Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. íþróttir „Breskur dagur“ í Stuttgart Þreffaldur sigur Breta í 800 m hlaupi. Ovænt í kúlunni Öm Eiðsscm, DV, Stuttgart Segja má að dagurinn í gær á Ev- rópumeistaramótinu í ftjálsum hér í Stuttgart hafi verið breskur dagur. Auk tugþrautarinnar var beðið með feiknalegri eftirvæntingu eftir 800 metra hlaupi karla og sér í lagi eftir einvígi Bretanna Sebastian Coe og Steve Cram. Coe hljóp mjög vel og skynsamlega en sömu sögu er ekki hægt að segja um Steve Cram. Hann hélt sig aftar- lega lengst af og hljóp síðan utan á andstæðingum sínum í beygjunum og hóf endasprettinn þegar sex hundruð metrar voru eftir í markið. Svo fór að lokum að Coe sigraði á 1:44,50 mín. og á lokametrunum skaust nær óþekktur breskur hlaupari, Tom McKean frá Skotlandi, í annað sætið á 1:44,61 mín. Steve Cram varð þriðji Enginn draumadráttur - hjá Val, Víkingi og Stjomunni fslensku handknattleiksliðin, sem þátt taka í Evrópukeppni í handknattleik, duttu ekki í lukkupottinn er dregið var til 1. umferðar í gær. •Víkingar drógust gegn færeyska lið- inu Vestmanna og eiga samkvæmt drætt- inum að leika fyrri leikinn í Færeyjum en líklegt verður þó að telja að þeir leiki báða leikina í Færeyjum. •Stjaman, sem nú tekur þátt í Evrópu- keppni í fyrsta skipti í sögn félagsins, lenti á móti breska liðinu Birkenhead og á Stjaman heimaleikinn fyrst. • Valsmenn þurfa enn einn ganginn að halda til Noregs og drógust nú gegn Urædd. Fyrri leikurinn fer fram í Noregi. •Öll íslensku liðin eiga eins og sjá má stóran möguleika á að komast í 2. umferð þótt róður Vaismanna verði vissulega þyngstur. Fyrri leikimir í 1. umferð verða leiknir í septemberlok en síðari leikimir' verða að hafa farið fram fyrir 5. október. -SK. •Skagamenn urðu i gærkvöldi íslandsmeistarar í flokki leikmanna ára og eldri. Þeir gerði markalaust jafntefli gegn KR á KR-velli i gaer i á myndinni sést Ellert B. Schram, formaður KSÍ og leikmaður KR, í henda Þresti Stefánssyni bikarinn. Ellert lét þess getið að eriiðara hefði j ^verið að afhenda verðlaunin en spila leikinn. DV-mynd S. H AN D KN ATTLEIKSÞ JÁLFARI ÓSKAST fyrir 2. deildar lið kvenna í Reykjavík. Tilboð sendist DV, merkt „Áhugasamur". Torfæruaksturskeppni Björgunarsveitarinnar Stakks verður haldin við Grindavík sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00. BADMINTONDEILD Æfingar hefjast 1. september. Upplýsingar hjá Óskari Guðmundssyni í síma 15881 eða 14519. FYRIRTÆKJAMÓT í utanhússknattspyrnu verður haldið dagana 6. og 7. sept. næstkomandi á grasvellinum í Njarðvík. Þátttaka tilkynnist í síma 92-3462 Gunnar, og 92-2509 eða 4334 Stefán, fyrir míðvikudaginn 3. sept. Knattspyrnudeild UMFN. á 1:44,88 mín. og unnu Bretar því þre- faldan sigur í 800 metra hlaupinu. Óvæntast í kúluvarpinu Segja má að úrslitin í greinum gærdags- ins hafi verið eftir bókinni, ef svo má segja, nema að sjálfsögðu var ríkjandi óvissa um úrslit í tugþrautinni og 800 metra hlaupinu fram á síðustu metra. Óvæntustu úrslitin urðu hins vegar í kúlu- varpi. Þar var búist við nokkuð öruggum sigri Udo Bayer sem nýverið setti nýtt heimsmet í greininni. Wemer Gúnterhör frá Sviss kom hins vegar mjög á óvart og sigraði með 22,22 metra kasti. Ulf Timmer- marrn Austur-Þýskalandi varð annar með 21,81 metra og Bayer þriðji með aðeins 20,74 metra. Sögulegur sigur hjá Schmid Vestur-Þjóðverjinn vann sögulegan sig- ur í 400 metra grindahlaupi. Þetta var þriðji Evrópumeistaratitill kappans sem er 28 ára. Hann fékk tímann 48,65 sek. Sovétmaðurinn, Alexander Vassiliev varð annar á 48,76 sek. og Sven Nylander þriðji á 49,38 sek. •Marita Koch frá Austur-Þýskalandi varð einnig Evrópumeistari í þriðja skipti í gær. Hún er heimsmethafi í 400 metra hlaupi kvenna og sigraði í gær með yfir- burðum á 48,22 sek. •Hörkukeppni var í 3000 metra hlaupi kvenna á milli Olgu Bondarenko, Sovétr ríkjunum, og Mariciu Puica frá Rúmemu sem flestir spáðu sigri. Bondarenko sigraði á 8:35,92 mín. en Puica fékk tímann 8:37,15 mín. •Heimsmethafinn, Stefka Kostadinova frá Búlgaríu, varð öruggur sigurvegari í hástökki kvenna með tvo metra. •Nadeshda Olisarenko frá Sovétríkjun- um varð Evrópumeistari í 800 metra hlaupi kvenna og fékk tímann 1:57,15 mín. •Diana Sachse Austur-Þýskalandi varð Evrópumeistari í kringlukasti kvenna en hún kastaði kringlunni 71,36 metra og var eini keppandinn sem kastaði yfir 70 metr- ana. -SK „Hef ekki tapað bikarúrslitaleik" segir Sigurður Lárusson, fyririiði Skagamanna „Ég var slæirtur í bakinu og Barron vildi ekki taka neina áhættu og lét mig þvi hvíla í Blikaleiknum. Einnig var ég kominn með þrjú gul spjöld og því sagði Barron við mig að ég kæmi ekki nálægt þessum leik, “ sagði Sig- urður Lárusson, fyrirliði Skaga- manna, en það vakti athygli að hann lék ekki með á móti Breiðabliki á mánudagskvöldið. Greinilegt að Skagamenn hafa ekki viljað eiga á hættu að missa Sigurð út fyrir bikar- úrslitaleikinn. „Það var óneitanlega mikil lyfti- stöng fyrir okkur að fá Pétur til liðs við okkur. Hann hefur sterkan „kar- akter“ sem hefur eflt hópinn mjög. Annars verður að athugast að hann er aðeins einn af ellefu leikmönnum sem leika hvem leik,“ sagði Sigurður sem hefur spilað þrjá bikarúrslitaleiki og unnið þá alla. Þá hefur hann ávallt verið fyrirliði Skagaliðsins í þessum bikarleikjum. „Ég hef sem betur fer ekki kynnst því að tapa bikarúrslitaleik og ég hef engan áhuga á því að kynnast þeirri tilfinningu nú. Við Skagamenn ætlum að vinna þennan leik. Það er gífurleg stemmning hér á \kranesi meðal bæj- arbúa fyrir leikinn. Mér sýnist einna helst að það ætli allir að mæta á Laug- ardalsvöllinn á sunnudaginn," sagði Sigurður. Hann sagði að engin veruleg meiðsli hrjáðu liðið nú og þeir myndu stilla upp sínu sterkasta liði í úrslita- leiknum. -SMJ • Guðmundur Steinsson, fyrirliði •Sigurður Lárusson, fyrirliði Fram. Akraness. „Þaðverðurskorað mikið af mörkuní - segir Guðmundur Steinsson, fyririiði Fram „Ég hlakka mikið til þessa leiks. Það er alltaf gaman að leika úrslitaleiki í bikarkeppninni og sérstaklega gegn Skagamönnum. Ég vona að fólk fjöl- menni á völlinn. Þetta verður örugg- lega mikill hörkuleikur," sagði Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, í stuttu spjalli við DV í gærkvöldi. „Ég tel að liðin eigi jafna mögu- leika. Þetta eru tvö af þremur bestu liðum landsins og ég á von á mörgum mörkum í þessum leik. Við höfum harma að hefiia síðan í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum er Skagamenn unnu okkur eftir framlengdan leik. Skagamenn eru með geysilega reynslumikið lið og Pétur Pétursson styrkir liðið mjög mikið. En við erum staðráðnir i að vinna leikinn og ætlum okkur að skora mörg mörk.“ Lofar þú áhangendum mörkum frá Guðmundi Steinssyni? „Nei, ég geri það ekki. Ég vona bara að við skorum mikið. Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin," sagði Guð- mundur Steinsson og bætti við að Framarar myndu mæta til leiks með sitt sterkasta lið gegn Skagamönnum. Þetta verður sjötti úrslitaleikurinn sem Guðmundur tekur þátt í. Þrisvar sinnum hefúr hann orðið bikarmeist- ari með Fram og gefst því tækifæri á að hampa bikamum í fjórða skipti á, sunnudag. -SK. • Daley Thompson sýndi stórkostleg tilþi fleygiferð í 110 metra grindahlaupi en i g mynd/Reuter Thomps Þjóðve - vann tugþi Bretinn Daley Thompson sannaði það rækilega í gær að hann er fremsti íþrótta- maður heims í dag. Hann sigraði með miklum glæsibrag í tugþrautarkeppni Ev- rópumeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Stuttgart, hlaut 8.811 stig sem er aðeins 36 stigum frá heimsmeti hans. Þjóðveijar bundu miklar vonir við sína menn. Einn þeirra, Kratchmer, heltist fljótlega úr lest- inni vegna meiðsla en þeir Júrgen Hingsen og Siggi Wentz voru lengst af í skottinu á Thompson. Bretinn sýndi feiknalega leikni í gær á síðari degi tugþrautarinnar en marg- ir höfðu spáð honum tapi eftir fyrri daginn. Fyrir síðari keppnisdaginn, í gær, hafði Thompson nauma forystu, 28 stigum meira en Hingsen sem var í öðru sæti. Thompson byijaði daginn í gær á því að skokka yfir grindumar í 110 metra grindahlaupinu á 14,07 sek. sem er frábær tími. Næsta grein var kringlukast og þar náði Thompson sér ekki mjög vel á strik. Hingsen sigraði með 48,42 metra kasti en Thompson varð 13. með 43,38 metra. Þegar hér var komið sögu missti Thompson foiystuna öðru sinni í keppninni til Hingsen. Hann náði hér 15 stiga forskoti. Skammgóður vermir Thompson er keppnismaður mikill og sveiflaði sér léttilega yfir 5,10 metra í stang- arstökki á meðan Hingsen klöngraðist með erfiðsmunum yfir 4,60 og felldi 4,70 þríveg- is. Hér má segja að Hingsen hafi endanlega misst af titlinum. Siggi Wentz stökk hins vegar 4,90 og var þegar hér var komið sögu kominn í annað sætið, 115 stigum á eftir Thompson. Hingsen hrapaði í þriðja sætið. Eðlilegt spjótkast Segja má að árangur tugþrautarmann- anna í spjótkastinu, 8. greininni, hafi verið nokkuð eðlilegur. Siggi Wentz varð annar með 65,34 metra kast en Hingsen fjórði og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.