Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. 7 dv_________________________Fréttir Reisir alhliða heilsurækt við hlið Hótel Arkar „Þetta verður alhliða heilsurækt þar sem sú aðstaða sem fyrir er verður nýtt. Það má eiginlega segja að fyrir- myndin sé sótt til Baden-Baden,“ sagði Halldór Hermannsson verkfræðingur í samtali við DV. Halldór hefur fest kaup á tæplega 3.800 fermetra lóð í Hveragerði, við hhð Hótel Arkar. Þar hyggst hann reisa fúllkomna heilsuræktarstöð. Húsið verður um 700 fermetrar á þremur hæðum. Einnig verður á lóð- inni 800 fermetra aldingarður, sem Halldór nefnir svo, með yfirbyggðu þaki er þó verður hægt að renna frá ef mönnum sýnist svo. „Þetta verður ekki gistihús, enda ætlast ég til að þeir sem komi til með að njóta þessarar aðstöðu, sem þama verður, gisti á Hótel Örk. Þetta verður byggt upp sem eins konar miðstöð, þama verður allt til alls, enda hefur Hveragerði orðið mikið upp á að bjóða. Þama er komið Tívolí, fullkom- ið hótel og fleira til að stytta sér stundir við. Ég ætla að hafa þama leirböð og fagmenn af ýmsu tagi, svo sem nuddara, sjúkraþjálfara, lækna, enda vonast ég til að þetta verði það viðamikið að þetta beri hina hæfustu starfskrafta,“ sagði Halldór. Hann sagði að einnig hefði hann hug á því að þama yrði og rekin eins kon- ar ferðamiðstöð. Hann vonaðist til að fá þama rútur, leigubíla, bankaútibú, verslanir og fleira, enda væri gert ráð fyrir slíku á teikningu hússins. - Hvenær heíjast svo framkvæmdir? „Það er stefiit að nóvemberbyrjun og ég vona að við það verði hægt að standa. Hins vegar er margt enn óklár- að, svo ef til vill dregst það eitthvað. Síðan stendur til að þetta verði allt saman tilbúið í maí, júní á næsta ári.“ - Ertu einn í þessu? „Já, eins og er, en ég vona að þeir aðilar, sem ég hef hug á að fá þama inn, reyni að hasla sér völl sjálfetætt, þótt ég muni halda ákveðnum hluta innan fjölskyldunnar.“ - En hvað kostar svona fyrirtæki? „Það kostar ekki mikið, svona 55 til 60 milljónir," sagði Halldór Her- mannsson. -KÞ BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Trefjaplastbretti á lager í eftirtalda bila: Volvo 77-84, Mazda 929- 323-pickup, Daihatsu Charmant 77-79, Lada, Polonez, AMC Concord Eagle, 180 B, Datsun 200 L-330c-260c-280c, Scania Vabis, Toyota Tercel, Toyota Cressida, o.m.fl. BÍLPLAST Ódýrir sturtubotnar. Vagnhöfða 19, simi 688233. I Tökum að okkur trefjaplastvinnu. Póstsendum. | Veljiö islenskt. Bílamálarar og aðstoðarmenn óskast sem fyrst - næg vinna. Vanni Bílasprautun Auðbrekku 14 - Sími 44250. Greiðslutrygging fyrir skreiðina ókomin „Klikkar ekki“ - segir Ámi Bjamason hjá íslensku umboðssóiunni „Þetta klikkar ekki,“ sagði Ámi Bjamason hjá íslensku umboðssöl- unni, aðspurður um það hvort hugsan- legt væri að greiðslutrygging bærist alls ekki fyrir þeim 61 þúsund pökkum af skreið sem sendir vom með erlendu leiguskipi til Nígeru fyrir nokkrum vikum fyrir milligöngu íslensku um- boðssölunnar. Skipið hefiu1 nú legið við höfn í Ní- geríu síðan síðastliðinn laugardag með alla skreiðina innanborðs og enn- þá bólar ekkert á greiðslutrygging- unni. Skreiðinni verður ekki skipað upp fyrr en tryggingin berst bönkun- um hér, þannig að viðeigandi fyrir- greiðslur fáist. - Getur skipið þurft að liggja með skreiðina í nígerískri höfri í nokkrar vikur eða mánuði? „Nei, það kemur ekki til. Þetta er í mesta lagi viku eða tíu daga spurs- mál. Greiðslutiygging berst eftir nokkra daga.“ - Mun skipið koma aftur heim með skreiðina ef greiðslutryggingin kemur ekki? „Nei, skipið þarf ekkert að koma heim aftur.“ Samið var um sölu á skreiðinni í nígerískri mynt en að sögn Ama mun greiðsla til framleiðendanna hér heima berast í bandarískum dollurum. - Verður hægt að fá yfirfærslu á nígerísku myntinni? „Það er mál kaupendanna að fá yfir- færslu í dollara." - Getur það þýtt að bankar hér heima endi með að þurfa að breyta skreiðarskuldinni í langt lán og að peningar berist ekki fyrr en seint og síðar meir? „Nei, það er ekki spuming um að breyta skuldunum í lán. Peningamir koma,“ sagði Ámi. DV-mynd Óskar Ragnar var það, heillin... Eftir mikið leynimakk í Þjóðleikhúsinu var það loksins upplýst á æfingu í gær að höfundur hins umtalaða leikverks um Skúla Thoroddsen, Uppreisn á ísafirði, væri enginn annar en Ragnar Amalds alþingismaður. Alþýðubandalagið á því fvö leikskáld á þingi, Ragnar og Guðrúnu Helgadóttur. Hér sést höfundur með leikstjóra, Brynju Benediktsdóttur, og leikendum í verkinu er uppljóstrunin fór fram. -ai RAFSTOÐVAR Til sölu lítiö keyrðar rafstöðvar, með eða án sjálfræsibúnaðar, flestar stærðir, árs ábyrgð. Upplýsingar í síma 92-4675-1836. Hafsteinn. . , conxxxrí CREDA TAUÞURRKARI • Nauðsynlegt hjálpartæki á nútíma heimili. • CREDA tauþurrkarar snú- ast afturábak og áfram. Þvotturinn vinst því ekki í hnút í þurrkaranum. • CREDA þjónusta við ís- lenskar húsmæður í 30 ár. CREDA-umboðið: Raftækjaverslun Íslands hf.f Rvk, Knarrarvogi 2 - simar 688660-688661 r' m ^ ' Verðlaun fyrir bestu afmælismyndina . BESTA B0RGARMYNDIN Æ LJÓSMYNDAKEPPNI Tókst þú Ijósmynd í Reykjavík á afmælisdaginn 18. ágúst? Sé svo átt þú kost á að vinna til veglegra verðlauna. Myndirnar mega vera í lit eða svart/hvítu, á pappír eða skyggnu. Ljósmyndin þarf að vera vel merkt hötundi með nafni, heimilistangi og síma. Hún þarf að berast til DV í umslagi merktu: OV „BORGARM YNDIN“ Veitt verða þrenn verðlaun, Ijósmyndavörur frá versluninni Gevafofo, þau fyrstu að verðmæti 20 þúsund krónur, önnur að verðmæti 10 þúsund krónur og þriðju að verðmæti 5 þúsund krónur. Þverholti 11, 105 Reykjavík. Til að við getum sent myndirnar aftur til eigenda þarf að fylgja umslag með nafni og heimilisfangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.