Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 20. NOVEMBER 1986.
Utlönd
Undarieg skak um
völd á Filippseyjum
Spenna á eyjunum eykst í kjölfar hrinu pólitískra morða
Fylkingar kommúnista og vinstri sinnaðra þjóðernissinna hafa haldiö uppi skæruhernaði gegn stjórnvöldum í Manila um margra ára skeið. Þrátt fyrir
þátttökuleysi þeirra í febrúarbyltingunni hefur þeim vaxið ásmegin fremur en hitt. Nú er talið að tuttugu og sex þúsund skæruliðar séu undir vopnum
á Filippseyjum en fyrir ári voru þeir taldir fimmtán þúsund. Skæruliðar eru fjarri því að ná völdum á eyjunum en um leið nægilega sterkir til að heyja
varnarbaráttu uns stjórnmálastaðan snýst þeim i hag.
Jón Oimur HaBdóissan, DV, Haag:
Því var slegið upp sem stórfrétt á
Filippseyjum fyrir skömmu að vam-
armálaráðherra landsins hefði lofað,
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,
að styðja ríkisstjómina ef stjómar-
bylting yrði reynd í landinu.
Þessi yfirlýsing vamarmálaráð-
herrans var enn ein flétta í því
undarlega tafli þar sem teflt er um
völd yfir þessari fimmtíu og fimm
milljón manna þjóð, sem vakti at-
hygli umheimsins fyrr á þessu ári
með byltingu sem var jafh sérstæð
og annað í stjómmálalífi ó þessum
eyjum.
Yfirlýsing Enríles vamarmálaráð-
herra kom í kjölfar þess að upplýst
var um samsæri til að steypa stjóm
landsins og telja margir að Enríle
vamarmálaráðherra hafi verið í vit-
orði með samsærismönnum.
Þetta valdatafl tók líka á sig enn
eina mynd nú í vikunni sem leið með
morði á einum helsta verkalýðsleið-
toga landsins og svo aftur í þessari
viku með morði á kunnum stuðn-
ingsmanni Enríles vamarmálaráð-
herra úr röðum hægri manna.
Útilokar lögreglan ekki að morð
hægrimannsins sé hefnd vinstri-
manna fyrir morð verkalýðsleið-
togans í síðustu viku. Jafnframt er
lítið lát á borgarastríði sem kostar
tugi mannslífa í hverri viku.
Byltingin í febrúar varð í raun með
allt öðrum hætti en mörgum sýndist
á þeim tíma og í þeim atburðum er
unnt að finna skýringar á þeim sér-
stæðu leikfléttum sem gera stjóm-
mál eyjanna að svo skrítinni skák.
Eftir tvo mánuði stendur svo til
að blanda almenningi landsins i
málið með þjóðaratkvæðagreiðslu
um nýja stjómarskrá.
Þau öfl, sem valdamest hafa verið
í landinu frá því það fékk sjálfstæði
fyrir fjörutíu árum, munu telja vem-
lega að sér þrengt ef Aquino forseti
vinnur mikinn sigur í þeirri at-
kvæðagreiðslu og því mun óhætt að
spá mikilli spennu í landinu á næstu
mánuðum og auknum hraða í sér-
kennilegu valdatafli þar sem stjórn
og stjómarandstaða sitja saman í
ríkisstjóm.
Byltingunni stolið
Því hefur verið haldið fram að
byltingunni í febrúar, sem kölluð var
„People Power“ eða völd fólksins,
hafi verið stolið frá fólkinu er gerði
byltinguna um leið og hún átti sér
stað.
Á sama tíma og ein til tvær millj-
ónir manna tóku sér stöðu á milli
hermanna Markosar og hermanna
Enríles og Ramosar, þá settust til
fundar fulltrúar gamla flokkakerfis-
ins, sem meira að segja Markos hafði
talið spillt og afturhaldssamt.
Þessir menn, ásamt nokkrum
óreyndum fulltrúum Aquino, mynd-
uðu ríkisstjóm án þess að mikið
lægi fyrir um stefnu í þjóðmálum.
Margir ráðherrar í ríkisstjóminni
em fulltrúar þeirra stjómmálaafla
er gerðu valdatöku Markosar vin-
sæla fyrir tuttugu árum. Aðrir eins
og Enríle vom samverkamenn
Markosar og enn aðrir em vinstri-
sinnaðir menntamenn.
Þessi ósamstæði hópur spannar
nærri allt litróf filippeyskra stjóm-
mála og í nokkrum tilvikum em
aðstoðarráðherrar vinstrisinnaðir
menr.tamenn en ráðherramir sjálfir
af allt öðm sauðahúsi.
Völd forsetans byggjast alfarið á
skírskotun til stuðnings almennings
við hana persónulega, en stefna
stjómarinnar ber hins vegar öll
merki þeirrar málamiðlunar sem
„People Power“ hefur orðið að gera
við öfl með allt aðra stefnu í þjóð-
málum.
Fjórar fylkingar innan stjórnar
ogutan
Það er unnt að aðgreina að
minnsta kosti fjórar stjómmála-
stefiiur innan ríkisstjómarinnar og
þessar stefhur eiga sér jafnframt
samsvörun í stjómarandstöðu.
í fyrsta lagi má nefha þau öfl er
kenna sig við róttækar umbætur í
þjóðfélagsmálum. Þetta em þeir sem
vilja verulegar breytingar á því fyr-
irkomulagi að nokkur þúsund fjöl-
skyldur hafi allt efhahagslíf eyjanna
í hendi sér í félagi við erlenda auð-
hringa, en almenningur er þannig
settur að líklega deyja tvö hundrnð
og fimmtíu þúsund böm á ári af bein-
um afleiðingum fátæktar.
En hrein hungursneyð ríkir á
nokkrum eyjum og milljónir íbúa
Manila búa í éinhverj um ömurleg-
ustu fátækrahverfum er fyrirfinnast
í gervallri Asíu.
En þau öfl, er vilja haga stjómar-
stefhunni svo, telja sig eiga siðferðis-
legan eignarétt á byltingunni í
febrúar. Þessi öfl ráða hins vegar
litlu innan stjómarinnar sem utan.
Margir sem þannig hugsa styðja
stjómina ennþá en gætu vafhingalít-
ið snúist á sveif með skæmliðum sem
berjast enn til fjalla og hafa styrkt
stöðu sína að undanfömu.
Þessi öfl em hins vegar klofin í
margar fylkingar og það veikir rót-
tækan hluta þeirra mjög að
kommúnistar og samverkamenn
þeirra tóku ekki þátt í kosningabar-
áttu Aquino fyrr á þessu ári.
Annarri fylkingu, sem er öllu
áhrifameiri innan stjómarinnar og
stendur næst forsetanum, mætti af
stjómmálaskoðunum líkja við sós-
íaldemókrata í Evrópu.
Einn af ráðgjöfum forsetans lýsti
þessu fyrir fréttamanni DV sem svo
að flokka mætti þessi öfl á milli sós-
íaldemókrata í Austurríki og sósíal-
ista í Frakklandi.
En viðfangsefhin em hins vegar
svo ólík því sem gerist í evrópskum
stjómmálum að samanburður af
þessu tagi verður hæpinn.
Umsjón:
Hannes Heimisson
Þriðja fylkingin í þessari einföldu
upptalningu er gamla flokkakerfið
sem skipulagt er í kringum nokkra
valdamikla einstaklinga.
En stjómmál þessara hópa em
yfirleitt íhaldssöm og alltaf á sam-
hangandi hugmyndafræði.
Helsti fulltrúi þessara hópa er
Salvador Laurel, varaforseti og for-
sætisráðherra landsins.
Laurel er dæmigerður fyrir þessi
öfl, af gömlum valdaættum og stuðn-
ingsmaður Markosar í mörg ár, uns
sundur dró af persónulegum ástæð-
um frekar en stjómmálalegum.
Fjórða fylkingin er svo sú sem
Enríle höfðar til, það er her landsins
og fólk sem telur vopnaða baráttu
gegn kommúnistum vera frumskyldu
stjómvalda.
Stuðningsmenn Markosar hafa
smám saman verið að koma til
stuðnings við Enríle en vamarmála-
ráðherrann var hægri hönd Markos-
ar lengst af á valdaferli hans.
Bylting fyrir tilviljun
Menn greinir á um það hvemig
byltingin í febrúar átti sér stað, en
margt bendir til þess að þetta hafi
orðið á annan hátt en íjölmiðlar
töldu um tíma.
Þegar Markos forseti boðaði til
forsetakosninga í nóvember árið
1985 afstýrði hann sennilega með því
byltingu sterkra afla í hemum. Bylt>
ingin hefði þá átt sér stað í desember
það ár og án stuðnings Enríles og
án þátttöku Aquinos eða annarra
stjómmálamanna.
Byltingarmenn ákváðu að bíða
átekta fram yfir forsetakosningar.
Stórfelld kosningasvik Markosar
og upplausn í landinu urðu síðan til
þess að samsærismenn komu saman
á nýjan leik í febrúar á þessu ári og
ákváðu að gera byltingu þann tutt-
ugasta og þriðja þess mánaðar.
Markos hafði veður af þessu á síð-
ustu stundu og fyrirskipaði hand-
töku byltingarmanna. Hann kom
fram í sjónvarpi en þá var svo kom-
ið að enginn trúði forsetanum
lengur.
Byltingarmenn náðu að hringja í
Ramos og Enríle áður en þeir voru
handteknir og þó Enríle ætti engan
hlut að byltingunni þá grunaði hann
að Markos myndi láta handtaka sig
í leiðinni.
Enríle snerist síðan á sveif með
byltingarmönnum í samráði við
Ramos.
Á þessum tíma var Aquino í felum
í klaustri á annarri eyju en ákvað
að halda til Manila.
Það var svo útvarp kaþólsku kirkj-
unnar er hvatti fólk til að safnast
saman til stuðnings byltingarmönn-
um og því kalli var fylgt af milljónum
íbúa Manila.
Ríkisstjóm var síðan mynduð í
kringum Aquino, Enríle, Ramos og
fulltrúa gamla flokkakerfisins. Þessi
öfl eiga nú í undarlegri skák um
völd í landinu.
Borgarastríð
Fyrir után þessi öfl, sem öll eiga
sæti við ríkisstjómarborðið, er svo
fylking kommúnista og vinstri sinn-
aðra þjóðemissinna.
Þessi öfl hafa stundað skæruhem-
að um margra ára skeið en þeim
hefúr vaxið ásmegin frekar en hitt
að undanfömu, þótt þátttökuleysi
þeirra í febrúarbyltingunni hafi
veikt stöðu þeirra í borgum landsins.
Nú er talið að tuttugu og sex þús-
und skæruliðar séu undir vopnum,
en fyrir ári vom þeir taldir fimmtán
þúsund.
Frá því í febrúar á þessu ári hefur
stjómarherinn misst eitthvað kring-
um eitt þúsund menn fallna og um
tíma í sumar og haust féllu hundrað
manns á viku hverri í bardögum á
eyjunum.
Skæruliðar em fjarri því að ná
völdum á eyjunum en um leið nægi-
lega sterkir til að heyja vamar-
baráttu uns stjómmálastaðan snýst
þeim í hag.
Forsetinn hefúr viljað ná sam-
komulagi við skæmliða og telur það
mögulegt vegna þess að mikill íjöldi
þeirra em vinstrisinnaðir þjóðemis-
sinnar, sem geta unnið með lýðræð-
islegum vinstriflokkum, frekar en
marxískir byltingarmenn.
Enríle hefur hins vegar krafist
þess að stjómin leggi til atlögu gegn