Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Side 17
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 17 Lesendur „Er hægt að skuldfæra áskriftina á kreditkort?“ Kreditkorta- þjónusta dagblaðanna Sigurður J. Bjömsson skrifar: Eg var nýlega að fá mér Visakort og er mjög ánægður með þjónustuna sem Morgunblaðið veitir með því að skuldfæra áskriftina á kreditkort ef áskrifandi óskar þess. Áskrifandinn hringir þá bara, gefur upp kortnúm- erið og síðan gengur þetta sjálfkrafa fyrir sig eins lengi og áskrifandi vill. Finnst mér þessi þjónusta bæði spara tíma og fyrirhöíh og vera mjög æskileg í alla stað. Þá þurfa blaðburðarbömin ekki að mkka þessa peninga inn þvi oft vill svo leiðinlega til að maður hefiir ekki pening er þau koma og það er alltaf leiðinlegt að þurfa að láta þau fara fyluferð. Eins og ég sagði tel ég að þetta eigi eftir að spara bæði tíma og fyrirhöfn hjá blaðburðarfólkinu og ætti að vera hagkvæmara að öllu leyti. Því hef ég verið að velta því fyrir mér af hveiju þessi þjónusta er ekki tekin upp hjá DV og til dæmis stærri happdrættum. Magdalena Gestsdóttir, starfsmaður DV, svarar: Við veitum þessa þjónustu hér á DV og þarf fólk bara að hringja og við munum skuldfæra þetta á kortin þeirra er þess óska. Það er reyndar ekki búið að auglýsa þessa þjónustu er við bjóðum upp á, en það er vegna þess að það á eftir að ganga frá samn- ingunum við Eurocard og Visa. Strax og gengið hefur verið frá þessum samningum munum við auglýsa þessa þjónustu. En sem sagt, þeir áskrifend- ur, er vilja þessa þjónustu, em vinsam- legast beðnir að hringja í DV og áskriftin verður skuldfærð á kortin þeirra. Burt með sukkliðið 4474-4023, fyrrverandi FR 1754, skrif- ar: Vegna bréfs sem birtist á lesendasíðu DV 21.8.’86, frá fjórum FR-félögum úr deild 5 í Ámessýslu, vil ég koma eftir- farandi athugasemd á framfæri. Ég hef verið i FR í tíu ár en sagði mig úr því félagi fyrir um það bil ári. Oft á þessu tímabili hef ég verið beð- inn að kalla á aðstoð lögreglunnar í gegnum CB-stöð mína vegna umferð- aróhappa sem fólk hefur lent í en mjög sjaldan náð sambandi. Á þessum 10 árum hef ég reynt þetta í um það bil 9 skipti, en ekki fengið svar nema tvi- svar, þá var mér sagt að ég væri á svörtum lista hjá félaginu, þar af leið- andi fengi ég enga aðstoð þaðan. Ég hef alltaf borgað árgjöldin og veit ekki til þess að hafa brotið lög hjá félaginu né hjá pósti og síma. Þess vegna finnst mér mjög bagalegt ef stjómendur þessa félags eða fyrirtækis fara í manngreinarálit hveijum á að veita aðstoð. „Þessi launastefna gerir þá ríku rikari og fátæku fátækari." Ný launa- stefna Alþýðu- bandalagsins Pétur Óskarsson hringdi: Ný launastefha Alþýðubandalagsins virðist vera að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Nú fyrir stuttu hækkuðu laun bæj- arstjóra í Neskaupstað um 40%. Síðan hækkuðu þeir laun sjúkrahúsforstjór- ans um fimm launaflokka. Svo hækkuðu þefr laun fjánnálastjórnar bæjarstjómarinnar um þijá launa- flokka. Þetta var gert á sama tíma og almenningur hækkaði um einn launa- flokk. Maður veltir fyrir sér hvort laun yfirmannannna séu hækkuð svona mikið að því að þeir séu algjörlega ómissandi en almenningur ekki. P.S. Vegna fyrirhugaðra hækkana Rafmagnsveitunnar um 35% vil ég vinsamlega benda yfirmönnunum á að það verður kosið í vor. „Róttæknin í blóðinu" REUTER - fjölmiðlarisi á upp- lýsingaöld. Ein af stærstu fréttastofnunum heims er Reutersfréttastofan. ít- arleg grein um þetta risafyrir- tæki. ' ER BLAÐIÐ FYRIR ALLA Rottæknin íblóðlnu j Asmundur j Stefansson j forsetiASÍ iVikuviðtalinu Fjolmifllarisi a upplýslngaöld Reuters- fréttastofan BjörnThoroddsen gitarieikari nafn Vikunnar Lifandi iík framhaldssagan Sógusvió Hómerskviða Einelti - Ofbeldi. Að börn séu lögð í einelti af skólafélögum er vandamál sem kemur upp í öllum skólum í meira eða minna mæli. Hvað er það sem veldur því að sum börn frekar en önnur verða fórnarlömb þessa miskunnar- lausa leiks? segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í Vikuviðtalinu. Ásmundur ræðir m.a. um verkalýðsþaráttuna, kjarasamningana, forval Alþýðu- bandalagsins sem er á næsta leiti, samskipti hans við Svavar Gestsson og nýtt stjórnarmynstur. Þetta er aðeins brot af fjölbreyttu efni nýju VIKUNNAR. Aðventukransar. Hugmyndir að skreytingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.