Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
Stjómmál
Prófkjör Framsóknaiflokksins í Reykjavík:
Haraldur Ólafsson alþingis-
maður féll í fimmta sætið
- Guðmundur efstur, Finnur í öðra sæti
Haraldur Ólafssson.
Haraldur Ólafsson alþingismaður
Sterk öfl unnu
gegn mér hér
í Reykjavík
„Það er vonlaust að vinna .gegn
svona kosningamaskínum,'1 sagði
Haraldur Ólafsson alþingismaður í
samtali við DV þegar hann var spurð-
ur álits á niðurstöðu próíkjörs
Framsóknarflokksins um helgina en í
prófkjörinu tapaði Haraldur fyrsta
sæti framboðslistans og hrapaði niður
í það fimmta.
„Það sem gildir er að hafa fé og
mannafla og að ná í fylgi langt út fyr-
ir raðir Framsóknarflokksins, en út í
það vildi ég ekki fara. Ég vann ein-
göngu að fylgisöflun innan flokksins
og það gaf ekki árangur, það voru
önnur öfl sterkari í þessari baráttu.
Ég vildi ekki taka þátt í þessari smöl-
un og treysti á fylgi flokksfélaganna,
en ég er þakklátur þeim sem studdu
mig og ég hef orðið var við mikla vin-
semd flokksfólksins í minn garð
undanfamar vikur. Ég lagði ekki út í
neinn kostnað í þessu prófkjöri og öll
sú vinna, sem mínir stuðningsmenn
unnu fyrir mig, var sjálfboðavinna,"
sagði Haraldur.
Spumingu um það hvort hann hygð-
ist láta kanna framkvæmd prófkjörs-
ins með tilliti til hugsanlegrar
þátttöku flokksfólks annarra stjóm-
málaflokka svaraði Haraldur þannig:
„Ég ætla ekkert að gera í því en vona
bara að þeir sem þátt tóku, en hafa
hingað til verið stuðningsmenn ann-
arra stjómmálaflokka, staldri nú við
í Framsóknarflokknum. Ég tek þess-
um úrslitum eins og þau em. En hvort
ég tek sæti á framboðslistanum, verði
mér boðið þar sæti sem ég veit ekki
um, á ég eftir að velta fyrir mér en ef
og þegar til þess kemur tek ég það til
athugunar," sagði Haraldur.
Um þá spumingu hvort meintur
stuðningur formanns flokksins við
Guðmund G. Þórarinsson hefði haft
áhrif á úrslitin sagði Haraldur: „Ég
vil ekkert segja um það annað en það
að það vom sterk öfl sem unnu gegn
mér hér í Reykjaví!. en við því er ekk-
ert að gera.“ -ój
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur varð í efsta sæti í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Reykjavík
um helgina eftir harða baráttu við
Finn Ingólfsson, aðstoðarmann sjáv-
arútvegsráðherra, sem varð í öðm
sæti, en Haraldur Ólafsson alþingis-
maður, sem skipað hefur efsta sæti
framboðslistans, hrapaði niður í
fimmta sæti og fellur þar með af
þingi, miðað við að Framsóknar-
flokkurinn fái svipað fylgi í Reykja-
vík og hann hefur haft undanfamar
kosningar.
I þriðja sæti varð Sigríður Hjart-
ar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
varð í fjórða sæti, Haraldur í fimmta,
Þór Jakobsson í sjötta sæti, Helgi
S. Guðmundsson í því sjöunda, Vald-
imar K. Jónsson í áttunda sæti og
loks Finnbogi Marinósson í því
níunda.
Alls tóku þátt í prófkjörinu 2.821,
en auðir og ógildir seðlar vom 123
talsins. Gild atkvæði vom því 2.698.
Leyfi til þátttöku höfðu 4.292 stuðn-
ingsmenn Framsóknarflokksins og
er kjörsókn því 65,7%.
Atkvæði féllu þannig að Guð-
mundur var með 1.295 atkvæði í
fyrsta sætið en 1.654 atkvæði alls,
Finnur var með 1.015 atkvæði í
fyrsta sætið, 209 í annað sætið og
1.592 atkvæði alls, Sigríður var með
1.367 atkvæði í 1.-3. sætið og 1.711
atkvæði alls og varð atkvæðahæsti
prófkjörsþátttakandinn. Ásta Ragn-
heiður hlaut 1.604 atkvæði alls og
lenti í fjórða sæti en á efitir henni
kom Haraldur Ólafsson með 1.407
atkvæði í allt. Atkvæði hans skipt-
ust þannig á milli sæta að hann fékk
305 atkvæði í fyrsta sætið, 534 at-
kvæði í annað, 320 í þriðja og 248
atkvæði í fjórða sæti listans. í sjötta
sæti kom síðan Þór Jakobsson með
1.063 atkvæði, í sjöunda sæti varð
Helgi S. Guðmundsson með 777 at-
kvæði, áttundi varð Valdimar K.
Jónsson með 580 atkvæði og loks
kemur Finnbogi Marinósson síðast-
ur með 342 atkvæði alls.
Mikil spenna var í prófkjörinu og
var smalað á báða bóga og um miðj-
an dag í gær var stöðugur straumur
fólks á kjörstað á flokksskrifstofuna
á Rauðarárstíg. Talningu stjómaði
Eiríkur Tómasson, formaður kjör-
stjómar og tilkynnti hann stöðuna
með 400 atkvæða millibili þar til
úrslit lágu fyrir.
-ój
Við upphaf talningar í prófkjöri Framsóknarflokksins. DV-mynd KAE
Steingrímur um útkomu Haralds:
Ottaðist þetta
og þykfr iltt
Finnur Ingólfsson:
Ræði úrslitin við
mína stuðningsmenn
„Ég hef það að segja að þessi próf-
kjör bjóða upp á þetta, nema frá
málum sé gengið fyrirfram eins og
kratamir gerðu í Reykjavík," sagði
Steingrímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
Stefngrimur Hermannsson.
flokksins, í samtali við DV þegar
álits hans var leitað á afleitum ár-
angri Haralds Ólafssonar alþingis-
manns í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Reykjavík um helgina.
Þar hrapaði Haraldur úr fyrsta sæti
listans, sem hann hefur skipað, niður
í það fimmta.
„Ég óttaðist þetta og mér þykir
þetta ákaflega illt, en Haraldur Ól-
afsson er einn af okkar mætustu
þingmönnum. En að öðm leyti er
ég ánægður með listann og það skipa
hæfir menn efstu sætin, og raunar
er þetta allt frambærilegt og dug-
mikið fólk sem mun vinna vel í
kosningabaráttunni, ekki síður en
það gerði í prófkjörsbaráttunni. Það
eina sem skyggir á er útkoma Har-
alds í þessu prófkjöri. Ég hefði viljað
hafa Harald í einu af efetu sætum
listans, en annars er listinn sterkur
og sigurstranglegur. Ég er sannfærð-
ur um að við faum tvo menn kjöma
á Alþingi af þessum framboðslista,"
sagði Steingrímur Hermannsson.
-ój
„Ég er fyrst og fremst þakklátur
þeim mikla fjölda sem vann fyrir mig
í þessu prófkjöri og ég óska Guðmundi
G. Þórarinssyni til hamingju með sæt-
ið,“ sagði Finnur Ingólfeson, aðstoðar-
maður sjávarútvegsráðherra, í samtali
við DV þegar álits hans var leitað á
niðurstöðu prófkjörs Framsóknar-
flokksins nú um helgina en í því hlaut
Finnur annað sætið, en hann stefhdi
á það fyrsta sem Guðmundur G. Þór-
arinsson hreppti.
„Ég stefndi á fyrsta sætið og ég átti
von á þvi að það myndi takast að ná
því sæti,“ sagði Finnur.
- Mun þessi prófkjörsniðurstaða
hafa einhver eftirköst af þinni hálfu?
„Ég á ekki von á því en þori raunar
ekkert um það að segja á þessu stigi
málsins. Ég á eftir að ræða þessi úr-
slit við mína stuðningsmenn," sagði
Finnur Ingólfsson.
-ój
Finnur Ingólfsson ásamt eiginkonu sinni, Kristinu Vigfúsdóttur, i hópi glað-
beittra stuðningsmanna. DV-mynd GVA
Gissur Pétursson, formaður SUF:
Flokksbundnir
sjáKstæðismenn réðu
úrslitum í prófkjörinu
„Flokksbundnir sjálfetæðismenn
réðu úrslitum í þessu prófkjöri,"
sagði Gissur Pétursson, formaður
Sambands ungra framsóknarmanna,
í samtali við DV í gær þegar hann
var spurður um meinta þátttöku
fylgismanna annarra stjómmála-
flokka í prófkjöri Framsóknar-
flokksins um helgina.
Gissur sagðist vita þess nokkur
dæmi að stuðningsmenn annarra
stjómmálaflokka, þar á meðal
stuðningsmenn Sjálfetæðisflokksins,
hefðu kosið í prófkjörinu og hefðu
þeir verið fengnir til þátttöku af fylg-
ismönnum Guðmundar G. Þórarins-
sonar.
Um niðurstöðu prófkjörsins al-
mennt sagði Gissur að hann óttaðist
það að einhver hluti þess unga fólks,
sem hefði verið viðloðandi Fram-
sóknarflokkinn og kosið Finn
Ingólfeson í prófkjörinu, segði nú
skilið við flokkinn vegna niðurstöðu
prófkjörsins. „Við sem erum í forystu
fyrir unga framsóknarmenn munum
auðvitað ekki gera það,“ sagði Giss-
ur og bætti því við að erfitt gæti
reynst að fa ungt fólk til að starfa í
kosningabaráttunni fyrir Fram-
sóknarflokkinn vegna þessarar
útkomu.
-ó)
Guðmundur G. Þórarinsson:
Ánægður með að þetta skuli hafa tekist
„Mér er á þessari stundu efet í huga
ánægja með það að þetta skuli hafa
tekist og þakklæti til þeirra stuðnings-
manna minna sem hafa barist fyrir
mig undanfama daga,“ sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson verkfræðing-
ur í samtali við DV þegar úrslit í
prófkjöri Framsóknarflokksins lágu
ljós fyrir, en Guðmundur hlaut þar
fyrsta sætið eftir mikla baráttu við
Finn Ingólfeson.
Guðmundur var spurður að því
hvort mikið hefði verið um það að
fólk úr öðrum stjómmálaflokkum
hefði tekið þátt í prófkjörinu og svar-
aði Guðmundur þeirri spumingu
þannig að fylgi stjómmálaflokka væri
nú lausara en það áður hefði verið.
„Fólk tilheyrir ekki lengur ákveðnum
stjómmálaflokkum eins og áður var,
fylgið er lausara og það sveiflast tií
og flokkamir eiga ekki sitt fólk eins
og áður var. En ef okkur tekst vel til
í kosningabaráttunni þá á ég von á
að mikill fjöldi þessa fólks fylgi okkur
í kosningunum og það getur margt
breyst á því hálfa ári sem er til kosn-
inga,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur var spurður að því
hvort formaður flokksins hefði stutt
hann í prófkjörinu og svaraði hann
því þannig: „Ég held að Steingrímur
hafi engin afekipti haft af þessu próf-
kjöri." -ój
Guðmundur G. Þórarinsson í hópí ánægðra stuðningsmanna eftir að Ijóst
varð að hann hafði hlotið efsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins um helg-
ina. Næstir Guðmundi á myndinni eru þeir Kristján B. Þórarinsson kosnínga-
stjóri hans, til vinstri, og hægra megin er Þráinn Valdimarsson, en hann er
kallaður „arkitekinn" að framboði Guðmundar. DV-myrid GVA