Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 32
44 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Stacy Keach hefur það alveg á hreinu hvern- ig eignast skal aura í henni Ameríku. Honum var stungið inn til níu mánaða eftir að upp komst um kókaínsmygl kappans og því fór lítið fyrir gróðanum af þeirri ferðinni - um sinn. En Stacy dó ekki ráðalaus og skrif- aði bók um lífsreynsluna - það var víst fátt annað við að vera í steininum - og græðir nú á tá og fingri fyrir vikið. Þetta dæmi hefur sannað þá staðreynd enn betur fyrir nokkrum atvinnuri- öldurskjóðum vestra að það er hægt að skrifa bók um bókstaf- lega allt i þessu gósenlandi tækifæranna. Bette Midler er hin elskulegasta dóttir og í einu góðu gæðakasti renndi skvísan sér inn í næstu verslun og keypti hlýlegan frakka á pabba gamla. Þar sem verðið voru einar sjötiu þúsund krónur var hætta á að innkaupin gengju yfir hinn nýja eiganda frakkans og Bette þóttist nokkuð góð eftir að hafa fækkað núllum á verðmiðanum. Sjö þúsund krónur var nú hin viðurkennda tala. Skömmu síðar hringdi fað- irinn hæstánægðurm sagði góð kaup í frakkanum. „ Sendu mér fleiri svona, helst ein tíu eða tuttugu stykki. Hérna eru allir svo hrifnir af þessu að ég gat selt frakkann strax á tíu þúsund kall og það var slegist um kaup- in." Boy George sér um sig sjálfur um þessar mundir - harðákveðinn I því að sýna fram á nýtt og betra lífs- mynstur. Nú er söngvarinn með- nýja sólóellpée í smíðum en tek- ur skýrt fram að það þýði alls ekki endalok Culture Club. Frægir fréttamenn mættir Svo sem fram hefur komið hér á síðum DV er Peter Jennings kom- inn til landsins - einn fjölmargra frægra fréttamanna sem landið gista þessa dagana. Hann var að- eins tuttugu og fimm ára gamall þegar hann var orðinn sjónvarps- fréttamaður, yngsta stjarna þeirrar tegundar vestra. Sjálfur sagði hann síðar að það hefði verið erfið reynsla og hann hefði alls ekki verið viðbúinn ábyrgðinni sem fylgdi. Hann er fæddur í Toronto í Kan- ada og faðir hans var þekktur sjónvarpsfréttamaður hjá CBC. Peter hefur í raun verið við hljóð- nemann frá níu ára aldri en þá stjórnaði hann þætti sem nefndist Peters People sem var hálftíma þáttur fyrir börn - aðalefnið var tónlist og fréttir við þeirra hæfi. Síðar varð hann einn þekktasti fjölmiðlamaður í Kanada - varð til dæmis fyrstur með fréttina af morð- inu á John F. Kennedy. Leiðin lá svo til ABC-sjónvarps- stöðvarinnar og með árunum hefur Peter Jennings orðið helsti sér- fræðingur þeirra í málefnum Miðausturlanda. Frægir þættir firá hans hendi eru einnig fréttaskýr- ingar sem hann sendi frá Kúbu þegar bandarískum fjölmiðla- mönnum var landið gersamlega lokað. Þá fékk Jennings landvist- arleyfi sem Kanadamaður. Meðal þeirra sem hann hefur rætt við í þáttum sínum eru til dæmis Sadat og Khomeini - á þeim tíma er öðr- um reyndist ógerningur að ná sambandi við þá. Fyrir störf sín hefur hann hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenn- ingar - svo sem Emmyverðlaunin bandarísku. Þáttur hans, World News Tonigfit, nýtur mikils álits, er stundum nefndur fljúgandi sirk- usinn vegna þess hreyfanleika sem verður á vera á starfsliðinu. Jenn- ings er oft nefndur um leið og stjörnúr eins og Dan Rather hjá CBS og Tom Brokaw hjá NBC. Þeir síðamefndu eru einnig komnir til íslands til þess að vera viðstaddir viðræður leiðtoganna tveggja. Peter Jennings er ekki óvanur ferðalögum og þvi eru flugvellir engin ný bóla hjá einum þekktasta fjölmiðlamanni heimsins. Að þessu sinni er það Keflavikurflugvöllur á íslandi. Fundur.. .hvar? Það voru margir til þess að reka upp stór augu þegar vitnaðist um val á fundarstað þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Hundarnir í eldfærasögu H.C. Andersen eiga því marga jafnoka þessa dagana. Á meðfylgjandi mynd er einn iítill steinhissa á ósköpunum - og bestu vinir hans og kunningjar eru greinilega i svipuðu ástandi. Hann er sex mánaða gamall, heitir Devon Nicoll og býr i Chattanoga í Tennesseefylki. Joan hræðist ekki hryðjuverkamenn og kom því fram á Concordetorginu í Parísarborg sama daginn og Armenar sprengdu á Orlyflugvelli fyrir þrem- ur árum. DV-myndir Á.Þ.J. Rússarnir koma! Sumir láta sér nægja að taka sér ferð með strætisvagni - aðrir taka strætisvagn. Samt sem áður sýnir þessi mynd óvenjulega aðferð við strætisvagnatöku sem ekki allir geta leikið eftir og atburðurinn var þeg- ar rússneskur vagn renndi á land i San Fransiskó á' dögunum. Hvort slíkar uppákomur verða algeng sjón um þessa helgi er ekki gott að segja en víst er að ekki ættu fljúgandi almenningsvagnar að stinga í stúf við annað í Reykjavíkurborg þar sem allt er komið á annan endann þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.