Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Utlönd Talið er mögulegt að Gorbatsjov neiti að fara til fundar við Reagan í Was- hington ef enginn árangur næst á Reykjavíkurfundinum. Ekki lengur áhrvfamestur í banda- rískum stjómmálum Reiðubúinn til hörku eða sveigjanleika eftir því sem við á Eftir erfiðleika vegna stefnu sinnar í utan- ríkis- og vamarmálum og harða baráttu til þess að halda völdum i þinginu heldur Ro- nald Reagan, forseti Bandaríkjanna, til fundar við Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkj- anna. Sláandi dæmi um að Reagan sé ekki lengur áhrifamesta pólitíska fígúran kom í síðustu viku þegar bandaríska þingið hunsaði neitun- arvald hans og samþykkti refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Er það versti ósigur Reagans í utanríkismálum og báru tilraunir Hvíta hússins til þess að fá þingið til að standa að baki forsetanum vegna Reykjavíkurfundarins engan árangur. Vekur það einnig athygli að það skyldu vera hans eigin flokksbræður sem brugðust honum. Haft er eftir starfsmanni Hvíta húss- ins að Reagan muni kannski útskýra fyrir Gorbatsjov hvemig bandaríska kerfið sé og að þetta hafi í raun og vem ekki veikt stöðu forsetans. Skoðanakannanir sýna að Reagan nýtur enn gífurlegra vinsælda meðal almennings sem var ánægður með hvemig forsetinn fór að til að ná bandaríska blaðamanninum Dani- loff heim frá Moskvu þar sem hann hafði verið kyrrsettur, ásakaður um njósnir. Skoð- anakannanimar sýna einnig að framagosar repúblikana njóta ekki góðs af þessum vin- sældum forsetans. Þessi staðreynd gæti reynst örlagarík í þingkosningunum 4. nóvember þegar demó- kratar munu gera sitt ýtrasta til að hnekkja meirihluta repúblikana sem hafa 53 sæti á móti 47 sætum demókrata. Fyrir utan ósigurinn vegna refsiaðgerðanna gegn Suður-Afríku hafa verið önnur teikn á lofti um að pólitískt vald forsetans, sem gort- að hefur verið af, sé farið að dvína. Hann á nú aðeins eftir tvö ár í forsetaembættinu þar sem ekki er hægt að sitja þijú kjörtímabil í röð. Á meðan hann getur hælst um af að hafa náð takmarki sínu heima fyrir, það er að segja umfangsmiklum úrbótum í skattamálum, er það ekki jafn auðvelt fyrir hann og áður að koma vilja sínum fram í þinginu. í fulltrúadeildinni, þar sem demókratar eru í meiri hluta, voru til dæmis samþykktar viða- miklar og strangar takmarkanir við tilraun- um með kjamorkuvopn og einnig var samþykkt að takmarka fé það er verja skal til hermála. í ákvæðunum felst bann við flest- um tilraunum með kjamorkuvopn og vopn er eyða gervihnöttum. Einnig er þess krafist að Reagan haldi áfram að fara eftir Salt-II samningnum um takmarkanir og að gerf verði árshlé á framleiðslu efhavopna. Viðhorf öld- ungadeildarinnar til þessara mála hafa verið svipuð og gefur það til kynna að hægt sé að vænta þess að gripið verði í taumana þegar vamarmál eru annars vegar. Fundurinn í Reykjavík og möguleikinn á því að á eftir verði haldinn toppfundur þar sem fjallað verður um vopnaeftirlit hefur veitt forsetanum frest. Demókratar hafa komið með málamiðlun, sem mun fresta lokauppgjöri, til þess að Reagan hafi frjálsar hendur til þess að semja á toppfúndinum. Merki um dvínandi vinsældir Reagans má 'einnig sjá af því að frambjóðendur í þing- kosningunum hafa reynt að hagnast á vinsældum hans samtímis því sem þeir að- hyllast ekki stefhu hans. Embættismenn og stjómmálafræðingar telja þó að Reagan haldi til fundar við Gor- batsjov með margt bitastætt í pokahominu. Fyrst nefna þeir þá staðreynd að hann er vin- sælasti forseti Bandaríkjanna frá því að Eisenhower var við völd. Telja þeir einnig stöðu hans sterka þar sem hann hefur haft yfirumsjón með mestu uppbyggingu Banda- ríkjahers nú á tímum og jákvæðrar þróunar í efhahagsmálum sem staðið hefur yfir í tvo áratugi. Reagan hefur vísað á bug gagnrýni íhalds- manna um að hann hafi sýnt veikleika í Daniloffinálinu svonefhda og er hann varð við tilmælum Gorbatsjovs um skjótan fund. „Það verður kalt í undirheimum þegar ég sýni kommúnistum linkind," sagði hann við fréttamenn í síðustu viku. Aðstoðarmenn forsetans segja að hann vilji að betri tengsl verði komin á milli stórveld- anna þegar hann lætur af störfum í janúar 1989. Segja þeir hann hafa samþykkt fúndinn í Reykjavík þar sem Gorbatsjov sé náungi sem hægt er að ræða við. í Hvíta húsinu er gert ráð fyrir að viðræð- umar í Reykjavík greiði leiðina fyrir öðrum fundi í Bandaríkjunum seinna á árinu eða, sem líklegra þykir, í byijun ársins 1987. Sjálfsöruggur og njótandi trausts sem hinn þaulreyndi stjómmálamaður kemur Michail Gorbatsojv, leiðtogi Sovétríkjanna, til fundar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Reykjavík um helgina. Er þetta samdóma álit fréttaskýrenda í Moskvu sem fylgst hafa með Gorbatsjov síðustu tvö árin. Segja þeir hann fyndinn og gáfaðan, reiðubúinn til að sýna hörku eða sveigjanleika eftir því sem við á. Hann kom fram í sviðsljósið aðeins nokkr- um mánuðum áður en hann var kjörinn aðalritari kommúnistaflokksins í mars 1985 en persónulegra áhrifa hans gætir þegar mik- ið í stjómmálum bæði innanlands og utan. Heima fyrir hefur hann hafið herferð til þess að koma efnahagsmálunum í lag samtím- is því sem hann berst gegn embættismanna- kerfinu, spillingu og drykkjuskap. Á erlendum vettvangi hefúr hann beitt sér fyrir samningi milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna um fækkun kjamorkuvopna. Hann hefur einnig leitast við að bæta sambúðina við Kína og að endumýja hlutverk Sovétríkj- anna sem málamiðlara í deilu Miðaustur- landa. Eftir margra ára stöðnun undir stjóm fyrir- rennara Gorbatsjovs hafa Sovétríkin nú fengið nýtt andlit út á við vegna ákveðinnar forystu hans, segja fréttaskýrendur. Fullyrða þeir einnig að tiltölulega lágur aldur hans og ákveðni við að koma nýjungum á fram- færi hafi endumýjað sjálfetraust þjóðarinnar. Nú líta Sovétmenn upp til leiðtoga síns eft- ir að hafa í áratug horft upp á aldraða Kremlhöfðingja næla með skjálfandi höndum orðum hver í annan við athafnir þar sem þeir hafa varla verið færir um lesa stutta til- ■búna texta. Ýmsir sovéskir embættismenn álíta að með gáfum sínum sé Gorbatsjov ekki andlegur jafningi Reagans. Þykir þeim Bandaríkjafor- seti þröngsýnn og illa upplýstur og ekki vera fær um miklu meir en stjómmálamaður sem er að afla sér atkvæða heima fyrir. Þeir sem em þessarar skoðunar fara ekki í launkofa með það að þeir telja að fundurinn í Reykja- vík og væntanlegir toppfundir, ef einhveijir verða, eigi ekki að vera jafh þægilegir og fyrsti fundur þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Genf í fyrra. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið nauðsynlegt til að koma á persónulegum kynnum en eftir það geta Bandaríkjamenn ekki vænst þess að við skiptumst á gamanyrð- um,“ sagði reyndur blaðamaður í Moskvu. Að sögn sendifulltrúa hafa verið alvarlegar umræður um það í Kreml hvort gagnlegt sé að halda viðræðunum við Bandaríkjastjóm áfram meðan Reagan situr við völd en í Moskvu er enn litið á Reagan sem hatram- man andstæðing Sovétríkjanna. Sjálfur hefur Gorbatsjov látið í ljósi óánægju sína vegna tregðu, eins og hann full- yrðir, Bandaríkjanna við að bæta alþjóðlegt andrúmsloft eftir Genfarfúndinn með áþreif- anlegum aðgerðum. Á þessu ári hefúr Gorbatsjov lagt áherslu á að árangur verði að nást á fundum stórveld- anna og túlka fréttaskýrendur það þannig að hann hafi látið töfra Reagans mgla sig í rým- inu á Genfarfundinum í nóvember í fyrra. En Gorbatsjov og stjórn hans hafa þó komist að þeirri niðurstöðu að halda beri fleiri fúndi þrátt fyrir að þeir geri ráð fyrir litlum ár- angri af viðræðum við stjóm Bandaríkjanna vegna ágreinings innan hennar sjálfrar uin stefnu í vopnamálum. I september lagði Gor- batsjov áherslu á að þörfin á samkomulagi um afvopnun væri svo knýjandi að það væri ábyrgðarleysi að hætta öllum samskiptum og bíða bara eftir breytingu í Washington. Sendifulltrúar í Moskvu telja það fullvíst að ákvörðunin um að stinga upp á undir- búningsfundi í Reykjavík hafi verið samþykkt af öllum flokknum og hafi ekki eingöngu verið frumkvæði leiðtogans sjálfs. Telja sendi- fulltrúamir einnig að Sovétríkin hafi litlu eða engu að tapa þó svo að ekkert áþreifanlegt, komi út úr viðræðunum í Reykjavík. Frá sjón- arhóli Moskvu, sem sett hefur einhliða bann við tilraunum með kjamorkuvopn þangað til í janúar, er röðin komin að Reagan. Ef eng- inn árangur næst á þessu sviði telja fréttaský- rendur að mögulegt sé að Gorbatsjov neiti að fara til fúndar við Reagan í Washington og taki upp tilraunimar á ný á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.