Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. ÓDÝRI SKÓMARKAÐURINN Margs konar skófatnaður, selst ódýrt. Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89. RAFSUÐUVETTLINGAR Fóðraðir rafsuðuvettlingar kr. 149,- Aðrir vinnuvettlingar frá kr. 45,- Staðgreiðsluafsláttur. IÐNAÐARVÖRUR, heiid,., Kleppsvegi 150, pósthólf 4040, 124 Reykjavík. Sími 686375. SJS ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI HAFNARBÚÐIR Þurfum á góðu fólki að halda, bæði í býtibúr og við ræstingar. Upplýsingar í síma 19600-259 alla virka daga frá kl. 10.00-14.00. Reykajvík 18.11.1986. Laus staða. Staða háskólamenntaðs fulltrúa í menntamálaráðu- neytinu, háskóla- og alþjóðadeild, er laustil umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsókn með ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. 17. nóvember 1 986. Menntamálaráðuneytið. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-86017: Aflstrengir, stýristrengir og ber kopar- vír. Opnunardagur: Fimmtudagur 8. janúar 1987 kl. 14.00. Útlönd______________________________________ Reagan á blaðamannafundi í gær um samskiptin við íran: Ber einn ábyrgðina Bandaríkjaforseti þreytulegur og hikandi í tilsvörum lialldór Vaidimaissan, DV, DaUas: Ronald Reagan Bandarikjaforseti sagði á fréttamannafundi í Hvíta hús- inu í gær að aðferðir þær sem hann beitti í samningaumleitunum sínum við frani undanfama átján mánuði hefðu verið umdeildar innan ríkis- stjómar sinnar. Forsetinn lagði áherslu á að mark- mið hans hefðu ekki verið umdeild, það er að reyna að bæta sambúð Bandaríkjamanna við íran, að binda enda á styijöldina milli íran og írak, að stuðla að samdrætti í hryðjuverk- um og að frelsa bandaríska gísla í Miðausturlöndum. Reagan lagði jafnframt áherslu á að ákvarðanir um einstök atriði ríkis- stjómarinnar í Iranmálinu hefðu verið sínar, þar á meðal sú ákvörðun að selja írönum vopn og varahluti, og hann beri einn ábyrgð á þeim. Fréttamenn réðu ferðinni Reagan virtist þreyttur á blaðamanna- fundinum í gær. Hann hikaði alloft í svörum sínum og virtist jafhvel óör- uggur í tilsvörum. í íyrsta skipti frá því hann tók við forsetaembætti leyfði hann frétta- mönnum að ráða ferðinni á fundinum. Árangurinn var sá að hann virtist ráða illa við sumar spumingar þeirra, gaf oft lítil svör og virtist taugaóstyrk- ur. Forsetinn ítrekaði þá skoðun sína að ákvarðanir þær sem teknar vom í íranmálinu helðu verið réttar. Benti hann á að þrír gíslar hefðu fengist lausir og sagði að sambandið við aðila þá er fulltrúar hans ræddu við í íran heíði ekki rofnað. Hefði því nokkur árangur náðst. Meðal þeirra atriða sem forsetinn lenti í mestum erfiðleikum með á blaðamannafundinum í gær voru eftir- farandi: Forsetinn var spurður að því hvem- ig harrn réttfætti þá tvöfeldni að meðan hann heimilaði leynilegar vopnasendingar til íran hefðu sendi- menn frá honum í Evrópu verið að reyna að £á stjómvöld þar til að taka þátt í banni við vopnasölu til fran. Hagsmunir Bandaríkjanna Reagan svaraði því til að hann sæi enga tvöfeldni í þessu því undanþága sú er hann gaf til vopnasölunnar hefði verið í þágu hagsmuna Bandaríkjanna og vopn þau sem um ræðir hefðu ekki breytt vígbúnaðaijafnvæginu milli fr- an og írak. Aðspurður hvort hann myndi þá telja rétt að aðrar þjóðir seldu frönum vopn ef það þjónaði þeirra hagsmun- um svaraði forsetinn að hann gæti ekki séð hvemig það mætti þjóna hagsmunum annarra ríkja að gera slíkt. Forsetinn var spurður að því hvort hann ætlaði að bandaríska þjóðin teldi réttlætanlegt að selja Khomeini vopn. Forsetinn svaraði því til að Khomeini hefðu ekki verið seld vopn. Þeir aðil- ar, sem rætt var við í fran, hefðu ekki verið ríkisstjóm landsins heldur hóf- samir einkaaðilar er tengdust ríkis- stjóminni. Vopnin heíðu verið seld þessum aðil- um til að aðstoða þá við að komast til áhrifa í Iran. Forsetinn neitaði því hins vegar alfarið að vopnin yrðu not- uð til að steypa Komeini af stóli. Skipti eða engin skipti? Forsetinn var ítrekað inntur eftir því hvemig hann gæti haldið fram að vopnasendingar þær sem fóm til íran heíðu ekki verið í skiptum fyrir banda- ríska gísla þegar ljóst væri að í hvert sinn sem bandarískur gísl hefði verið látinn laus undanfama mánuði hefðu franir fengið stórar vopnasendingar skömmu áður. Forsetinn svaraði þvi til að sumar þessar sendingar hefðu komið frá öðr- um aðilum en Bandaríkjamönnum. f öðm lagi hefðu þeir sem héldu gíslun- um ekki fengið nein vopn heldur þriðji aðili, það er íran. Þar af leiðandi væri ekki um skipti að ræða. Bandaríkjamenn hefðu sýnt góðvilja sinn með vopnasendingum og íranir sýnt sinn góðvilja með því að frelsa gíslana. Forsetinn fullyrti á blaðamanna- fundinum í gær að hann og ríkisstjóm hans hefðu ekki lagt blessun sína yfir sendingar annarra ríkja eða einstakl- inga til íran. Síðar á fiindinum var spuming þessi endurtekin og forsetan- um þá jafhframt bent á að starfs- mannastjóri hans, Regan, hefði skýrt frá því að Bandaríkjastjóm hefði lagt blessun sína yfir slíkar sendingar. Forsetinn sagðist ekki hafa heyrt starísmannastjóra sinn segja neitt slíkt og kvaðst mundu spyrja hann að þessu eftir fundinn. Þá var Reagan inntur eftir því hvort George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndi segja af sér í kjölfar íranmálsins en ákaflega sterk- ur orðrómur þess efnis hefur gengið undanfama daga. Vill Shultz áfram í embætti Shultz mun vera mjög óánægður með það hvemig staðið var að íranmálinu og einkum það hvemig forsetinn gerði hann ómerkan orða sinna en Shultz var meðal þeirra bandarísku embætt- ismanna sem undanfarið hafa reynt að fá bandamenn í Evrópu til fylgis við vopnasölubann gegn lran. Forsetinn sagði Shultz ekki hafa minnst á afeögn við sig. Raunar hefði utanríkisráðherrann lýst því yfir að hann myndi gegna embætti svo lengi sem Reagan vildi sig þar og lagði for- setinn áherslu á að hann vildi halda utanríkisráðherranum: Ólíklegt verður að telja að frétta- mannafimdurinn í gær hafi gert Reagan mikið gagn. Forsetinn gaf í raun fá svör og eng- ar skýringar sem lægt geta gagnrýni- ölduna gegn honum heima fyrir eða erlendis. Margir fréttaskýrendur eru ákaflega óánægðir með það hvemig forsetinn heldur áfram að beita fyrir sig orða- leikjum svo sem því að fullyrða að þó skipt sé á vopnum og gíslum hafi eng- in skipti átt sér stað. Og þá ekki síður það að segja Kho- meini ekki hafa verið seld vopn þó ljóst sé að vopnin fóm til íranhers og verða notuð til hemaðar Komeinis og ríkis- stjómar hans gegn frak. Orðrómur um yfirvofandi afsögn Shultz lifir einnig áfram þótt flestir fréttaskýrendur telji líklegt að ráð- herrann sitji áfram. Ljóst er að bandaríska þingið á eftir að taka franmálið fyrir og þá sérstak- lega þann þátt að forsetinn hélt aðgerðum leyndum fyrir þingnefndum sem lög kveða á um að hann skýri frá gangi mála. Forsetinn sagði í gær að ríkisstjóm hans hefði öll vitað um aðgerðir hans og að yfirmaður leyniþjónustunnar, CIA, hefði einnig verið með í ráðum. Ekki er ólíklegt að þáttur CIA í mál- inu eigi eftir að stækka. Washington Post skýrði frá því í gær að leyniþjónustan hefði um árabil ástundað aðgerðir í íran, bæði með og á móti Khomeini. Hefði CIA til dæmis veitt Khomeini upplýsingar um írani sem starfað hefðu fyrir Sovétrík- in sem leitt hafi til þess að einhverjir þeirra hefðu verið Hflátnir. Jafiiframt hefði leyniþjónustan stutt ýmsa þá er berðust gegn Komeini í íran með íjár- framlögum og á annan hátt. Er því ekki ólíklegt að Reagan eigi eftir að standa frammi fyrir aukinni gagnrýni þegar þessi starfeemi lítur nánar dagsins ljós. Taugaóstyrkur eldri maöur Og eftir stendur þá sú staðreynd að bandaríska þjóðin horfði í gær í fyrsta sinn á Ronald Reagan sem ofurlítið taugaóstyrkan eldri mann sem ekki réð fyllilega við þá aðstöðu sem hann var kominn í. Reagan hefur undanfarið í fyrsta sinn staðið frammi fyrir alvarlegum deilum innan ríkisstjómar sirrnar. f fyrsta sinn stendur hann ffamrni fyrir því að bandaríska þjóðin styður hann ekki heils hugar, liðlega helmingur hennar trúir ekki orðum hans. Og í fyrsta sinn þurfti forsetinn í gær að þola það að hafa ekki fulla stjóm á fréttamannafundi en hæfileikar hans til að meðhöndla fréttamenn hafa ein- mitt verið taldir mesti styrkur hans í forsetastóh. Tilboöum skal skila á skrifstofu Raffriagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveítna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 20. nóvember 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík, 17. nóvember 1986, Rafmagnsveitur ríkisins. Peking lýsir yfir stríði gegn rottunum Yfirvöld í Peking hafa lýst stríði á hendur rottunum í höfuðborginni. Undir mánaðamótin munu um 110 þúsund borgarstarfemenn, sem sér- staklega hafa verið settir rottunum til höfuðs, byija að dreifa tíu smálestum af eitri í holræsakerfi höfuðborgarinn- ar. Jafiiframt verður rottueitri komið fyrir í öllum nýjum íbúðarhúsum, sem einhvem tíma hafa staðið auð. Og til þess að draga úr hættu á eitrunaró- höppum hafa slysavarðstofur byrgt sig upp af móteitri, ef óvitar skyldu slys- ast til að gleypa eitrið. Meindýrasérfræðingar telja að það séu um þrír milljarðar af rottum í Kína, en það eru þrefalt fleiri en lands- menn. Ætlað er, að þær éti um 15 milljónir smálesta af komi á ári. Undanfarin tvö ár hafa kínversk yfirvöld herjað mjög á rottumar og veitt verðlaun fyrir hverja dauða rottu. I ágúst lýstu yfirvöld í Dalian (Norðaustur-Kína) því yfir að borgin hefði algerlega verið hreinsuð af rott- um, og yfir 70 milljón rottur hafa verið drepnar á síðasta ári í Zhejiang-héraði. 10% ALLT AÐ^ 11W/H AFSLATTUR AF FÚAVARNAREFNUM ALLT AÐ lAFSLÁTTUR AF MALNINGU OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.