Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Page 33
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. 45 r Friðardúfan Baez til Islands „Manneskjan hlýtur að vera raik- ilvægust," sagði söngkonan Joan Baez á friðartónleikum sem hún hélt á miðju Concordetorginu í París fyr- ir þremur árum. Þann sama dag höfðu armenskir hryðjuverkamenn kastað sprengjum á Orlyflugvöll með ógleymanlegum afleiðingum. Hún lét aðvaranir lögregluyfirvalda sem vind um eyru þjóta og söng um frið í heiminum þetta kvöld umkringd fullmönnuðum herbifreiðum og lög- regluverði. Þrýst á valdhafa „Við þurfum að skapa eitthvað annað en stríð og það má ekki gleyma hlut einstaklingsins í því að koma á friði. Leggjum öll okkar af mörkum til að friður vl, ði tryggður í heiminum og þrýstum á valdhafa heimsins til þess að aðhafast eithvað í þeim efnum.“ Þetta var eitt af því sem söngkonan hafði til málanna að leggja milli söngva og tilleggið féll greinilega ekki i grýtta jörð þetta kvöldið. Hún minnti á að allir yrðu að taka afstöðu í þessum málum, annað væri ábyrgðarleysi og mann- réttindi hlytu að vera það mikilvæg- asta í heiminum. Friðarmerki á lofti Alls staðar voru hendur á lofti myndandi friðarmerki, eins og þéttur veggur upp eftir Champs Elyseés - syngjandi mannleg mauraþúfa. Joan minnti á örlög Lennons þrátt fyrir að sjálf hefði hún tekið þá áhættu að verða ef til vill fyrir byssukúlu og til þess að undirstrika að friðurinn krefst hugrekkis kom ungur sonur hennar með blómvönd upp á sviðið. Þánn tíma voru þau mæðgin ákjós- anlegt skotmark fyrir geðsjúklinga og hryðjuverkamenn sem virtist þó fjarlægur möguleiki í þessu undar- lega andrúmslofti friðar og herafla. Tilvera tuga manna, sem börðust við dauðann á sjúkrahúsum borgarinnar með innvortis bruna eftir atburði dagsins á Orly, minnti samt á að skammt er milli lífs og dauða - og að venjulegt fólk verður oft fórn- arlömb þegar valdatafl hinna stóru er annars vegar. Núna Reykjavík Sviðsljósið beinist nú að Reykjavík þar sem taflmennskan fer fram að þessu sinni. Og baráttukonan Baez ætlar að mæta á staðinn til þess að vekja athygli á mikilvægi friðarins og kemur fram á tvennum tónleikum á laugardaginn. Nú verður sviðið ekki heimsborgartorg heldur Gamla bíó á íslandi en viðfangsefnið engu að síður það sama. Joan Baez er for- maður hinna alþjóðlegu friðarsam- taka, Humanitas Internatinonal, og hefur ferðast um allan heim friðarins vegna í tæpa tvo áratugi. Hún virð- ist síður en svo vera að setjast í helgan stein, syngjandi um sinn gamla draum - alheimsfrið - og ef til vill verður henni einhvern tímann að ósk sinni ... hver veit...? -baj Þegar poppgoðin boðuðu frið á jörðu á hinum ýmsu vúddstokkhátið- um, blómabörn blómstruðu og eiturlyfin náðu varanlegri fótfestu var Joan á hátindi frægðarinnar - og lét sig aldrei vanta í eldlinuna. Hérna með indíánaleiðtoganum Dennis Banks i Centralgarðinum i New York. í upphafi frægðarferilsins sem söng- kona hitti Joan ungan þjóðlaga- söngvara sem hún hafði mikla trú á og leyfði stundum að koma fram á tónleikum með sér. Hann hét því ágæta nafni Bob Dylan. Tugþúsundir mættu á tónleikana og fögnuðu söngkonunni ákaft með friðar- merkið á lofti. Þrátt fyrir aðvaranir öryggisvarða fékk ungur sonur Baez - Berdey - að fylgja með á hljómleikana og hann færði henni blómvönd i lokin. Akureyri: DV fyrr inn um lúgurnar Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Það líða aðeins nokkrar mínútur frá því DV lendir á Akureyrarflug- velli og þar til DV blaðabunkarnir mörgu eru komnir í öruggar hend- ur þeirra Kötlu Sigurgeirsdóttur og Regínu Hauksdóttur. Þær stöll- ur sjá um að aka blaðinu til vaskra blaðbera DV á Akureyri. Áður ók Katla ein út blaðinu en Regína tók nýlega líka til við aksturinn. Það sem vinnst er að blaðið kemur nú fyrr til blaðberanna og það sem skiptir öllu máli - DV kemur nú mun fyrr inn um lúgurnar hjá les- endum sínum. p!®!S DV lent á flugvellinum á Akureyri og eftir það eru þær Katla Sigurgeirsdóttir og Regína Hauksdóttir snarar i snúningum að aka blaðinu út til blaðberanna. DV-mynd JGH Svidsljós Ólyginn sagði . . . vakti óendanlega hrifningu i Danmerkurferð í síðastliðinni viku. Þar hoppuðu menn hæð sína af hrifningu yfir heimsókn- inni og EMI hljómplötuútgáfan færði henni platinuplötu fyrir hundrað þúsundasta sölueintak síðustu hljómskífunnar - Privat Dancer. Sean Penn er ekkert að róast og heldur uppteknum hætti við að útdeila kjaftshöggum á báða bóga á blaðamannafundum. Eitthvað eru nú fréttasnápar að tregðast við að mæta á staðinn þegar hann vill viðra sín hjartans mál við pressuna og þeir sem fengið hafa bankið eru önnum kafnir við málarekstur á hendur hinum rólynda eiginmanni Madonnu. Reikningarnir fyrir þetta stutta gaman hrúgast upp á heimili hjónanna og illar tungur segja Madonnu krefjast þess að kapp- inn bregði sér inn á meðferðar- stofnun hið snarasta. Annaðhvort er það afvötnun eða barasta engin Madonna í framtíðinni og bíða menn vestra spenntir - í fjarlægð - nánari frétta af málinu. Harkan sex á þeim bænum. Kim Wilde hefur hent gamla gervinu og er á fullu aftur með nýja ímynd sem minnir óþægilega á hína einu og sönnu Madonnu. Enn- þá syngur þó fraukan með sinni gömlu gælurödd og fyrir áhuga- sama skal á það bent að hljómleikar verða í Árósum og Kaupmannahöfn síðast í þess- um mánuði. Tina Turner

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.