Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 29. Fréttir Ólympíuskákmótið í Dubai: Finnar gjörsigraðir Það var ekki laust við að íslensku skákkappamir i Dubai brostu út í annað þegar fréttist um mótherjana í 5. umferð. Finnar hafa lengi verið okkar uppáhaldsandstæðingar á skáksviðinu og tæpast þýtt fyrir stórmeistara þeirra að stilla upp gegn íslendingum. Trúlega hafa Finnamir einnig leitt hugann að þessari reynslu undanfarinna ára, a.m.k. vom þeir að sögn áberandi hikandi í skákum sínum í gær. Ur- slitin urðu þessi: Rantanen-Jóhann Westerinen-Jón L. Raaste-Margeir V álkesalmi-Karl 0-1 0-1 0-1 1-6 Island hársbreidd frá efsta sætinu! í þetta sinn var Helgi látinn hvila, en hann hefur verið í daufara lagi eftir að honum mistókst að leggja Portúgalann Femandes að velli í 2. umferð. Skák Jóhanns við stór- meistarann Rantanen var tvísýn, Finninn fékk hlemmistöðu upp úr byrjuninni, en Jóhann sneri á hann og sigraði. Jón L. fékk á sig Alékín- vöm gegn Westerinen, náði snemma snöggtum betra tafli og sigraði létti- lega. Margeir beitti fyrir sig „Mun- aðamesafbrigðinu“ í Drekanum, afbrigði í Sikileyjarvöm. Hann lum- aði á nýrri leið sem sveitin tók til rannsóknar í æfingarbúðum í Mun- aðamesi í síðasta mánuði. Árangur- inn lét ekki á sér standa: leið Margeirs kom Finnanum í opna skjöldu og hann mátti leggja niður vopn eftir 37 leiki. Þegar hér var komið sögu hafði ísland 3-0 forystu eftir aðeins 3% tíma taflmennsku og útlit fyrir að sveitin fengi fullt hús í þessari umferð þar sem Karl átti yfirburðastöðu á 4. borði. Þá fékk hann að reyna að ekkert er erfiðara í skák en vinna unnið tafl; spennan varð of mikil, Karl fór ranga leið í tímahraki og tapaði. Hefði hann náð að sigra væri ísland nú í efsta sæti á mótinu ásamt Sovét- mönnum. En eins og dæmin sanna er skammt á milli feigs og ófeigs í jafhri og harðri keppni sem þessari og vissulega hægt að gera sig án- ægða með þennan ótvfræða sigur yfir Finnum, sem hafa komin vem- lega á óvart á mótinu til þessa. Skák Jóhanns Allar vom sigurskákir Islending- anna í gærbráðskemmtilegar. Einna mestar sviptingar urðu þó hjá Jó- hanni og vom áhorfendur ekki á einu máli um það hvort hann ætti nokkra lífsvon eftir byrjunarleikina, þegar hann lék riddara sínum fram og aftur um borðið meðan Rantanen kom mönnum sínum í vænlegar stöður. En lítum nú á þessa skák: Hvítt: Rantanen (Finnlandi). Svart: Jóhann Hjartarson. Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Islenska sveitin stendur sig afbragðsvel og er nú aðeins einum vinningi á eftir sovésku sveitinni. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. f4 a6 7. Bd3 b5!? Glæfralega leikið. Ömggast þykir að leika 7. -Be7 og koma kónginum í skjól áður en hafist er handa á drottningarvæng. Reyndar veit Jó- hann að Rantanen kann mjög vel við sig í hefðbundnum Sikileyjar- stöðum, hefur e.t.v. ætlað að setja hann út af laginu með textaleiknum. Svartur veikir sig nokkuð á drottn- ingarvæng og verður að gæta þess að tapa ekki hróknum á a8, sem er freistandi skotmark á löngu skáklín- unni f3-a8. Hvítur reynir nú að færa sér þetta í nyt. 8. e5 dxe5 9. fxe5 Rd510. Dg4 Rb4! Harla óvenjulegur leikur. Svartur er þegar langt á eftir í liðsskipan en heldur ótrauður áfram að hoppa með riddarann! Tilgangurinn er vita- skuld sá að skipta upp á hættuleg- asta sóknarmanni hvíts, biskupnum á d3. Hann kemur jafnframt í veg fyrir hótunina 11. Be4. 11. Bg5 Rxd3+ 12. cxd3 Dd7! Sjaldséð í stöðum sem þessum, þeg- ar drottningin á yfirleitt heima á c7. Hún stendur þó mun betur á þessum reit, hefur vakandi auga með e6 og riddaranum á d4. Svartur græðir lítt á að setja á peðið á e5, hann hefur engan tíma til að taka það eftir 12. -Dc7 13. 0-0. Nú er stutthrókun úti- lokuð vegna 13. -Bc5. Finnski stórmeistarinn kýs þvi að hróka langt og herða sóknina gegn hálfberrössuðum kóngi Jóhanns. 13.0-6-0 Bb714. Hhfl Rc615. Rxc6 Bxc616. Re4 b417. Kbl b318. axb3 Hb8 19. d4 Dd5 20. Rd2 h6 21. Be3 Dxg2 22. Df4. Svartur hefur varist vel; hann hef- Skák Askell Örn Kárason ur öll yfirráð á hvítu reitunum en getur ekki beitt liði sínu sem skyldi vegna aðgerðaleysis biskups og hróks á kóngsvængnum. Peðsránið kann að þykja hættulegt, þar sem það opnar línur til sóknar gegn svarta kóngsvængnum, en Jóhann sýnir fram á að vöm er til. Og hvað sagði ekki Pedersen forðum: „Peð er alltaf peð“. Rantanen er nú kom- inn í nokkurt tímahrak, en Jóhann teflir vörnina af fimi línudansarans. 22.-Dg6+ 23. Ka2 Be7 24. Rc4 0-0 Loksins! Nú tekur að halla á hvítan. 25. Df2 Bd5 26. Hgl Bg5! 27. h4 Bxe3 28. Dxe3 Dh5 29. Hcl Hb5 30. Hc3 Hfb8 31. Kbl Bxc4 32. Hxc4 Hxb3 33. Hc8+ Hxc8 34. Dxb3 Dxh4 35. Hdl De4+ 36. Ka2 Dd5 37. Dxd5 exd5 0-1. Hvítur hefur ekkert mótspil til að vega upp á móti tveimur frelsingjum svarts á kóngsvæng. I þessari skák kemur vel fram helsti styrkur Jó- hanns Hjartarsonar: Að finna úrræði sem duga í erfiðum stöðum. ísland i hópi efstu þjóða: Með sigrinum í gær mjökuðust okkar menn nær bjarmanum £if stór- stjömum Rússa, sem virðast ólíkleg- ir til að sleppa efsta sætinu. Margir höfðu reyndar spáð því að þeir fæm í gegnum mótið án þess að tapa skák, en sú verður ekki raunin. í gær tap- aði Karpov sneypulega fyrir Ljubojevic, sem verður einmitt með- al keppenda á IBM-mótinu hér á landi í febrúar nk. Helstu úrslit: Sovétríkin-Júgóslavía 2-2 England-Ungverjaland 2,5-1,5 Kúba-Kína 3-1 Búlgaría-Frakkland 2,5-1,5 Bandarikin-Indónesía 2,5-1,5 Argentína-V-Þýskaland 3,5-0,5 Englendingar sýna enn klæmar og hafa nú lagt að velli tvo hættuleg- ustu keppinauta sína um 2. sætið. Það var Miles sem sá fyrir sigrinum í gær með þvi að vinna Sax. Staðan eftir 5 umferðir: 1. Sovétríkin 15,5 2. -4. England, Júgósl. og Kúba 15 5. -7. ísl. .Búlgaría og Argent. 14,5 I dag eiga skákmennimir frí en í 6. umferð, sem tefld verður á föstu- daginn, munu íslendingar að öllum líkindum mæta Argentínumönnum. Það var einmitt á móti þeim sem einn frækilegasti sigur á ólympiu- móti hefur unnist fyrr og siðar: 4-0 í Þessaloníku fyrir tveimur árum. Skyldi sagan endurtaka sig? Tannlæknirinn hætti við Sjálfkjörið varð í þrjú efstu sæti framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Á miðnætti í gærkvöldi hafði aðeins eitt framboð borist i hvert sætanna; Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, í fyrsta sæti, Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingismanns í annað sæti og Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns flokksins, í þriðja sæti. í fjórða sæti bámst þrjú framboð; Björgvins Guðmundssonar, fyrrver- andi borgarfulltrúa, Jóns Braga Bjamasonar prófessors og Lám V. Júlíusdóttur, lögfræðings ASÍ. Kosið verður á milli þeirra í prófkjöri 29. og 30. þessa mánaðar. Á sunnudag klukkan 14 verður framboðsfundur á Hótel Sögu þar sem frambjóðendur kynna sig og svara fyr- irspurnum. Siguijón Benediktsson, tannlæknir á Húsavík, hætti við að bjóða sig fram í 2. sæti gegn Jóhönnu Sigurðardóttur. „Hann hringdi í mig í gær og óskaði eftir viðtali um tannlæknamálin. Það eina sem ég sagði var að ég myndi tala við hann ef ég hefði tíma,“ sagði Jóhanna í morgun. -KMU; Sigurjón Benediktsson tannlæknir við komuna til Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi. Kolbrún Jónsdóttir alþingismaðui og fimm tannlæknar tóku á móti honum. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.