Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Page 12
12 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Neytendur Mjög mikil markaðsaukning hefur átt sér stað hjá Kjötmiðstöðinni á undanfómum árum. í hveijum mán- uði selur fyrirtækið 75-80 tonn af kjöti sem jafhgildir því að það metti 450-500 þúsund manns á mánuði. Kjötmiðstöðin hefur jafnan komið mjög vel út í verðkönnunum og ve- rið með hagstætt verð fyrir neytend- ur. Fyrirtækið hefur lagt sig sérstaklega eftir því að gera hag- kvæm innkaup sem orðið hafa til þess að verslunin er landsfræg fyrir lágt vöruverð. Kjötmiðstöðin selur bæði nauta- og svínakjötið undir heildsöluverði. Heildsöluverð á reyktu svínalæri er 341,20. Það er selt í Kjötmiðstöðinni á 290 kr. en verður 298 kr. í framtíð- inni, þrátt fyrir að von sé á verð- hækkun á svínakjöti um mánaðamótin (1. des.). Londonlam- bið er 75 kr. ódýrara en hjá sam- keppnisaðila fyrirtækisins. Ný og fullkomin kjötvinnsla Kjötmiðstöðin hefur jafnan verið með kjötvinnslu í húsnæði sínu við Laugalæk en það var fyrir löngu orðið alltof lítið. Fyrir um það bil ári keypti fyrirtækið húsnæði undir kjötvinnslu að Vitastíg 5 sem nú er komin í fullt gagn. Þar eru fullkomnar kjötvinnslu- vélar, meðal annars tölvustýrðir reykofnar af nýrri og fullkominni gerð. Kjötið er reykt í þessum nýju ofhum á 2 klukkutímum. Það fær lengra geymsluþol og það sem mest er um vert, rýmun verður lítil sem engin í kjötinu. Hrafh sagði í viðtali við DV að samkeppnisaðilar hans reiknuðu sér 100 kr. fyrir að reykja hvert kg vegna rýmunar. Veitingamaðurinn Loks bættist við Kjötmiðstöðina um síðustu mánaðamót þegar fyrir- tækið keypti Veitingamanninn. Það er matargerðarfyrirtæki sem sér- hæfir sig í bakkamat fyrir stofnanir og fyrirtæki og einnig veislumat. Diane Lynnbaker sýnir okkur jólarjúpumar en þær eru seldar á 200 kr. stykkið. Það er sama verð og skotmennirnir tá fyrir rjúpuna þannig að það er einungis þjónusta við neytendur þegar kaupmenn selja þeim rjúpuna á þessu verði, segir Hrafn Bachmann kaupmaður. DV-myndir Brynjar Gauti Nýlega buðu Hrafii Bachmann kaupmaður og meðeigendur hans, viðskiptafræðingamir Ármann Reynisson og Pétur Bjömsson, ýms- um aðilum, m.a. blaðamönnum, að skoða nýjustu fyrirtækin. fisk með kokkteilsósu, hrásalat og hvítar kartöflur. Síðan er saxbauti með lauk, grænmeti, steiktum kart- öflum og brúnni sósu og skyr með rjómablandi. Á fimmtudegi er búð- ingssúpa, soðnar fiskibollur með karrísósu, hvítum kartöflum og sal- ati og á föstudegi er hangikjöt með uppstúfi, grænum baunum og hvít- um kartöflum, sveppasúpa á imdan og desert á eftir. Bamamaturinn kostar helming af fullorðinsmatnum. Matseðlar hinna fullorðnu em svipaðir og kosta frá 230 kr. ódýr- asti dagurinn upp í 300 kr. fyrir þann dýrasta. Á boðstólum var t.d. létt- steikt lambalæri Bemaise, með parísarkartöflum, rósakáli og bema- isesósu, sveppasúpa á undan og desert á eftir. Einnig er hægt að fá sérstakan megrunarmatseðil og loks svokallaðan kabarett mat sem em ýmiss konar smáréttir og brauð. Maturinn er framreiddur í plastí- látum sem sett em ofan í sérstakan hitabakka eins og notaðir em á sjúkrahúsunum. Maturinn helst heitur allt að 4 klt, í slíkum bökkum. Þarna sýnist vera kominn tilvalinn matur fyrir eldri borgarana sem búa einir og þurfa að elda handa sér sjálf- ir. Hentugra getur það varla verið. Meðal nýjunga, sem boðið verður upp á í veisluþjónustunni, em heil- steiktar stórsteikur, eins og heil- steiktir grísir og nautalæri. „Við ætlum að lækka verðið á til- búna matnum töluvert eða úr 980 kr. í 680 kr. Þá lækkuðum við verð- ið á kaffisnittunum í 35 kr.,“ sagði Hrafn Bachmann. Undir stöðugu eftirliti Öll fyrirtækin þrjú em undir stöð- ugu eftirliti heilbrigðisfulltrúa, Gunnars Kristinssonar hjá Mat- væla- og næringarráðgjöfinni sf. Einnig hefur Guðjón Þorkelsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins haft eftirlit með vömþróun. Það fæ- rist í vöxt að fyrirtæki í matvælaiðn- aði séu undir stöðugu eftirliti heilbrigðisfulltrúa annarra en hins opinbers eftirlits sem auðvitað fylg- ist áfram með fyrirtækjunum. -A.BJ. Kjötmiðstöðin færir út kvíamar Magnús Friðbergsson, yfirkjötvinnslumaður nýju vinnslustöðvarinnar, við tölvustýrða reykotninn. Þúsund matarskammtar um hádegið í Veitingamanninum em ma- treiddir um þúsund matarskammtar sem afgreiddir em út úr fyrirtækinu um hádegisbilið. Yfirmatreiðslu- meistari er Lárus Loftsson. Gífurlegt magn af matvælum er matreitt í mál. Sem dæmi má nefha að sjóða þarf 6 poka (25 kg) af kartöflum í hvert mál. Fjölbreyttir matseðlar em í gangi, skipt um vikulega. Tvíréttað er alla daga nema á föstudögum, þá er þrí- réttað. Meðal viðskiptavina Veitinga- mannsins em dagheimili Reykjavík- inborgar og em matarskammtar fyrir bömin sniðnir við þeirra hæfi. Sem dæmi um bamamatseðil eina vikuna var boðið upp á: pönnu- steikta paprikurúllettu með kart- öflumús, sultu og rjómasósu og ferska ávexti, tómatsúpu, steiktan Það gengur mikiö á hjá þeim í Veitingamanninum á morgnana þegar þeir matreiða og skammta þúsund matarskammta á fáeinum klukkutímum. Þama eru matreiðslumennimir Sölvi B. Hilmarsson, Baldur Úlfarsson og Konráð Stefánsson nemi. A að skylda stórmarkaði til að taka þátt í rekstrí hverfaverslana? Opnunartími verslana í desember Heimilt er að hafa verslanir opn- ar á laugardögum í desember sem hér segir 6. desember til kl. 16.00, 13. desember kl. 18.00, 20. desember kl. 22.00, Þorláksmessu til kl. 23.00, aðfangadag til kl. 12.00. Versianir má hafa opnar mánu- daga til fimmtudaga til kl. 18.30 og föstudaga til kl. 21.00. -A.BJ í nýútkomnum Félagstíðindum KRON er viðtal við Ingólf Ólafcson sem verið hefur kaupfélagsstjóri KRON sl. 23 ár. Þar segir hann m.a.: „Stórmarkaðimir munu beijast um lægsta vöruverðið og það gerir rekstr- argrundvöll smærri hverfabúðanna æ erfiðari. Ég tel að alveg eins og ný- lenduvaran hefur orðið að standa undir dreifingarkostnaði annarra matvara verði stórmarkaðimir nú að taka þátt í rekstri smærri búðanna. Það hefur KRON gert. Þetta er auð- vitað gagnrýnt af sumum. Ýmsum finnst svona verðjöfnun óeðlileg. I jafii harðri samkeppni og nú ríkir, getum við ekki einbeitt okkur að rekstri stór- verslana. Félagið viðurkennir nauð- syn hverfaverslana fyrir félagsmenn sína og aðra. Ef KRON væri aðeins með stórverslanir gætum við sýnt enn lægra vömverð en það kæmi niður á þjónustunni við félagsmenn. Þeir vilja hverfaverslanir líka og tengsl þeirra við þær em miklum mun sterkari en við stórmarkaðina.“ KRON rekur fimm hverfaverslanir í Reykjavík og tvær í Kópavogi fyrir utan stórmarkaðina. Þá er í blaðinu sagt frá allt að 73% aukningu á vörusölu hjá Stórmarkaði KRON í Kópavogi. Hjá öðrum versl- unum KRON var söluaukningin 40% fyrstu sex mánuði þessa árs. - Sagt er frá nýjustu KRON búðinni, Kaup- stað, og fleira efhi er í blaðinu.A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.