Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Page 37
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 37 Sviðsljós Madonna fann sér nýjan Að lokum hefur nú Madonna feng- ið sig fullsadda af Sean Penn og herma fregnir að nýja ástin heiti Nick Kamen - gallabuxnastjarna Levisfyrirtækisins vestra og söngv- ari að auki. Þar með er fimmtán mánaða stormasömu hjónabandi lokið og aðeins eftir að ganga endan- lega frá pappírunum. Eiginmaðurinn stundar nú nætur- klúbba Los Angelesborgar af kappi og er þar yfirleitt kófdrukkinn í fylgd með Chris, bróður sínum. Haft er eftir honum að hann kunni vel að meta nýfengið frelsi en vinirnir segja það einungis kokhreysti - Sean dauðsjái eftir Madonnu sinni en geti samt ekki hugsað sér að leggja fyrra líferni á hilluna. Einu úrræðin þegar honum var ljóst hvert stefndi með samband Madonnu og Kamens voru að reyna að koma í veg fyrir að þau hittust. Að breyta sjálfum sér flaug ekki þeim skapstóra Sean Penn í hug að gera. Turtildúfurnar nýju - Nick Kamen og Madonna - ráðgera nú ferð til London þar sem Band Aid góðgerð- ardansleikur er á dagskránni. Eftir þá ferð mun Madonna halda áfram að hjálpa söngvaranum og fyrirsæ- tunni með nýjustu plötuna og í athugun er einnig útgáfa sameigin- legrar hljómskífu. Umboðsmenn Madonnu eru alsælir yfir að losna við vandamálagepilinn, eiginmann söngkonunnar, en vinirnir óttast að hún hafi verið of fljót á sér að fara inn í nýtt samband aftur. Madonna sjálf segir fátt - brosir bara hringinn af hamingju. Penn drekkur meira en nokkru sinni Fyrirsætan og söngvarinn Nick Kamen er nýja ástin hennar Madonnu og hún er núna að aðstoða við hljóðritun fyrr og segist feginn að vera loksins á nýjustu plötu kappans. frjáls maður. Fyrir nokkrum árum hefði engan dreymt um að trió En aldrei skyldu menn segja aldrei og það var Ijóst með Bubba, Hauki og Megasi myndi lita dagsins Ijós. að þremenningarnir höfðu textann um þá góðu konu - Lóu á Brú - algerlega á tæru. Borg- inni Nýjasta tríóið í poppbransanum kom fram á djassvakningu sem hald- in var á Hótel Borg í síðustu viku. Þetta voru þeir frændurnir Bubbi og Haukur Morthens ásamt Megasi. Saman tóku félagarnir gamla góða lagið um Lóu litlu á Brú sem heillar menn og ljóst var að gestir Borgar- innar það kvöldið kunnu vel að meta framlag félaganna. Engar fregnir hafa þó borist af hvort frekara fram- hald verður á sigurgöngu Lóutríós- ins. DV-myndir KAE Ólyginn sagði... Béatrice Dalle þykir óræk sönnun þess að ekki þurfi allar konur að líta út eins og vannærðir smástrákar. Hún gerir það gott í Frans á forsíðum tímarita eins og Elle og Vouge og kvikmyndin með Dalle í aðal- hlutverki - Betty Blue - fer sigurför þar i landi. Framleið- andinn og leikstjórinn Divafírinn Jean-Jacques Beineix er hæstánægður og segir að hún hafi það sama og BB forðum - ótrúlegt líkamlegt aðdráttarafl. Nick Nolte safnaði um daginn í þrisvar sinnum þrjátíu daga skegg og er víst sá eini sem er sæmilega ánægður með árangurinn. Hann er á þeirri skoðun að menn eigi að gera almennilega það sem þeir á annað borð taki sér fyrir hendur en nöldrara- flokkurinn reynir itrekað að fá hann til að rífa aftur upp rakvél- ina. Sterkasta röksemdin er sú staðreynd að hann á í erfiðleik- um með að fá aðgang að versl- unum og veitingahúsum en þrjóskan ætlar Nolte alveg að æra ef á skeggið er minnst. Og siðasta aðgerðin mun vera að næla sér í nýtt hlutverk þar sem lúðalegur skeggvöxtur er ómiss- andi útlitseinkenni. Fergie hin breska heldur ótrauð áfram að læra að fljúga og stendur sig vel í stykk- inu að dómi flugkennaranna. Kalli mágur hefur sýnt þessu mikinn áhuga og flýgur oft með til hliðar og masar við Fergie í talstöðina. Svo langt gengur að vallarstarfsmenn kalla þetta kjaftarás konunglega flughers- ins og eru víst þeirri stund fegnastir þegar kóngaliðið hverfur af vettvangi. Þar er Di númer eitt á vinsældalistanum - vegna þess að hún þykir svo afgerandi pempíuleg að litil hætta sé á að hún fái þá flugu í höfðið að læra fluglistina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.