Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
5
Fréttir
Með stærrí Skaftárhlaupum
Klukkan fimm í gærdag náði
hlaupið í Skaftá hámarki og nóði
þvi jafhframt að verða eitt af þremur
stærstu hlaupum sem sögur fara af.
Það vill svo til að lítill ís er í órfar-
vegum þannig að vatn náði ekki að
flæða yfir bakka.
Rúm tvö ár eru liðin frá því síð-
asta hlaup varð, þá skreið það mjög
hátt þótt ekkert tjón hafi hlotist af.
Að sögn Sigurjóns Rists vatna-
mælingamanns hafa hlaupin i Skaftá
verið með reglulegu millibili frá
1955. Hlaup hófst er ketilsig myn-
daðist vest-norð-vestur af Gríms-
vötnum, síðan hafa komið hlaup með
nokkuð reglulegu millibili á 2ja ára
fresti en þó með nokkrum undan-
tekningum. Sem ekki er undarlegt
því önnur sigdæld hefur myndast
vestra og raunar hefur smáhlaup
komið enn vestar. Nú lítur þvi út
fyrir að það séu þrjár sigdældir sem
liggja í línu frá Hamrinum og austur
til Grímsvatna. Þessar þrjár sig-
dældir fyllast að mestu á milli
hlaupa. í hlaupinu í ór kemur vatnið
úr elsta ketilsiginu frá 1955 austast
við Grímsvötn.
Austur með Brekkunum á Kirkju-
bæjarklaustri fer Skaftá en hún
flytur nú á seinni árum aðeins litinn
hluta af rennslinu. Aðafrennslið fer
um Ásaeldvatn og niður í Kúðafljót.
Viðkvæmasti áfangastaður hlaups-
ins er á Ásaeldvatni. Þar er brú á
hringveginum sem tvisvar hefúr
grafið undan. í Landbroti eru miklir
garðar til að hindra að Kúðafljót
flæði yfir og má þakka fyrir að ekki
er ís í ánum. ísinn veldur því að far-
vegurinn stíflast og vatn flæðir yfir
árbakkana.
Rennsli árinnar náði um 1000 ten-
ingsmetrum á sekúndu árið 1955 en
í dag þegar vöxtur er mestur er það
1600 teningsmetrar. Venjulega á
þessum árstíma er það að meðaltali
70 teningsmetrar á sekúndu.
-GKr
riAMCJeep UMBOÐIÐ
Höfum undanfarið tekið upp mikið
magn varahluta í AMC JEEP.
AMC WAGONEER-
AMC CHEROKEE-
AMC EAGLE-
AMC CONCORD-
AMC WILLYS-
JEPPA
Sérpöntum
varahluti á
skömmum tíma.
T.D.:
BODDlHLUTI,
RAFKERFI,
UNDIRVAGN,
STÝRISGANG,
O.FL.
NYJAR SENDINGAR
VIKULEGA
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395
FIAMCJeep riAMCJeep riAMCJeep n AMC P
Jólin nálgast óðum og báru vegfarendur þess glöggt vitni er þeir sáu þessa
fríðu sveina skemmta börnum á öllum aldri í Austurstræti á laugardaginn.
DV-mynd GKr
„JOLÁTILBOÐ
FJOLSKYLDUNNAR
FRA PANASONIC
Nú, þegar fjölskyldan slær saman í
elna veglega jólagjöf, er mikið atriði að
vanda valið. Á tímum gylliboða er
nauðsynlegt að staldra við og hugsa
sig vel um, því nóg er framboðið og
ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin.
Við viljum þess vegna benda ykkur á
Panasonic sem vænlegan kost,
sérstaklega þegar það er haft í huga,
að Panasonic myndbandstækin fara
sigurför um heiminn og eru í dag
lang-mest keyptu tækin. Einnig má
minna á, að sem stærsti myndbands-
tækjaframleiðandi heims, eyða þeir
margfalt meiri peningum í rannsóknir
og tilraunir en nokkur annar framleið-
andi. Það þarf því engum að koma á
óvart að samkvæmt umfangsmestu
gæðakönnun sem framkvæmd hefur
verið hjá neytendasamtökum í sjö
V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú,
að myndbandstækin frá Panasonic
biluðu minnst og entust best allra
tækja. Þessar staðreyndir segja meira
en hástemmt auglýsingaskrum.
Jólatilboð á NV-G7 frá
37.850,-
m
WJAPIS
BRAUTARHOLT 7 SÍMI 27133
vlis
. Front loacjírtgt System
se
Q * 3 3
0 3 L
n n n
u u u
MEMORY/
Wtux*