Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Side 5
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
5
Stjómmál
Vilja skýrslu um
kartóflugjald
Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
með Friðrik Sophusson varaformann
í broddi fylkingar, hafa beðið Jón
Helgason landbúnaðarráðherra um
skýrslu um forsendu og afleiðingu
sérstaks jöfnunargjalds af innfluttum
kartöflum og vörum unnum úr þeim.
Landbúnaðarráðherra gaf út reglu-
gerð um jöfnunargjald þann 24. júní
síðastliðinn. Var gjaldinu ætlað að
jafna samkeppnisstöðu innlendra
kartöfluframleiðenda gagnvart er-
lendum framleiðendum sem talið var
að beittu óeðlilegri verðfellingu.
Sjálfstæðismennimir segja i greinar-
gerð með skýrslubeiðninni:
„I sumar birtust fréttir þess efiiis að
verðhækkun á kartöflum milli júlí- og
ágústmánaðar hefði numið 72% sem
svo hækkaði framfærsluvísitöluna um
0,31%.
Framfærsluvísitalan í ágúst hækk-
aði um 1,13% sem var 0,38% fram yfir
„rauða strikið" svokallaða og leiddi
til launahækkana umfram
febrúarsamninga sem þessu nam.
Þá hefur þvi einnig verið haldið fram
að engin óeðlileg verðfelling hafi átt
sér stað erlendis.
í ljósi þessara frétta þykir undirrit-
uðum þingmönnum ástæða til að
þessar staðhæfingar verði kannaðar
nánar.“
-KMU
Ríkið veiti
ekki tóbak
í samkvæmum
„Það er óviðeigandi að ríki eða ríkis-
stofrianir veiti lengur tóbak á fundum
eða í samkvæmum, þótt hér sé ekki
lagt til algjört reykingabann," segir
Páll Pétursson, Framsóknarflokki, í
greinargerð með þingsályktunartil-
lögu sem hann flytur um afnám
tóbaksveitinga á vegum ríkisins og
opinberra stofnana.
Segir Páll að hinn 17. maí 1984 hafi
Alþingi samþykkt lög um tóbaks-
vamir. Lagasetning þessi hafi verið
mikið nýmæli. Lögunum hafi verið vel
tekið og þau skilað góðum árangri.
Dregið hafi mjög úr reykingum á al-
mannafæri og færri unglingar reyki
nú en áður.
-KMU
FRÁBÆR LAUSN
ENGAR UPPISTÖÐUR
FALLEG OG STERK HILLUJÁRN SEM BERA ÓTRÚLEGAN ÞUNGA
Spur MF hillujárnin eru frábær lausn ef þig vantar
hillu undir t.d. sjónvarp, myndbandstæki, hljómflutn-
ingstæki, yfir ofna, undir spegla, í eldhús, undir blóm,
fyrir Ijósakappa, í barnaherbergi svo eitthvað sé nefnt.
Hillujárnin eru 60 cm, 80 cm og 100 cm breið og
gerð fyrir 16 mm þykkar hillur. Litur: hvítur, silfur og
brúnn.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
BYKO, Nýbýlavegi 6, Kópavogi,
BYKO, Dalshrauni 15, Hafnarfirði,
BYKO. Skemmuvegi 2, Kópavogi,
Verslun Jes Zimsen, Armúla 42, R„
Verslun Jes Zimsen, Hafnarstræti
21, R.,
JL-byggingavörur, Hringbr l20, R.
JL-byggingavörur, Stórhöfða, R„
Mikligarður, markaður við Sund,
Byggingavöruverslunin Gos, Net-
hyl 3, R„
Timburiðjan, Smiösbúð 6,
Garðabæ
Byggingavöruv. Smiðsbúð, Garð-
atorgi, Garðabæ,
Kaupfélag Suðumesja, Víkurbr.,
Keflavik,
Málningarþjónustan, Akranesi,
Byggingavöruversl., Jóns Fr. Ein-
arssonar, Bolungarvik,
Grímur og Ami, Húsavík,
Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði,
KASK, byggingavörudeild, Höfn í
Hornafirði,
Vöruhús, KA, Selfossi,
Norðurfell, Kaupangi, Akureyri.
M FISHER
Hönhuðir Fisher hafa lagt sig alla fram við
hönnun þessa stórglæsilega myndbandstæk-
is. Útkoman er, eins og sést, glæsilegt tæki,
hlaðið tækninýjungum. VHS-HQ fullkomið
myndgæðakerfi - þráðlaus fjarstýring - 14
daga upptökuminni - digital teljari - kyrr-
mynd - snertitakkar - leitari með mynd -
sjálfvirk bakspólun.
Fisher tæki eru traust og örugg tæki með
mjög lága bilanatíðni og ekki spillir útlitið.
Tæki framtíðarinnar frá Fisher.
Verð kr.
39.950
sionvarpssOmn
Borgartúni 16 - Reykjavík, sími 62-25-55
Strandgötu 23 - Akureyri,
sími 96-26563
O/mk @F!SHFR vioeo cassette recoroer HQ
O > DQ
<w o »
N \\.W j Í/'Z/V
.W:\ í /
o n • u c
l u - J u.
CHANNEL +
OTR aOCK/COUNTÍR
ii’J II Sl SYNTHESIZEÐ TUNING SYSTEM
PAUSE/STILL REC
It
Sparaðu krónuna og eyrinn. Kauptu Fisher.
Fisher gæði í hverjum þræði.