Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 32
44
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
•v
V
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
ætlar að verða annar Clint
Eastwood. Þegar töffarinn
Clint ákvað að snúa sér al-
farið að bæjarstjórnarmálum
fannst Paul þetta sérdeilis
ágæt hugmynd og ákvað
sjálfur að gera það sama.
Nú vinnur hann að því hörð-
um höndum að verða
borgarstjóri í Monterey sem
er heimabær söngvarans
sykursæta og ætlar hann að
verða guðfaðir staðarins um
aldur og ævi ef allt gengur
samkvæmt áætlun.
John
Forsythe
er ekki öfundsverður af hlut-
skipti sínu sem maki Lindu
Evans í Dynastyþáttunum.
Öskureiður sjónvarpsáhorf-
andi af því ágæta kvenkyni
réðst á hann og lamdi aftur
og aftur I höfuðið með
handtöskunni sinni. Henni
fannst hann ætti að vera
betri við þá blíðlyndu Krystle
og tók í sínar hendur að
kenna honum réttu hegðun-
ina. Nú grátbiður John
handritshöfundana að milda
hlutverkið í Dynasty svo ekki
megi eiga von á annarri yfir-
halningu fyrir kvikindishátt á
skjánum.
töfraði fram tékkhefti sam-
starfsmanna við upptökur
nýverið. Hún saknaði kjöltu-
rakkans síns svo hræðilega
að vinnufélagarnir leigðu
einkaþotu tíl þess að ná í
fjórfætlinginn ómissandi.
Debra tók aftur gleði sína
þegar hvutti var kominn á
staðinn og menn segja að
leikurinn hafi tekið stórstíg-
um framförum.
Nokkur orð frá Jóhannesarborg
„Ástandið harðnar að vísu héma
og nú orðið sést varla hvítur maður
í Hillbrow, aðeins svartir, litaðir og
indians eftir klukkan sjö eða átta á
kvöldin," segir í bréfi frá landa okk-
ar, Ingimar Pálssyni, sem búsettur
er í Jóhannesarborg. Hann er þar
yfirmaður tónlistardeildar listaskóla
í borginni og meðfylgjandi úrklippur
sýna þarlendar blaðafrásagnir af
skólastarfinu og einnig af íslend-
ingnum sem stýrir tónlistinni.
„Ránum og líkamsmeiðingum fer
fjölgandi,“ heldur Ingimar áfram í
bréfinu. „Af íslendingum er allt gott
að frétta. Ég fékk Bishop Tutu í
heimsókn í skólann nú á dögunum
og var hann mjög ánægður að sjá
hvíta, svarta, litaða og indians nema
saman en skólinn er opinn öllum
kynþáttum. Ég var að fjölga kennur-
um nú um síðustu mánaðamót og hef
nú tuttugu og fjóra fastráðna og tólf
lausráðna. Nemendur eru nú vel á
sjöunda hundraðið, meðtaldir nem-
endur í diplomadeild sem er á
háskólastigi. Allt gengur mjög vel í
skólanum og flytjum við í um það
bil hundrað prósent stærra húsnæði
í nóvember næstkomandi. Fimm
hundruð manns eru á biðlista til að
komast inn í söng- og tónlistardeild
svo ég býst við að nemendatalan fari
yfir eitt þúsund á næsta ári.
Að öðru leyti spila ég hér í kirkj-
um, dreifi kristilegu lesefni og
ábreiðum til innfæddra. Það starf
mætti gjarnan vera stærra því þörf
er mikil og hjálparstörf hér sýnast
mér engan endi hafa.“
Svo mörg voru þau orð frá landa
okkar, Ingimar Pálssyni í Jóhannes-
arborg, sem haslað hefur sér völl
innan tónlistarheimsins í heimalandi
þess víðffæga biskups - Tutu.
íKvtr'iT
"""‘''•'pomay*! vTHat,
Tálented $A
children
impress
I $sk35& W„?*c head
^ “....................
ZJZuISZZ
^ S t £?******
fifcSS** ««*cr fcí
^S=r-
'W'towot. * AWcm
prtt-iouviv ,k.
p”«æ ís"'
s&pr.
tbt w,fne ,, i2~uí f»jw#rL%tíatI;
s't,i9rn>
r&JssSesZ&sfll
. Musical II
I g**?SZJftl'zjl
. •**£?*£**£» I
it r~~~-
’ 1 haaj Oark> „ Úr*.»f
I Ad« Su«ti. f AOVi
$m§i
... . 1 á.
éSÍ
}OUHf»*r, hfr,
Úrklippur sem sýna umfjöllun þarlendra blaða um Ingimar Pálsson tónlistarkennara og start hans í Jóhannesarborg.
Hljómsveitin Hálft I hvoru hefur gert víðreist þetta sumarið og í kvöld verður spilað í Stuttgart.
Fjögur þúsund.
Herdís Hallvarðsdóttir, fyrrum
Giýla og nú liðsmaður hljómsveitar-
inna Hálft í hvoru, er þrítug í dag.
Hún er að heiman - nánar til tekið
í Stuttgart - því hljómsveitin HÍH
er fulltrúi íslands á hljómleikum sem
haldnir eru í tengslum við Evrópu-
meistaramótið í frjálsum íþróttum.
Flokkur íslendinga er á staðnum
við keppni í EM - Stuttgart 86 en
Hálft í hvoru tekur þátt í leikunum
keppnislaust.
Hljómleikarnir eru haldnir á úti-
leikvangi sem tekur fjögur þúsund
manns í sæti og fram koma hljóm-
sveitir frá þrjátíu og tveimur löndum.
Að sögn Herdísar munu þau flytja
íslensk þjóðlög og taka svo inn í
bland sín eigin lög - fyrst Heiðlóar-
kvæði eftir Hannes Jón og Jónas
Hallgrímsson og Áframhald eftir
Gísla. Síðan verður brugðið á ís-
lenska fimmundarsöngva, svo sem
ísland farsældar Frón, séra Bjami
og ó, mín flaskan fríða - að
ógleymdri ferð um Sprengisandinn.
Það verður því fjölmennt í afmæli
Herdísar í Stuttgart í kvöld - fjögur
þúsund manns væntanleg í gleðina.
Herdís Hallvarðsdóttir fær ham-
ingjuóskir frá Sviðsljósinu.
Djúpt
skal
sogið...
Fegurðarsérfræðingum og sexí-
spekúlöntum vestra þótti þessi
mynd af Faye Dunaway heldur
af óyndislegra taginu. Hún er
háð nikótíni, sem svo margir
aðrir, og saug að sér reykinn
af stakri nautn við frumsýningu
í Hollí nýlega. Hrollur fór um
fræga liðið sem telur kókaínið
með nasasísteminu ólíkt
menntaðra og þeir reglusöm-
ustu litu einfaldlega í aðra átt
meðan ósköpin gengu yfir.
Umboðsmaður Faye féll á hnén,
yfirkominn af harmi, þegar
birtingar á athæfinu hófust í
bæjarblöðunum og nú er lagt
hart að leikkonunni að leggja
naglann endanlega til hliðar.
Hún er víst að hugsa sig um...