Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
Sviðsljós
Olyginn
sagði...
Priscilla
Presley
segir fjölmiðla skálda upp hinar
hræðilegustu sögur um hana
og líklega geri þeir það vegna
þess að hún reyni að halda
einkalífinu fyrir sig. Að blaða-
greinunum slepptum er hún
býsna ánægð með lífið og lét
hafa eftir sér nýlega að það
væri hennar fjallgrimm vissa að
rokkkóngurinn sálugi - Elvis
Presley-yrði harla káturef hann
sæi hvernig eiginkonan og
einkadóttirin hefðu hagað sínu
lífsmynstri eftir hans dag.
Coretta King
ekkja blökkumannaleiðtogans
Martins Lúther King, heldur
merki eiginmannsins hátt á lofti
og hefur aldrei verið atorkusam-
ari en einmitt núna á friðarári
Sameinuðu þjóðanna. Coretta
ferðast landa á milli, heldur ræð-
ur í kílómetratali og áréttar þá
skoðun Martins Lúthers að friði
verði að koma á í heiminum án
ofbeldisaðgerða. Nú er ekkjan á
ferð um Suður-Afríku og fundur
hennar með Winnie Mandela
er að hennar dómi ein stærsta
stundin í lífinu.
Farrah
Fawcett
Majors
íhugar þessa dagana alvarlega
hvort hún skuli láta undan
þrýstingi og ganga að eiga sam-
býlismanninn Ryan O'Neal. Þau
eru nú komin með tvö smábörn
og þykir sumum nóg um - og
ekki batnaði það þegar dóttir
Ryans, Tatum, hraðaði sér inn í
hjónabandshöfnina með tenn-
iskappanum sínum Ijúflynda.
Áður en af brúðkaupi getur orð-
ið setur Ijóskan Ryan þau skil-
yrði að hann temji skap sitt
meira en nú er, hætti að skella
símtólinú á vini og ættingja ef
tæpt er á einhverju sem ekki
fellur alveg að hans skapi þá
stundina. Því gengur nú sá góði
maður í tíma hjá rándýrum sál-
fræðingi sem hefur það á sinni
könnu að slípa tennur villidýrs-
ins. Þeir segja í Hollí að sá góði
sáli vinni fyrir kaupinu sínu
hörðum höndum...
Ekki af
baki dottinn
Gamla vestrahetjan, Burt Lancaster,
er ekkert að daprast þótt kominn sé
á áttræðisaldur. Hann er ástfanginn
upp fyrir bæði eyru af einkaritaran-
um sínum sem er hin þrjátíu og fimm
árum yngri Súsan. Gifting stendur
fyrir dyrum nú alveg á næstunni og
saman hafa þau skötuhjúin ferðast
um Bandaríkin og Italíu - dansað
Ítalíu á enda að sögn hins verðandi
brúðguma. Burt er í sjöunda himni
og stundi í eyra eins vinar síns -
þegar hann tyllti tánum á jörðina
eitt andartak - að Súsan léti sér
finnast hann táningur í annað sinn
á ævinni.
Klæðakistur
prinsessunnar
Þegar prinsessa hreyfir sig úr stað í farartækjunum. Hérna sjást starfs-
þarf heilmikinn viðbúnað - ekki síst menn krúnunnar bisa við eina af
ef um er að ræða sjálfa Díönu Breta- klæðakistum prinsessunnar sem að-
prinsessu. Ekki aðeins fylgir líf- eins er ein af mörgum í farangrinum
varðahersing og annað fylgdarlið - fyrir nokkurra daga vetrarleyfi í
heldur tekur klæðnaðurinn sitt pláss Balmoralkastala.
Leiðin liggur til andfætlinganna og Margrét Halldórsdóttir segist hlakka
rosalega til fararinnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ástralía
— fyrirheitna lanciið
Um áramótin leggja af stað héðan
átta ungmenni á vegum skiptinema-
samtakanna ASSE og er ferðinni
heitið til Ástralíu. Þar munu þau
dvelja hjá fjölskyldum og við nám í
eitt ár. Margrét Halldórsdóttir, nemi
í Verslunarskólanum, er ein þeirra
og sagðist aðspurð varla geta beðið
lengur eftir því að leggja af stað.
„Auðvitað hlakka ég rosalega til,“
segir Margrét.
„Sit á hverjum degi við póstlúguna
og bíð eftir að heyra frá þeim sem ég
á að búa hjá. Þetta eru hjón með
tólf ára strák og sextán ára stelpu
og þau eiga hund og kött.“
Þegar Margrét er innt eftir tildrög-
um þess að hún ákvað að sækja um
hjá ASSE verður ævintýraþráin efst
á blaði.
„Mér finnst alveg æðislega gaman
að ferðast og líka að hitta fólk. Það
er mikið ævintýri að fara til Ástralíu
og ekki margir sem fara þangað.“
I sumar vann ég með konu sem var
að fá í heimsókn til sín fólk sem hún
bjó hjá fyrir löngu - þegar hún sjálf
var skiptinemi - og hún kallaði þau
ennþá mömmu og pabba. Þetta er
eflaust eitt af því sem ýtti undir löng-
unina hjá mér að gera eitthvað
slíkt."
Mamman las reglurnar
Hver skyldu svo vera viðhorf fjöl-
skyldunnar hér heima þegar fyrir
dyrum stendur árs aðskilnaður?
„Pabba fmnst alveg hræðilegt að
missa mig í heilt ár en mamma las
reglurnar sem við þurfum að fara
eftir og sagði að þetta væri akkúrat
það sem ég hefði alltaf þurft. Regl-
urnar eru alveg ofsalega strangar."
Kostnaðinn við ferðina segist
Margrét brúa að mestu leyti sjálf en
það sem vantar upp á þau eitt hundr-
að og sextíu þúsund sem ævintýrið
kostar hjálpa foreldrarnir henni
með. Farið verður í byrjun janúar-
mánaðar og fara skiptinemarnir
íslensku saman í hóp sem skiptist svo
í Sidney.
„Þetta er ofboðslega löng ferð,“
segir Margrét að lokum.
„Það tekur þrjátíu tíma að fara frá
Kaupmannahöfn til Sidney og þá
eiga sum okkar eftir að fara til ann-
arra áfangastaða. En við hlökkum
til og reynum að afla allra mögu-
legra upplýsinga í bókasöfnum hér
heima áður en lagt verður af stað.“
Ekki bara leikur
Stefanía Harðardóttir hefur verið
á skrifstofu ASSE-samtakanna síð-
astliðin fjögur ár og segir þetta í
fyrsta skipti sem nemendur séu send-
ir til Ástralíu.
„Aðallega höfum við verið með
Bandaríkin og Kanada,“ segir Stef-
anía.
„Núna er í fyrsta skipti völ á árs-
dvöl í Frakklandi, Þýskalandi og
Ástralíu. Þetta er gott og merkilegt
tækifæri fyrir þessa krakka - víkkar
hjá þeim sjóndeildarhringinn á þeim
tíma sem margir hverjir eru í vafa
um hvað þeir eigi að leggja fyrir sig
í framtíðinni."
Kostnaður er misjafn eftir löndum
en ódýrast er að fara til Norðurland-
anna. Þar er gjaldið fyrir ársdvöl um
sjötíu og fimm þúsund krónur. Áður
en nemendurnir leggja af stað eru
þeir undirbúnir vel og læra meðal
annars að halda landkynningarræð-
ur.
„Þetta er ekki bara leikur," áréttar
Stefanía.
„Slíkar ferðir eru erfiðar og krakk-
arnir þurfa að sýna mikla aðlögunar-
hæfni.“