Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. 13 Spegjlmynd Framsóknar Ég las það í Mogga við morgun- verðarborðið að sérfræðingur Framsóknar í heimsmálunum, P.P. frá Höllustöðum, teldi samstarf við Alþýðuflokkinn óhugsandi, undir minni forystu. Og varð satt að segja ekki hissa. Maðurinn á að hafa sagt þetta á þingi SUF. Eins og alþjóð er kunn- ugt var þetta SUF-þing haldið sérstaklega til að lýsa því yfir, að þingflokkur Framsóknarflokksins undir forystu P.P. væri óstarfhæfur - og þar af leiðandi ósamstarfs- hæfur. Sammála. Frá og með þeirri stundu, sem undirritaður tók við forystu Al- þýðuflokksins, lýsti ég því yfir að nóg væri komið af óþurftarverkum Framsóknarflokksins í íslenzkri pólitík. Framsóknarflokkurinn ætti upp úr næstu kosningum að ástunda einarða sjálfsgagnrýni og fara í andlega endurhæfi ngu - helzt til næstu aldamóta. Þetta fékk alls staðar góðan hljómgrunn - víða af mannúðar- ástæðum. Þetta sjónarmið á t.d. miklu fylgi að fagna innan Fram- sóknarflokksins. T.d. sá ég það í sama Mogganum að einhver þekkilegasti og gáfað- asti þingmaður Framsóknarflokks- in, Ingvar Gíslason, lýsir því yfir að hann nenni ekki að fara aftur í fi-amboð fyrir þennan þingflokk. Lái honum hver sem vill. Engu að síður blífur sú skoðun mín, að það er eftirsjá að Ingvari Gíslasyni úr þingsölum. Ingvar Gíslason tók einmitt undir það með mér i þingræðu, að tími væri kominn fyrir framsóknar- menn að leita andlegrar endur- hæfingar. Að þessu athuguðu sýnist óþarft að árétta, að samstarf við utan- ríkissérfræðing Framsóknar- flokksins, P.P., hefur ekki verið á dagskrá hjá okkur jafnaðarmönn- um - fremur en hjá ungum fram- sóknarmönnum. Rekur tryppi landbúnaðar- kerfisins Reyndar leyfði ég mér að senda þingi ungra framsóknarmanna sér- stakt heillaskeyti. Þar lét ég í ljós þá frómu ósk að þeir hefðu erindi sem erfiði í lofsverðri viðleitni sinni til nýliðunar á gömlu og þreyttu þingliði Framsóknar. Það er nefnilega laukrétt hjá ungmn framsóknarmönnum, og öðrum lærisveinum/meyjum hug- sjónarmannsins frá Hriflu, að takist óbreyttum framóknarmönn- um að losa flokkinn úr greipum þeirra íhaldssömu, hugmyndasnauðu og afturhalds- sömu verrfeðrunga, sem þar sitja á fleti fyrir, er engan veginn víst að dagar Framsóknar séu taldir. Og við það myndu vaxa stórlega mögu- leikar á eðlilegu og jákvæðu samstarfi jafnaðar- og samvinnu- manna, eins og Jónas gaf kúrsinn um í upphafi. í því endurreisnar- starfi er ekki mikils að vænta frá P.P. frá Höllustöðum, þótt hann teljist fyrir sitt leyti jafn frægur í sínum flokki og Árni Johnsen í sín- um. Hitt kemur ekki á óvart, að Pálmi frá Akri skuli samkvæmt vísindalegri skoðanakönnun telj- ast með þekktustu Framsóknar- þingmönnum. Það hefur lengi verið vitað, að Framsóknarflokkurinn er pólitískt rekald, að hann virðist ekki eiga annað erindi í íslenzkri pólitík en að reka tryppi landbúnaðarkerfis- ins og gæta hagsmuna SÍS - á kostnað skattgreiðenda. Útideild SÍS Samkvæmt þessum SÍS-hags- munum hefur flokksforystan verið reiðubúin að vera í ríkisstjóm með hverjum sem er, um hvað sem er, hvenær sem er. Á því er ekki breyt- inga að vænta, meðan nokkur maður álpast til þess að kjósa þessa menn til þings. „Efnahagslíf þjóðarinnar hefur enn ekki beðið þess bætur, að Framsókn komst til valda árið 1971.“ „Það telst með öðrum orðum vera vísindalega sannað, að Framsóknarflokkurinn er lítill, afturhaldssamur og tækifærissinaður flokkur." Menntun iðnaðarmanna Hér verða rakin rök þess að okkur vantar menn með iðnaðarmenntun sem er framhaldsmenntun og ég ætla að kalla framleiðsluvirkja. Þessi menntun tekur til nokkurra atriða sem varða aðstæður okkar hér heima og á erlendum mörkuðum. Framleiðsluvirkjun Almennt er við það miðað að fram- leiðsluvirkjun þýði starfsemi við framleiðslu og skipulagningu henn- ar, bæði á fræðilegu plani og á vinnustað með viðveru framleiðslu- virkja sem stjómenda. Um er að ræða hvaða tegund framleiðslu sem er. Orsakir þess að þörf er á þessu er nýting þegar áunninnar þekking- ar og fjárfestingar. Verður það sem skiptir máli í þessu máli rakið í eftir- farandi. Hver í sínu horni Ástandið í framleiðslufyrirtækjum okkar í dag er þannig að hver er að bauka í sínu homi án upplýsinga um hvað aðrir em að gera og þegar einhver byrjar á nýrri framleiðslu þá ætla allir að apa eftir. Þetta á minna við um frystihúsin og fiskiðn- aðinn vegna afskipta og stjómunar sölusamtaka en þrátt fyrir það er oft um frumstæð vinnubrögð að ræða. Það er hins vegar hægt að hafa hagnað af að vinna saman, framleiða meira, selja meira og vandaðra með því að hafa upplýsingar sem gera kleift að fara aðrar leiðir en menn gera nú. Það sem gæti verið Við gætum haft skrá yfir fram- leiðslugetu fyrirtækja og vélbúnað þeirra og sérhæfingu og nýtt hana frekar en að kaupa nýjar vélar í fyr- irtækið. Það sem við gætum gert er að líkja eftir stórframleiðendum með upplýsingatengingu milli fyrirtækja. Það þýðir að flókið kerfi getur orðið til í samvinnu margra fyrirtækja og vélbúnaður þeirra og þekking getur nýst mun betur en ella. En þetta krefst þess að einhveijir séu til að halda á upplýsingunum og hafi vit á þeim og upplýsingar um verð á framleiðslukostnaði og hafi upplýs- ingar um afgreiðslutíma og sam- göngur. Þannig gætu fyrirtæki um allt land framleitt hluta stærra kerf- is og verið undirverktakar i því máli. Til þess að semja um slíka undirverktöku þarf hins vegar mann á gólfinu með næga þekkingu sem hægt er að semja við gegnum tölvu- net. Aðeins stórfyrirtæki hafa slík kerfi. Erlendis hafa stórfyrirtæki komið sér upp kerfi stjómunar og undir- verktaka en þetta getum við líka gert og með upplýsingum komist hjá tvöfaldri framleiðslu og framleitt meira og fjölbreyttara í staðinn. í landinu er að vaxa upp kynslóð sem kann á tölvur og mun þurfa að geta nýtt þessa þekkingu, en samtímis verðum við að geta nýtt þegar gerða fjárfestingu í félagslegum íjárfest- ingum í fyrirtækjum, í íbúðarhús- næði og samgöngu- og veitukerftim og látið allt skila arði. í þessu felst einnig það sem flokkast undir byggðastefhu á þann hátt að það em ekki efhislegar samgöngur sem standa fyrirtækjum úti á landi fyrir þrifum heldur upplýsingasamgöng- ur. ' Við getum því alveg sett upp kerfi eins og í stórfyrirtæki þar sem hver og einn, sem vill og getur fjár- magnað framleiðslu á hannaðri vöm, getur farið inn á kerfið og sam- ið. Auk þess sem slíkt kerfi mundi hvetja fyrirtækin til að hefja fram- leiðslu sem þau hafa ekki nema hluta þekkingar og vélbúnaðar til. Önnur atriði Við munum koma okkur upp vél- mennum eins og aðrir. Þessi vél- menni í litlum, íslenskum fyrirtækj- um nýtast hins vegar illa nema í sérstökum tilfellum, samt sem áður er það borðleggjandi að við munum lenda í samkeppni við erlenda aðila sem nýta sér slík tæki. Það sem við getum gert í þessu máli er að eiga við upplýsinga- og stjómunarhlið þessa máls til að halda samkeppnis- hæfni. Hvemig sem á því stendur þá er lögð mikil áhersla á hugverk meðal okkar. Það liggur líka mikill hugbúnaður í mönnum sem fást við kvartmílukeppni, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er alleinkennandi fyrir okkur. Það er því rétt að samhæfa okkur upplýsingalega og koma upp boðveitukerfum í þeim tilgangi, en jafhframt verðum við að fá nýja teg- und menntunar, sem hér er nefiid framleiðsluvirkjun, það er að segja menn sem hafa kunnáttu í að með- höndla efni, að framleiða, að skipu- leggja framleiðslu, að stunda gæðaeftirlit og kunna að nota upp- lýsingakerfið til þess að koma framleiðslu af stað. Gestsaugaatriði I frystihús berst afli misjafnlega að, bæði hvað varðar magn og sam- setningu. Þetta hefur leitt til þriggja atriða: einfaldari og ódýrari pakkn- ingar, úrsortéringar fisks sem lítið er af og skemmda. Annað hvert ár ber það svo við að nokkrir vörubílar af frystum fiski, jafhvel stórlúðu, fara í þrær fiskimjölsverksmiðja með það sem við getum kallað óumhirtan lager þegar frystiklefar eru hreins- aðir. Með upplýsingakerfi er leitað að verktaka til að koma slíkum fiski í fullt verð og leitað að sölu í sama skyni. í staðinn liggur fiskurinn og bíður og enginn man eftir honum. nokkrir pakkar af þessu og nokkrir af hinu. Upplýsingakerfið getur í slíkum tilfellum komið í veg fyrir skemmdir og óseljanlegan lager og komið pakkningum í seljanlegri umbúðir. Fleira kemur til Það er óhagkvæmt að hafa mikinn lager, í honum eru bundnir miklir fjármunir, þvi gildir að framleiða aðeins það sem selt er. Það er óhag- kvæmt að hafa mikinn óvirkan tíma. því skiptir mestu máli að geta skipt um framleiðsluaðferð og framleiðslu á skömmum tíma. I þessu dæmi óvirkni og lagers liggja megintöp fyrirtækja, og þá um leið laun á tímaeiningu fyrir fólk í framleiðslu. Framleiðsluvirkjar verða því að kunna að stjóma þannig að þetta komi ekki fyrir eða í sem minnstum mæli. Stjórnkerfi af þessari gerð em notuð af erlendum fyrirtækjum, t.d. hefur Volvo 6 tíma lager heima við, hitt er á leið til fyrirtækisins víða að úr Evrópu. Meginreglan er að ef hægt er að selja 456 stykki þá em framleidd 456 stykki og það koma engar kvartanir. 457unda stykkið kostar lagerhillu, kostar húsnæði með hitastigi, skráningu, eftirlit o.fl. Þangað til því er hent eftir mörg ár. Það getur verið 'A% af framleiðslu- verði þegar upp er staðið og ef framleitt er 150 stykkjum of margt verður verðið annaðhvort ósam- keppisfært eða tapið við lager eyðir upp hagnaði síðar. Félagslegt skipulag í iðnaði Mönnum er ljóst að tækni getur gefið arð, en mönnum er líka ljóst að offjárfesting í tækjabúnaði gefur ekkert af sér. En mönnum er síður Vinstra megin við miðju Kjallarinn Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Árangur þessa pólitíska farand- verkaflokks í stjómarathöfnum er kunnur. Efnahagslíf þjóðarinnar hefur enn ekki beðið þess bætur, að Framsókn komst til valda árið 1971. Landbúnaðurinn er í rúst, eins og bændur vita bezt, og sjávar- útvegurinn er að fara sömu leiðina. Allt var þetta svo sem þekkt áð- ur. Það, sem er hins vegar nýtt, er að nú hafa ungir framsóknarmenn sannað það vísindalega, með að- stoð félagsvídindadeildar Háskól- ans. Það telst með öðrum orðum vera vísindalega sannað, að Framsókn- arflokkurinn er lítill, afturhalds- samur og tækifærissinnaður flokkur. Og að hann er útideild frá SÍS. Átakanlegast er þó það sem hinn ljúfi og skemmtilegi fjölmiðlafræð- ingur flokksins, Helgi Pétursson, segir um flokkinn í grein sinni. Hann sagði: „Maður getur ekki verið ungur maður og líka framsóknarmaður." Það fengu ungir framsóknar- menn að reyna á SUF-þinginu sínu um daginn. Jón Baldvin Hannibalsson. KjáUarinn Þorsteinn Hákonarson i landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna ljóst að félagslegt skipulag getur líka gefið verulega af sér. og boðveitu- kerfi og menntun framleiðsluvirkja, sem eru þeir aðilar sem taka munu að miklu leyti við framleiðslu með beitingu tækni í staðinn fyrir eldri handverksmenn, er félagslegt kerfi sem öllum er frjáls aðgangur að. Ef hann getur selt, þá getur kerfið fram- leitt. I dag eru verulegir félagslegir annmarkar á að stjómendur fyrir- tækja geti nýtt sér slíkt kerfi. Til þess þarf menn sem þekkja kerfið og framleiðslu á gólfi fyrirtækjanna. Við skulum kalla þá framleiðslu- virkja. Pólitískt innskot Við í BJ höfum ýmislegt í bak- höndinni þegar við erum að berjast fyrir frelsismálum okkar, en við er- um líka skipuleggjendur sem ætlum að hafa kerfin opin fyrir þá sem geta lagt eitthvað fram með skynsamleg- um hætti, og við lítum svo á að ef nógu margir geta lagt fram og beitt viti sínu og þekkingu og hagnast á, þá högnumst við öll á því. En það er ekki pláss fyrir staðnaða kerfis- karla á iðnaðarkerfinu sem hér er lagt til. Þeir verða að læra að hugsa skapandi með vilja til framgangs fyrir alla. Þorsteinn Hákonarson „Ástandið í framleiðslufyrirtækjum okkar í dag er þannig að hver er að bauka í sínu horni án upplýsinga um hvað aðrir eru að gera...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.