
af formanni Alþýðuflokksins að
hann vitni opinberlega um hvaða
pólitískt hugarfar búi þar að baki
og a.m.k. á tíu daga fresti krefet blað-
ið yfirlýsingar frá Alþýðuflokknum
um að hann vilji samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn og engan annan.
Blaðinu hefur hins vegar gersamlega
láðst að krefjast sambærilegrar yfir-
lýsingar af Sjálfetæðisflokknum sem
er þó, eins og allir menn vita, í helm-
ingaskiptasambúð við Framsóknar-
flokkinn og kann því bara vel. Má
vera að vonda skapið hjá Morgun-
blaðinu eigi rætur sínar að rekja til
þeirrar sambúðar; því lítist mun bet-
ur á samstarf Davíðs Oddssonar og
Jóns Baldvins en Þorsteins Pálsson-
ar og Steingríms. Einhvem tíma
hefði nú Morgunblaðið og þau öfl í
Sjálfetæðisflokknum, sem blaðið
styður, getað breytt slíku litilræði
en það getur auðsjáanlega ekki
gengið lengur og því skiljanlegt að
blaðið sé í vondu skapi og hafi flest
á homum sér. Gremjan ætti bara
ekki að bitna svona á saklausum.
Einn má vera ánægður
Ekki er þó svo illa komið að eng-
inn flokksformaður njóti lengur
stuðnings Morgunblaðsins í flokki
sínum. I átökunum í Alþýðubanda-
laginu stendur Morgunblaðið ein-
dregið með Svavari Gestssyni,
Hjörleifi Guttormssyni, Einari 01-
geirssyni og Inga R. Njóta menn þar
langrar viðkynningar öfúgt við
hippakynslóðina sem kennir sig við
lýðræði og ekki er til að stóla á.
Þannig á Morgunblaðið enn „sinn“
formann þótt ekki sé hann í Sjálf-
stæðisflokknum og getur því haldið
sér í góðri æfingu þangað til Davíð
kemur á morgirn.
Sighvatur Björgvinsson,
Kúnstin að skilja ályktanir
Fyrir rúmu ári gerðust þau gagn-
merku tíðindi að Alþingi Islendinga
kom sér saman um ályktun um
stefiiu íslendinga í afvopnunarmál-
um.
Brotið blað í íslenskum utan-
ríkismálum
Með þessari ályktun var brotið
blað í sögu íslenskra utanríkismála
sem þar til höfðu verið nokkurs kon-
ar innlend útgáfa af skotgrafahem-
aði. Með ályktun Alþingis má segja
að tekist hafi til hálfs að draga þing-
menn upp úr þeim skotgröfúm sem
flokkshagsmunir höfðu grafið þeim,
þar sem þingheimur kom sér þar
saman um mikilvæg grundvallarat-
riði í utanríkisstefhu Islendinga. Að
auki fleytti þessi ályktun íslending-
um mörg skref fram á við á vettvangi
alþjóðastjómmála þar sem af álykt-
uninni mátti ljóst vera að hér á landi
bjó þjóð sem lagði til hliðar stað-
bundin ágreiningsefni sín í þágu
friðar og afvopnunar í heiminum.
Hörmuleg tíðindi
Það em því hörmuleg tíðindi að
utanríkisráðherra þessarar sömu
þjóðar skuli nú, aðeins rúmu ári eft-
ir að blekið er þomað á ályktuninni,
beita henni fyrir sig til að koma í
veg fyrir samstarf Norðurlandaþjóða
um eitt megininntak þessarar álykt-
unar, þ.e. að stuðla að kjamorku-
vopnalausum heimi. Má til sanns
vegar færa að nokkuð vefet fyrir
þessum utanríkisráðherra að skilja
orðanna hljóðan í ályktun Alþingis
- því ekki er í henni að finna staf-
krók sem mælt getur á móti því að
kannaðar verði leiðir til að gera
sem liður í samkomulagi til að draga
úr vígbúnaði og minnka spennu. Því
felur Alþingi utanríkismálanefnd að
kanna í samráði við utanríkisráð-
Kjallarinn
„Það er því ljóst að túlkun utanríkisráð-
herra á ályktun Alþingis er einkamál hans
flokks og að gerðir hans í þessum efnum
brjóta í bága við vilja meirihluta Alþingis
og þar með meirihluta þjóðarinnar.“
Norðurlönd að kjamorkuvopna-
lausu svæði.
Ályktun Alþingis
Sá kafli í ályktun Alþingis sem
fjallar um kjamorkuvopnalaus
svæði er svohljóðandi:
„Leita verður allra leiða til þess
að draga úr spennu og tortryggni
milli þjóða heims og þá einkum stór-
veldanna. Telur Alþingi að íslend-
ingar hljóti ætíð og hvarvetna að
leggja slíkri viðleitni lið.
Um leið og Alþingi áréttar þá
stefnu íslendinga að á íslandi verði
ekki staðsett kjamorkuvopn hvetur
það til þess að könnuð verði sam-
staða um og grundvöllur fyrir
samningum um kjamorkuvopna-
laust svæði í Norður-Evrópu, jafnt á
landi, í lofti sem á hafinu eða í því,
herra hugsanlega þátttöku íslands í
frekari umræðu um kjamorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum
og skili nefiidin um það áliti til Al-
þingis fyrir 15. nóv. 1985.“
Einhvers staðar verður að
byrja
Álit það sem utanríkismálanefnd
er gert skylt í ályktuninni að skila
til Alþingis fyrir 15. nóvember á síð-
asta ári hefúr enn ekki séð dagsins
liós, en þótt slíkur seinagangur sé á
störfúm nefndarinnar þá þýðir það
ekki að Islendingar geti ekki rætt
við aðrar Norðurlandaþjóðir tun
kosti þess og galla að gera Norður-
löndin að kjamorkuvopnalausu
svæði. Þvert á móti er ekki nokkur
leið að skilja ályktunina öðmvísi en
svo að Alþingi vilji endilega láta
Sigríöur Dúna
Kristmundsdóttir
þingkona Samtaka
um kvennalista
kanna allar leiðir til að koma á
kjamorkuvopnalausu svæði í Norð-
ur-Evrópu, Norðurlönd þar vita-
skuld meðtalin.
Og sú mótbára utanríkisráðherra
að ekki sé hægt að kanna möguleika
á kjamorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum vegna þess að álykt-
irnin taki til Norður-Evrópu, er ekki
annað er útúrsnúningur því Norð-
urlönd em, í fyrsta lagi, í Norður-
Evrópu og, í öðm lagi, er ekkert
kveðið á um það í ályktuninni að
óheimilt sé eða óæskilegt að ná
markmiðinu í áföngum, byija á einu
svæði innan Norður-Evrópu og færa
smám saman út kviamar. Enda
verður sú viðleitni að gera Norður-
lönd að kjamorkuvopnalausu svæði
ekki skilin öðmvísi en sem eitt skref
í áttina að kjamorkuvopnalausum
heimi. Einhvers staðar verður að
byrja, en jafnvel það kýs utanríkis-
ráðherra ekki að skilja.
Gegn vilja meirihluta Alþingis
Þessa dagana stendur i Kaup-
mannahöfii fundur norrænna þjóð-
þinga um Norðurlönd sem
kjamorkuvopnalaust svæði. Á
þennan fund senda allir þingflokkar
á Alþingi fulltrúa sinn nema þing-
flokkur Sjálfetæðisflokksins og er sá
flokkur einn flokka og stjómmála-
samtaka á íslandi sem ekki er til
viðræðu um þessi mál. Það er því
ljóst að túlkun utanríkisráðherra á
ályktun Alþingis er einkamál hans
flokks og að gerðir hans í þessum
efiium brjóta í bága við vilja meiri-
hluta Alþingis og þar með meirihluta
þjóðarinnar. Jafiiframt er ljóst að
með túlkun sinni hefur utanríkisráð-
herra blásið í herlúðrana og viðbúið
að gamli skotgrafahemaðurinn í ís-
lenskum utanríkismálum hefjist á
nýjan leik. Þar með er það framlag
okkar á vettvangi friðar og afvopn-
unar, sem í ályktun Alþingis felst,
tekið til baka. Hvorki er það stór-
mannlegt né líklegt til að skila
bömum okkar lífvænlegri heimi en
þeim sem við þekkjum.
Sigriður Dúna Kristmundsdóttir