Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Page 15
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
15
Litlar breytingar á
þingliði?
„Satt best að segja eru ekki horfur á mikilli endurnýjun i þingmannaliði
tlokkanna. Að visu er ot snemmt að slá því töstu þvi enn er eftir að sjá
fyrir endann á nokkrum prófkjörum og forvölum. En jafnvel þó þar yrðu
óvæntari úrslit en hingað til hafa orðið verður ekki um neina kolisteypu
að ræða.“
Smám saman verður ljósara
hvemig framboðslistar stjómmála-
flokkanna verða skipaðir við næstu
alþingiskosningar. Þar kennir
ýmissa grasa, gamalla og nýrra, og
vissulega verður einingin misjöfh
eftir að menn hafa keppt um það
hnoss sem þingsæti virðist enn vera
í margra augum.
Lítil endurnýjun?
Satt best að segja em ekki horfur
á mikilli endumýjun í þingmanna-
liði flokkanna. Að vísu er of snemmt
að slá því föstu því enn er eftir að
sjá fyrir endann á nokkrum próf-
kjörum og forvölum. En jafnvel þótt
þar yrðu óvæntari úrslit en hingað
til hafa orðið verður ekki um neina
kollsteypu að ræða.
Hjá Framsókn verða nokkrar
brey tingar og á öðrum stöðum er enn
óljóst með frambjóðendur þegar
þetta er skrifað. Vesturlandið er
óbreytt, á Vestfjörðum gæti orðið
breyting, litlar líkur á breytingu á
Norðurlandi vestra, á Norðurlandi
eystra er breyting, því þar hafa fram-
sóknarmenn dubbað bráðhuggulega
konu upp í nokkum veginn ömggt
sæti. Austurlandið er óbreytt, á Suð-
urlandi nýr maður í öðru og
væntanlega öraggu sæti. Á Reykja-
nesi fer formaðurinn fyrir liði sínu
og enda þótt framboð hans þar sé
ein markverðasta uppákoman i
kosningaundirbúningnum til þessa
þá fylgir því ekki nýjung í þingliði.
I Reykjavík em mál óviss, þar gæti
nýr maður komið inn, þar gætu líka
gamalkunn andlit blasað við. Niður-
staðan hjá Framsókn: Sennilega tvö
ný andlit, gætu orðið fjögur til fimm.
Nokkuð svipaða sögu er að segja
Kjallarinn
á fimmtudegi
Magnús
Bjarnfreðsson
frá Sjálfstæðisflokknum. Nýir þing-
menn koma að vísu inn fyrir
Reykjavík, þar koma tvö ný andlit
inn fái flokkurinn átta þingmenn,
auk þess einn gamalkunnur þing-
maður utan af landsbyggðinni,
Eykon, og svo einn sem hefur marg-
oft sest í þingsæti sem varamaður.
Síðan er allt óbreytt, hringinn í
kringum landið, nema hvað kominn
er nýr maður í annað sæti á Norður-
landi vestra, sem tæplega kemst á
þing eftir nýju kosningalögunum.
Horfur em á fremur lítilli end-
umýjun hjá krötum, þó fer það
vissulega eftir því hve mikil fylgis-
aukning þeirra verður. Þótt nokkrar
tilfærslur verði í framboðum, eins
og ferð Guðmundar bandalags-
manns á Austfirði og hugsanlegur
sigur Sighvats yfir Karvel, þá verða
það sömu andlitin hringinn í kring-
um landið og menn hafa séð áður,
að undanskilinni Reykjavík og
Reykjanesi. í Reykjaneskjördæmi
em tvö efstu sætin að vísu óbreytt
en líklegt verður að telja að flokkur-
inn bæti þar við sig þingsæti. Það
hlotnast þá konu úr Kópavogi sem
hefur aflað sér vinsælda í þæjar-
málapólitík þar. í Reykjavík verður
svo ein breyting sem mestu máli
skiptir. Þarkemur upp sú skringi-
lega staða að einn aðalráðgjafi
fráfarandi forsætisráðherra í efna-
hagsmálum skipar efsta sæti hjá
stjómarandstöðuflokki. Vafalítið
mun kosningabaráttan í Reykjavík
bera talsverðan keim af þessari stað-
reynd og hætt er við að meira mark
verði tekið á yfirlýsingum þjóð-
hagsstjórans í efeta sæti um efna-
hagsmál en tuði formannsins í þriðja
sæti. Enn er ekki ljóst, þegar þetta
er skrifað, hver drepur hvem í slagn-
um um fjórða sætið en nokkuð ljóst
er að þar verður nýr frambjóðandi.
Einna mest virðist endumýjunin
ætla að verða hjá Alþýðubandalag-
inu. I Reykjavík kemur allavega nýr
maður inn í staðinn fyrir Guðmund
J., hvort sem flokkurinn bætir svo
við sig sæti eða ekki. Á Vesturlandi
er ekki að vænta tíðinda en á Vest-
fjörðum kemur væntanlega inn nýr
þingmaður frá Bolungarvík. Á Aust-
flörðum hættir Helgi Seljan víst og
verður þar mikið skarð fyrir skildi.
Þar veltur á miklu fyrir Alþýðu-
bandalagið að fá vinsælan arftaka
hans með Hjörleifi Guttormssyni
sem seint mun sópa að sér fjölda-
fylgi. Á Suðurlandi kemur valkyrja
frá Stokkseyri í stað Garðars úr
Eyjum og á Reykjanesi bítur Ólafur
Ragnar í skjaldarrendur að baki
Geir Gunnarssyni. Líklega kemst
Ólafúr inn á þing núna og unir þá
sæmilega við sitt.
Um kvennaframboðið er enn of
snemmt að spá.
Af hverju lítil endurnýjun?
Af hverju er endumýjunin ekki
meiri? Nú finnst mér engin ástæða
á endumýjun einvörðungu end-
umýjunarinnar vegna, en maður
gæti búist við henni meiri eftir heilt
kjörtímabil þegar ný kosningalög
gefa þar að auki möguleika á ýmsúm
breytingum sem ættu að ýta undir
áræði manna.
Hver getur skýringin verið? Getur
verið að hún sé einfaldlega sú að
menn telji þingsæti ekki lengur sér-
lega eftirsóknarvert? Þeir menn sem
á annað borð standa sig það vel á
þingi að um þá er sæmilegur friður
í kjördæmum gætu áreiðanlega allir
setið í miklu betur launuðum störf-
um úti í þjóðfélaginu án þess að eiga
það stöðugt á hættu að vera ataðir
saur og svivirðingum eins og allir
þeir menn eiga nú yfir höfði sér sem
á annað borð þora að gægjast upp
úr mosagróðri meðalmennskunnar.
Sé þetta hin raunvemlega skýring
er okkur hollt að stinga við fótum.
Hingað til hefur þingseta verið talin
eftirsóknarverð og mikil virðing
fylgja þingmennskunni. Á miklu
veltur líka að þeir sem til þess velj-
ast að setja lýðveldinu lög séu menn
réttsýnir og duglegir. Mikilvægi þess
hefúr ekkert breyst frá því forfeður
okkar komu auga á að þeir þyrftu
löggjafarþing fyrir meira en þúsund
árum. Ef öfúndin, meðalmennskan
og búksorgirnar em hins vegar bún-
ar að grafa undan trausti hins
almenna kjósanda á þingmönnum
og öðrum stjómmálámönnum er
hætt við að raunvemlegt lýðræði
eigi fljótlega í vök að veijast. Þá rís
upp öld lýðskrumara og skinhelgra
sem í skjóli fjölmiðlavalds og tengsla
geta talið alþýðu trú um að þeir séu
saklausir af heimsins ávirðingum.
Slíkir menn halda aldrei lengi grí-
munni fyrir samborgurum sínum en
þegar hún fellur þá er það orðið of
seint. Magnús Bjamfreðsson.
„Hingað til hefur þingseta verið talin eftir-
sóknarverð og mikil virðing fylgja þing-
mennskunni.“
Samgöngur á Vestfjörðum í ólestri
„Nýbygging og viðhald vega hefur dregist saman og þær framkvæmdir
sem ráðist hefur verið í eru margar illa skipulagðar eins og t.d. Súganda-
fjaröarvegurinn ...“
Góðar samgöngur hér á Vestfjörð-
um hljóta að vera forsenda þess að
hér verði byggð í framtíðinni og
fólksflóttanum verði snúið við. Það
liggur í augum uppi að lélegar sam-
göngur við Vestfirði og innan fjórð-
ungsins og einangmn byggðarlaga
yfir vetrartímann hafa átt stóran
þátt í þeirri fólksfækkun sem orðið
hefúr undanfarin ár. Þó að hér sé
fólk, sem búið hefur við lélega þjón-
ustu á mörgum sviðum gegnum
tíðina og vill reyna að þrauka eitt-
hvað lengur í von um betri tíð, er
ekki við því að búast að til Vest-
fjarða flytjist fólk til frambúðar sem
vant er ömggri læknaþjónustu, nógu
vömúrvali og allri opinberri þjón-
ustu við höndina, auk margs konar
félagslegrar þjónustu, og ég tala nú
ekki um framhaldsskóla og aðra sér-
skóla.
Vegirnir
Við Vestfirðingar erum komnir
langt aftur úr öðrum landshlutum
hvað varðar vegakerfið. Ætti hrein-
lega að vara fólk við því að aka um
Vestfirði nema á vel útbúnum torfæ-
rabílum, enda lenti vegurinn, sem
liggur út Súgandafjörð að Suður-
eyri, þ.e. 500 manna byggð, á skrá
yfir 7 hættulegustu vegi landsins.
Þingmennirnir
Tveir af þingmönnum Vestfjarða
hafa verið samgönguráðherrar og
mætti ætla að við hefðum notið góðs
af en því fer fjarri að mínu mati.
Nýbygging og viðhald vega hefur
dregist saman og þær framkvæmdir,
sem ráðist hefur verið í, em margar
illa skipulagðar, eins og t.d. Súg-
andafjarðarvegurinn sem byrjað var
Kjallarinn
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
verkakona, Súgandafirði
á að byggja upp eri síðan k'emur 2-3
ára hlé á framkvæmdum og þann
biðtíma þarf fólk að aka um stór-
hættulegan veg.
Flugið
Við Vestfirðingar erum svo heppn-
ir að hafa flugfélagið Emi sem reynst
hefur okkur mjög vel og sér um póst-
og farþegaflug innan fjórðungsins
og til Reykjavíkur auk sjúkraflugs.
En þá er það eitt að fjárframlög til
flugvalla hafa dregist saman og er
það hættuleg þróun fyrir marga staði
þar sem flugið er oft eina samgöngu-
leiðin þegar allt er á kafi í snjó og
vegir lokaðir og tekið getur langan
tíma að ryðja þá.
Jarðgöng
Jarðgangagerð milli Önundar-
fjarðar, Súgandafjarðar og ísafjarð-
ar hefur verið mikið til umræðu
undanfarin ár og gerðar rannsóknir
þar að lútandi. Margir hafa litið á
það sem fjarlægan draum en margt
bendir nú til að svo sé ekki. Tækn-
inni fleygir fram og nýlega fór hópur
vestfirskra sveitarstjómarmanna og
ráðamanna frá Vegagerðinni til að
kanna jarðgangagerð í Færeyjum en
þar er hún mjög algeng.
Gerð jarðganga myndi breyta mjög
miklu fyrir okkur á norðanverðum
Vestfjörðum og mynda sterkan
byggðarkjama og yfir vetrartímann
opna möguleika á að sækja ýmsa
þjónustu til ísafjarðar, þ.á m. ömgg-
ari læknaþjónustu og félagslega og
opinbera þjónustu sem ekki þrífst á
litlum stöðum. Einnig myndi skóla-
sókn í þá framhaldsskóla sem em á
ísafirði stóraukast og þyrftu ungl-
ingar ekki að fara landshoma á milli
til að sækja framhaldsnám. Margt
mætti nefna fleira sem yrði til bóta
en of langt mál væri að telja upp.
Það væm ekki bara minni byggðim-
ar kringum Isafjörð sem nytu góðs
af jarðgangagerð heldur myndi ísa-
fjörður njóta góðs af aukinni
þjónustu við byggðimar í kring, sem
annars heföi t.d. verið sótt suður til
Reykjavíkur.
Tilvonandi þingmenn
Nú standa yfir prófkjör og forvöl
innan flokkanna og er óskandi að
þar í efetu sætin veljist menn sem
hafa skilning á að ein aðalundirstað-
an fyrir byggð hér vestra em traust-
ar samgöngur ásamt uppbyggingu
og fjölbreytni í atvinnulífi. En þetta
virðist oft gleymast og menn slitna
úr sambandi við sína heimabyggð
þegar flutt er suður á mölina.
Samtökin um jafnrétti milli
landshluta
Við Vestfirðingar getum ýmislegt
gert með samtakamætti ef vilji er
fyrir hendi og em Samtökin um jafh-
rétti milli landshluta spor í rétta átt
þar sem fólk úr öllum flokkum vinn-
ur saman og þarf að reyna að virkja
þau betur.
En ráðamenn þjóðarinnar þurfa
að fara að gera það upp við sig hvort
hér á Vestfjörðum eigi að vera nokk-
urs konar verbúðir, þar sem fólk
kemur og fer, eða að hér séu skapað-
ar þær aðstæður að hér vilji og geti
fólk búið til frambúðar. Við erum
ekki að biðja um ölmusu heldur að
sjá gjaldeyrinn, sem Vestfirðingar
afla í þjóðarbúið, skila sér aftur til
uppbyggingar heima fyrir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
„Það liggur í augum uppi að lélegar sam-
göngur við Vestfirði og innan fjórðungsins
og einangrun byggðarlaga yfir vetrartím-
ann hafa átt stóran þátt í þeirri fólks-
fækkun sem orðið hefur undanfarin ár.“