Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. 29 Sviðsljós Krikket-vandamál Eitt mesta heldri manna sport í Englandi dagsins í dag, svo og „kultiveraðri" samveldislöndum, er hið æsispennandi krikket. Þeir sem horft hafa á vita að leikurinn er mjög hægur og virðulegur, gerist hrein- lega á skokki. Samt sem áður er þessi sér-breska íþrótt geysivinsæl meðal þarlendra enda fátt eftir þar sem Bretar eru fremstir í flokki. Nú nýlega hefur þó heldur betur fallið blettur á æru krikketsins og skellur hvert hneykslið yfir á fætur ■öðru ef ráða má í orð þarlendra heldri manna. Þeir eru uggandi yfir því að krikket sé að missa virðuleika sinn og verða eins og hver önnur „al- þýðuíþrótt". Það telja heldri menn ekki nógu gott og óttast að í fyllingu tímans geti íþróttin hlotið sömu ör- lög og knattspyrnan, það er ef þessum hneykslum fer ekki að linna. En beinum svona í skyndi rannsókn- araugum í gegnum röntgengleraug- un á vandamál krikketsins sem fer svo mjög fyrir brjóstið á breska aðl- inum og jafnvel fleirum. Fyrir nokkru var stórstjama íþróttarinnar, (svona nokkurs konar Gary Lineker krikketmanna) sjálfur Ian Botham, handtekinn og dæmdur í sekt fyrir að hafa verið að fikta í kókaíni. Botham þessi, sem er þekkt- asti íþróttamaður Breta, jafnvel þekktari en knattspyrnuhetjurnar, var afhjúpaður af ástkonu sinni sem ruddist fram á ritvöllinn og skrifaði í óvandaðri bresk blöð um ástarsam- band þeirra og kókaínhnuss stjörn- unnar. Þó að heldra fólk í Bretlandi lesi auðvitað ekki svona blöð, að minnsta kosti að eigin sögn, fengu menn auðvitað veður af þessu og fordæmdu stjörnuna. En sjaldan er ein báran stök og það var ekki nóg fyrir Botham að vera dæmdur í fjár- sektir, keppnisbann og vera úthúðað sem slæmum íþróttamanni. Hneyksli númer 2 kom skömmu síðar. Botham á fjölda aðdáenda, sérílagi meðal kvenna. Nokkrum vikum eftir Mikið er á sig lagt til að banninu á Botham verði aflétt, Ashley lét ekk- ert stöðva sig. að hann hafði verið dæmdur í keppn- isbannið og allt það tók ein af aðdáendum hans sig til og hljóp á nærbuxunum einum saman inn á völlinn með borða sem á stóð: Við viljum Botham aftur. Þetta varð enn- þá betri biti fyrir bresk blöð að kjamsa á og stúlkan, hin 22 ára Ash- ley, varð fræg á einni nóttu. Það var ekki frá því að krikketleikmennirnir færu hjá sér en þeir stóðu stíf- ir og sýndu engin svipbrigði Norska stjórnin fór í slökunarferð til Utöya í Noregi og á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við það tækifæri, er Ijóst að Gro Harlem Brundtland er ekki sjógarpur mikill. Stíllinn þegar hún stígur um borð i M/S Gro sýnir að henni er annaö betur til lista lagt og reyndar munaði þarna hársbreidd að fall forsætisráðherra yrði að veruleika. Ráðgjafi hennar, Svein Roland Hansen, beið i ofvæni um borð, eflaust reiðubúinn að stinga sér eftir frúnni ef hún tæki kollsteypu i kaldan sjóinn. Ólyginn sagði . . . Michael Jackson er þekktur fyrir sín dæma- lausu uppátæki ekki síður en fagra rödd. Hann er mjög „aktífur" í málefnum kirkju sinnar og nýlega ákvað hann að gleðja börnin í sunnu- dagaskólanum. Pantaði hann ískerru, fyllti hana af alls kyns ísvarningi, sósum og öðru tilheyrandi, fékk sér svuntu og stoppaði kerruna fyrir utan sunndagaskólann. Þegar krakkarnir máttu fara og komu stormandi út úr skólanum urðu þeir himinlif- andi að sjá söngvarann fyrir utan í gervi íssölumanns. Hann útbjó ekki einungis ísinn „a-la Jackson" heldur gaf þeim öllum hann. Bette Midler er nú 40 ára og ólétt í fyrsta skiptið. Bette var svo tauga- veikluð og hrædd áður en hún fór í legvatnsprufu að hún fór og heimsótti skyggna manneskju. Sú skyggna gat sagt Bette að áhyggjur hennar væru ástæðulausar, barnið væri fullkomlega heilbrigt. Bette fór því glöð og ánægð í pruf- una og það kom á daginn sem sú skyggna hafði séð fyrir, allt á að vera í lagi með barnið. Elizabeth Taylor, leikkonan gullfallega, fékk hreinlega áfall um daginn þegar hún reyndi að renna upp rennilás á kjól sem hún keypti fyrir 2 mánuðum. Kjóllinn sá arna hafði hlaup- ið eða hún hafði stækkað. Liz sannreyndi þetta og sjá, kjóllinn stóðst öll gæðapróf. Hún hefur nú fundið orsök- ina fyrir þessari stækkun sinni en það er ís sem hún hefur víst borðað ótæpilega í sumarhitanum. Nú með lækkandi sól og hausti á að gera bragarböt þar á og hætta öllu ísáti. Hefur þjón- unum í húsinu verið skipað að hafa ekki svona mikið af góðum mat til í húsinu, nú eru það bara gulrætur og salatblöð. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Álftamýri 14, 4.h.f.m„ þingl. eigandi Jónas Hauksson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5 sept. '86 kl. 10.45. Uppboðs- beiðendur eru: Gísli Baldur Garðarsson hrl., Hákon Ámason hrl„ Sigríður Jósefsdóttir hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Fellsmúla 17, 4.t.v„ tal. eigandi Ingvar Elís- son, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5 sept. '86 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. ______________________Borgarfógetaembasttið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hábergi 3, þingl. eigandi Hallgrímur Ævar Másson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5 sept. '86 kl. 14.15. Uppboðs- beiðendur eru: Sigurmar Albertsson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. r Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hábergi 3, 3. hæð, þingl. eigandi Gróa B. Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5 sept. '86 kl. 16.45. Uppboðs- beiðendur eru: RóbertÁrni Hreiðarsson hdl„ Ólafur Thoroddsen hdl„ Þorfinn- ur Egilsson hdl„ Brynjólfur Kjartansson hri. og Gjaldheimtan í Reykjavík. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hábergi 7, 2,t.h„ þingl. eigandi Elinborg Margrét Vignisdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5 sept. '86 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hólabergi 14, þingl. eigandi Guðmundur Garðarsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5. sept. '86 kl. 15.15. Uppboðs- beiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn i Reykjavík og Veðdeild Landsbanka Islands. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Vesturbergi 46, 1. hæð nr. 1, þingl.eigandi Elfa Fanndal Gísladóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5. sept. '86 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Magnússon hdl„ Gjaldheimtan í Reykja- vík og Veðdeild Landsbanka íslands. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hjaltabakka 4, 3.t.v„ þingl. eigandi Ólafur Sigurjónsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 5. sept. '86 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er: Guðjón Ármann Jónsson hdl. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Tiiboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Daihatsu Charade 1984 Skoda 105 S 1985 Mazda 626 2000 1980 Ford Escort 1985 Honda Accord EX 1980 Daihatsu Charmant 1978 V.W. Golf 1978 Peugeot GR 505 Diesel 1980 Austin Mini 1979 Ford Escort 1978 Mazda 1300 1973 Volkswagen 1300 1971 Datsun 120 Y 1975 Fiat Uno 1984 Lancer GL 1981 Ford Bronco 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis fimmtudaginn 4. sept. í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-12 og 13-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeild- ar Tryggingar h/f, Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. Laugavegi 178, sími 621110 I tfáp*/ %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.