Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Síða 21
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
21 .
DV
íþróttir
Ennsefur
Lambie í
sófanum
John Lambie, þjálfari Hamilton í skosku
irvalsdeildinni í knattspymu, verður enn
im sinn að sofa í sófanum í stofunni heima
íjá sér.
Eins og við sögðum frá í gær gaf hann
it þá yfirlýsingu áður en keppnistímabilið
Skotlandi byijaði að hann myndi ekki
nerta konu sína fyrr en lið sitt ynni leik í
leildinni. Hamilton lék 18. leik sinn í deild-
nni í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði liðið
;ert tvö jafntefli og tapað fimmtán leikjum.
Lambie hefur sofið í sófaræfii í stofunni
íðustu mánuði og ekki verið við kvenmann
lenndur allan tímann. Ekki er útlit fyrir
ið þau hjónakomin geti skemmt sér saman
i næstunni þvi allt gengur á afturlöppunum
ijá Hamilton. Liðið vinnur ekki leik og á
neðan kemst þjálfarinn „ekki á kreik“.
-SK
HMiknatt-
spymu
innanhúss
Fyrsta opinbera heimsmeistarkeppnin í
knattspymu innanhúss stendur nú yfir í
Sportpalaset í Búdapest. Er hún í fyrsta
sinn eftir þeim reglum sem alþjóða knatt-
spyrnusambandið FIFA hefur sett og tóku
gildi fyrr á þessu ári.
Landslið Brasilíu, Spánar, Belgíu, Ítalíu,
Perú, Hollands, Bandaríkjanna og Úng-
verjalands taka þátt í þessari fyrstu
HM-keppni innanhúss.
í hverju liði eru 11 leikmenn. Fimm eru
inni á í einu og skipta má inn á að vild.
Leikvöllurinn er af sömu stærð og hand-
boltavöllur og mörkin þrír sinnum tveir
metrar að stærð. Leiktíminn er tvisvar
sinnum tuttugu og fimm mínútur.
Heimsmeistarkeppni innanhúss hefur
verið haldin áður, síðasta í fyrra. Var sú
keppni eins og hinar í óþökk FIFA, sem
ekki hafði samþykkt reglumar sem leikið
var eftir.
Þá sigraði Brasilía. Nú er útséð með að
það endurtaki sig Brasilía varð neðst í
sínum riðli með 2 stig eins og Bandaríkin.
Holland og Italía eru efst í þeim riðli. í
hinum riðlinum er Ungverjaland og Belg-
ía í efstu sætum og fara í úrslit.
-klp
Alfreð og Páll
í kröppum dansi
- þegar Essen sigraði Dusseldorf, 20-17
Afli Hilmaissoin, DV, Þýskalandi:
Essen heldur enn tveggja stiga
forskoti sínu í 1. deildinni í hand-
knattleik i Þýskalandi. í gærkvöldi
unnu Alfreð Gíslason og félagar lið
Páls Ólafssonar, Dusseldorf, í Essen
með 20 mörkum gegn 17 eftir að stað-
an hafði verið 9-6 í leikhléi fyrir Essen.
Alfreð var í strangri gæslu Páls allan
leikinn og skoraði fjögur mörk. Var
oft gaman að fylgjast með þeim félög-
um og börðust þeir gífurlega. Alfreð
skoraði eitt mark úr vítakasti, eitt úr
hraðaupphlaupi og tvö með þrumu-
skotum fyrir utan. Páll byrjaði að leika
í sókninni þegar 13 mínútur vom liðn-
ar af leiknum en honum tókst ekki
að skora. Mikil harka var í leiknum
og einkum og sér í lagi sökum lélegrar
dómgæslu.
Essen skoraði fyrsta mark leiksins
eftir rúmar fimm mínútur og komsst
Dusseldorf aldrei yfir í leiknum. Strax
í byrjun síðari hálfleiks tókst Dússel-
dorf þó að jafna metin, 9-9, og aftur,
17-17, þegar sex mínútur vom til leiks-
loka. Essen skoraði síðan þijú síðustu
mörk leiksins en leikmenn Dússeldorf
fóm illa að ráði sínu og gerðu mörg
mistök á lokakaflanum.
Jóhann Ingi ánægður
„Ég verð að viðurkenna að ég var
nokkuð hræddur fyrir þennan leik.
Þetta var fjórði leikur okkar á átta
dögum en leikmenn mínir stóðust
álagið og ég er mjög ánægður með
sigurinn," sagði Jóhann Ingi Gunn-
arsson, þjálfari Essen, í samtali við
DV eftir leikinn.
•Lemgo, með Sigurð Sveinsson inn-
anborðs, sigraði Hameln á heimavelli
sínum með 24 mörkum gegn 19 eftir
11-11 í leikhléi.
• Kristján Arason og félagar hans í
Gummersbach gerðu jafhtefli á heima-
velli Dortmund, 14-14.
•Úrslit í öðrum leikjum: Grosswald-
stadt-Hofiveier, 24-16, Schútterwald-
Milbertshofen, 27-22, Schwabing-
Göppingen, 27-22, og Weiche
Handewitt-Kiel, 19-19.
•Essen er efet með 19 stig, Gross-
waldstadt 17, Diisseldorf 12, Schwab-
ing 12, Kiel 11, Göppingen 11,
Milbertshofen 10, Gummersbach 9,
Lemgo 9, Dortmund 9, Hofweier 8,
Schútterwald 5, Hameln 5 og Weiche
Handewitt 3. -SK
•Ulf Carlsson keppir á Rugleiða-
mótinu í borðtennis.
Carisson
fll íslands
Ulf Carlsson frá Svíþjóð, núver-
andi heimsmeistari í tvíliðaleik í
borðtennis, er væntanlegur til ís-
lands í lok þessa mánaðar. Carls-
son er í 19. sæti á skrá Alþjóða
borðtennissambandsins yfir bestu
borðtennismenn í heimi.
Hingað til lands kemur Carlsson
ásamt Kjell Johansson en þeir
verða sérstakir gestir á Flugleiða-
mótinu í borðtennis sem fram fer
í Reykjavík þann 28. nóvember i
íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Kjell Johansson hefur þrívegis
orðið heimsmeistari í tvíliðaleik.
Það er mikill fengur fyrir borðtenn-
ismenn hérlendis að fa þeasa snjöllu
kappa í heimsókn en á Flugleiðamót-
inu verða einnig bestu borðtenms-
menn okkar en þeir sem keppa eru:
Ragnhildur Sigurðardóttir, Asta Ur-
fiancis. Elísabet Ólafsdóttir í kvenna-
flokki en í karlaflokki keppa þeir
Stefan Konráðsson. Tómas Guðjons-
son, Kristján Jónasson, Hilmar
Konráðsson, Tómas Sölvason og Jó-
hannes Hauksson.
Þess má geta að úrslitaleikur móts-
ins í karlaflokki verðursýndur í beinni
útsendingu í sjónvarpinu hjá Bjama
Felixsvni.
-SK
• Alfreð Gislason skoraði 4 mörtc í gærkvöldi gegn Dusseldorf.
Sígur á ógæfuhliðina hjá KR
Valur burstaði KR með ellefu marka mun í gærkvöldi, 31-20
Valsmenn fóru létt með slappa KR-
inga er liðin áttust við í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik í
Laugardalshöll í gærkvöldi, lokatölur
leiksins urðu 31—21 eftir að Valsmenn
höfðu haft forystu í hálfleik, 13-9.
Leikurinn var í heild mjög daufur og
þá sérstaklega af hálfu KR-inga en
Valsmenn sýndu inn á milli ágætis
leik og hreinlega rúlluðu KR-ingum
upp eins og lokatölur leiksins gefa
glöggt til kynna.
Jafnt framan af
Fyrstu tuttugu mínútumar var jafh-
ræði með liðunum og virtist svo að
KR-liðið ætlaði nú loksins að sýna
hvað byggi í því. Vöm liðsins barðist
vel og áttu Valsmenn í erfiðleikum
með að finna leið í gegnum hana.
Þegar staðan var jöfii, 9-9, og um tiu
mínútur vora til hálfleiks hrandi leik-
ur KR-liðsins gjörsamlega saman, liðið
var komið á sama plan og í undan-
fomum leikjum og skoraði ekki mark
það sem eftir lifði hálfleiksins. Vals-
menn gengu hins vegar á lagið og
skomðu fjögur mörk í röð.
Seinni hálfleikur eign Vals-
manna
Valsmenn héldu sama leiknum
áfram og mörkin komu á færibandi
meðan ekki stóð steinn yfir steini hjá
KR-irgum, þeir tóku þá til bragðs að
taka þá Júlíus Jónasson og Stefán
Halldórsson úr umferð en við það losn-
aði um aðra leikmenn eins og Pálma
Jónsson sem skoraði nokkur falleg
mörk úr hominu, einnig var Þórður
Sigurðssn iðinn við kolann en þar er
á ferðinni mjög efnilegur piltur sem á
áreiðanlega framtíðina fyrir sér.
Við KR-ingum blasir erfiður vetur
en fyrir keppnistímabillið vom bundn-
ar þó nokkuð góðar vonir um gott
gengi liðsins en þær vonir hafa alveg
bmgðist. Að vísu hefur Hans Guð-
mundsson ekki spilað með liðinu í
undanfomum leikjum og hefur sá
missir ömgglega veikt liðið en betur
má ef duga skal og verða þeir heldur
betur að fara taka sig til í andlitinu
ef ekki á illa að fara.
Valsmenn sýndu eins og áður sagði
oft á tíðum ágætis leik og verða ömgg-
lega í baráttunni í efri kanti deildar-
innar í vetur. Enginn þeirra stóð upp
úr í leiknum enda átti allt liðið jafhan
leik.
Dómarar leiksins voru Jieir Gunnar
Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson og
dæmdu þeir vel.
Mörk: Valur. Júlíus 9/6. Stefán 7/2,
Þórður 5, Pálmi 5, Jakob 4, Geir 1, Gísli 1.
KR. Konráð 6/2, Guðmundur 4, Sverrir
3, Þorsteinn 2, Guðmundur Alberts 1. Pet-
er 1, Páll 1, Ólafur 1, Loflur 1.
-JKS
•Geir Sveinsson skorar hér fallegt mark af línunni i leiknum gegn KR i gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttabún
og
trimmgallar
til æfinga og
keppni.
íþróttatöskur i mörgum
stærðum og gerðum.
ÁRMÚLA 38 REYKJAVÍK,
SÍMI82186 OG 83830.