Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. 9 Utlönd Krefst skaðabóta vegna bits flugvallar- starfsmanns Kona ein í Bandaríkjunum hefur krafið bandaríska flugfélagið Am- eriean Airlines um ríflega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir að hafa verið bitin af starfemanni ilugfélagsins er smitaður var af eyðni. Samkvæmt frásögn konunnar voru málsatvik þau að hún var orðin of sein í flug American Air- lines frá O’Hare flugvellinum í Chicago í febrúar síðastliðnum, og enginn afgreiðslumaður til að fylgja henni niður landganginn í flugvélina við brottfararhlið. Flýtti konan sér niður landgang- inn að flugvélinni þar sem flug- fi-eyjur voru í þann mund að loka dyrum farkostsins. 1 þann mund er konan segist hafa verið að koma að vélinni fúllyrðir hún að starfe- maður flugfélagsins hafi stöðvað sig með því að ráðast á sig og krefj- ast brottfararspjalds. Ekki vildi konan þar við sitja og svaraði aðför starfemanns flug- félagsins með því að hrinda honum frá sér. Segir konan síðan að eflir smástimpingar í landganginum hafi starfemaðurinn bitið sig í fing- uma svo úr blæddi. Konan missti af flugvélinni og starfemaðurinn var rekinn úr vinnu í fimm daga á meðan málsat- vik voru könnuð til hlítar. Nú er komið í ljós að starfemað- urinn var smitaður af eyðni á þeim tima er hann glefsaði í flugfar- þegann. Emi er ekkert sem bendir til að konan hafi smitast af eyðni- veirunni við bit starfemannsins, en að sögn lögmanna hennar hefur óttinn við hugsanlegt smit lagt líf ferþegans í rúst og stórskaðað and- legt jafnvægi hans. Ráðherra Bólivmstjómar: Hætta á borgara- styrjöld orsök herfaganna Innanríkisráðherra Bólivíu, Femando Barthelemy, sagði í gær- kvöldi að hættan á borgarastyrjöld hefði neytt forseta landsins til þess að lýsa yfir hemaðarástandi í síð- ustu viku. Kvað hann leiðtoga samtaka verkalýðsfélaganna og smáflokka hafa hvatt til uppreisnar gegn stjóminni. Að sögn ráðherrans hafði einn Kúbubúi og óákveðinn fjöldi Nicaraguabúa þjálfað Bóliv- íumenn til niðurrifestarfeemi. Hefðu þeir komið löglega til lands- ins sem tæknilegir ráðunautar. Ekki vom gefriar upplýsingar um það hvort þeir væm ennþá í landinu. Paz Estenssoro, forseti Bólivíu, lýsti yfir hemaðarástandi til að koma í veg fyrir það sem hann kallaði ráðabrugg vinstri sinnaðra verkalýðs- og stjómmálaleiðtoga til þess að hagnýta sér mótmæla- göngu 7000 námuverkamanna til La Paz í síðustu viku til þess að steypa forsetanum af stóli. í höfúðborginni hefur allt verið með kyrrum kjörum síðan herlög vom sett en verkföll og mótmæla- göngur hafa verið tíðir atburðir úti á landsbyggðinni. Að sögn lögreglunnar lét einn lögreglumaður lífið og þrír óbreyttir borgarar slösuðust í mót- mælagöngum í fyrrakvöld. Neyðarástand i Manila vegna flóða Þúsundir hafa flúið gifurleg á Filippseyjum að undanförnu, og eignartjón er gífurlegt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Manila og- nágrenni vegna flóða er urðu á norðurhluta Filippseyja í fyrradag. Forseti landsins, Corazon Aquino, þurfti að fara í gúmmíbát er hún yfirgaf höll sína til þess að heim- sækja neyðarathvarf þar sem fólk hafði leitað sér hælis. Að sögn Rauða krossins höfðu þúsundir manna flúið heimili sín vegna mikilla rigninga sem fylgdu í kjölfar fellibylsins Wayne. Sex manns drukknuðu í flóðunum sem sums staðar í Manila náðu tveggja metra hæð. Um 200 kílómetra fyrir norðan höfúðborgina urðu flóðbylgj- umar 6 metra háar. í gær var fellibylurinn á leið yfir suðurhluta Taiwan áleiðis til Suður- Kínahafe. BYLTING í BÍLARYÐVÖRN Ekkert ryð þýðir hátt endursöluverð! Hefur þú efni á að láta bílinn þinn ryðga niður? Stöðvar ryð - Hindrar ryð RUSTEVADER-RAFEINDARYÐVÖRN RYÐVARNARÁBYRGÐ Bíleigendur! Loksins er komin varanleg lausn á ryðvandamálinu. Nú er komið á markaðinn rafeindatæki sem hindrar ryðmyndun. Þetta athyglisverða ryðvarnartæki ver nýja jafnt sem gamla bfla gegn ryði á áhrifaríkari hátt en þekkst hefur hingað tfl. Tækið hindrar einnig ryðmyndun út frá rispum á lakki og krómi. Þessu til staðfestingar bjóðum við 10 ára ryðvamarábyrgð á allt að 3 mánaða gömlum bílum og 8 ára ábyrgð á 3-6 mánaða gömlum bílum. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf aðeins að færa bflinn til eftirlits einu sinni á ári, til að yfirfara búnaðinn og loka skemmdum á lakki. Þetta er því ódýrasta og jafnframt besta ryðvömin sem völ er á. Hringið og leitið upplýsinga, við sendum vandaðan upplýsingabækling til allra sem þess óska. STÁLVÉLARHF. Tunguhálst 5, 38584 Reykjavík, sími 673015 og Verðum við símann tíl kL 22.00 í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.