Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
7
Fréttir
Tom Brokaw kom í gær:
Fór beint í viðtal við
Steingrím í sundlaugunum
Tom Brokaw, fréttástjóri NBC,
kom hingað til lands í gær með
einkaflugvél frá Bandaríkjunum.
Hann dreif sig strax í vinnu því búið
var að panta viðtal fyrir hann við
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra í sundlaugunum í Laugar-
dal. Þar ræddi hann við ráðherrann
á sundlaugarbakkannum og spurði
hann m.a. um sögusagnir um
draugaganginn í Höfða. Steingrímur
sagðist aldrei hafa orðið var við
drauga þar, en amma hans hefði
Tom Brokaw við komuna til iands-
ins, en hann kom ásamt aðstoðar-
manni og fleiri fréttamönnum frá
NBC í einkaflugvél til Reykjavíkur í
gær.
haft trú á tilveru slíkra vera og ekki
væri annað hægt að segja í þessu
máli en að draugamir væru vel-
komnir.
Brokaw sagðist í samtali við DV
ekki búast við miklum árangri af
fundi leiðtoganna hér, en hann sagð-
ist vera mjög ánægður með að fá
tækifæri til að koma hingað til lands.
Og hvað veit svo fréttastjórinn um
landið? „Ég vissi ekki mikið um Is-
land áður en ákveðið var að fundur-
inn yrði hér, en nú er ég mun fróðari
og ég ætla að nota tímann vel hér
til að kynnast landi og þjóð,“ sagði
Tom Brokaw.
Fréttaþátturinn, sem Tom Brokaw
stýrir, heitir „NBC, Nightly News
with Tom Brokaw'1 og verður hann
sendur beint til Bandaríkjanna héð-
an frá Reykjavík. Að sögn talsmanns
stöðvarinnar hefur stöðin um 14
milljónir áhorfenda þegar frétta-
tíminn stendur yfir. Tom Brokaw
hefur stjómað „Nightly News“
fréttatímanum frá 1983 og er greini-
lega vel þekktur meðal samlanda
sinna því á Hótel Loftleiðum vildu
bandarískir ferðamenn, sem þar vom
staddir, endilega fá mynd af sér með
þessum virta fréttamanni.
-SJ
*/unoföi
tík JOGGÍno r
* TöimmsfHt:
Á /HÍORGOnC
* Fninnouft
SPORTSWm
Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra var stillt upp á sundlaugarbakkanum þar sem Tom Bi okaw tók viðtal
við hann fyrir NBC í gær. DV-myndir Brynjar Gauti
/
ER EINARÐUR OG ÖTULL TALSMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISSTEFNUNNAR.
HEFUR REYNST SJÁLFSTÆÐISMÖNN-
UM FARSÆLL FORYSTUMAÐUR.
HEFUR STAÐIÐ VÖRÐ UM HAGSMUNI
REYKVÍKINGA BÆÐI í BORGARSTJÓRN
OG Á ALÞINGL
TRYGGJUM BIRGI GLÆSILEGA KOSNINGU.
STUÐNINGSMENN.