Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Pamam Í7) ORKU- ^ SIPPU- BANDIÐ ÞJALFAÐU OG MÝKTU LÍKAMANN Á FÁEINUM MÍNÚTUM Á VIKU Handhægasta líkamsræktin í dag Viltu eyða D MÍNÚTUM annan hvern dag í að: - styrkja líkamann - bæta línurnar - auka þolið með skjótum árangri? Þá skalt þú reyna orkusipp. ÚTSÖLUST AÐIR í Rvík og nágr. - Ástund, Austurveri - Bikarinn, Skólavöröustig 14 - Hagkaup, Skeifunni og Kjörgarði - Markið, Ármúla 40 - Sparta, Laugavegi 49 - Sportvöruverslun Ómars, Suöurlandsbr. 6 - Sportvöruverslun, Drafnarfelii 12 - ÚtilH, Glæsibæ - V. Tína Mina, Laugavegi Vöruval/Stjörnusport, Garöatorgi Akranes - V. Óöinn Akureyri - Hagkaup Blönduós - Óskaland Egilsstaöir - V. Skógar Grindavík - Bókabúö Grindavíkur Hella - Hellirinn isafjöröur - Sporthlaöan Keflavík - Hagkaup, SportbúÖ Ómars Neskaupstaöur - Hárgreiðslu- og snyrtisL SandgerÖi - Aldan Selfoss - Sportbær Takmarkaðar birgðir til jóla. • Það eykur súrefnisflutning hjarta, lungna og æðakerfis. • Það eykur brennslu á fitu og hitaeiningum • Það gefur betri línur og eykur styrk og þol • Það eykur líkamsþróttinn og dregur úr streitu. • Og þú getur stundað það nánast hvar sem er og hvenær sem er. Einar Thoroddsen læknir er mjög ánægöur meö árangurinn af orkusippubandinu eftir rúmlega sex vikna notkun. Hann segir þaö gefa góða alhliða þjálfun. Hjartaslátturinn örvist mikiö án þess aö æfingarnar séu mjög eiflöar. Einar segir aö þoliö hafi aukist og líkaminr styrkst, þá sérstaklega éfri hluti hans. Einnig finnst honum ekki eins mikií þörf á því aö leggja sig eftir vinnu á kvöldin síöan hann byrjaöi aö sippa! Islenzk-erlenda verzlunarfélagið h/f Sími 20400 Einar Thoroddsen. LÝSANDI KROSSAR Á LEIÐI LJÓS & ORKA Suðurlcindsbraut 12 sími 84488 Sl. fimmtudag birtist í DV bls. 34 texti ásamt mynd af undirrituðum undir fyrirsögninni „Sorglegt metn- aðarleysi". Hér var um að ræða afrakstur símtals míns við blaða- mann DV og var umræðuefhið, svo sem venja er til, í dálkinum „í gær- kvöldi", íslenskir fjölmiðlar. Um fjölmiðla, einkum útvarp og sjónvarp, hef ég óvenjumikið að segja þessa dagana en hef látið mér nægja að tauta vísdóminn í barm mér svo sem venja er meðal þeirra sem þykjast hafa hvað mest fram að færa. Það var því með nokkrum létti að ég varð við þeirri málaleitan blaðamanns að viðra skoðun mína á íslenskum fjölmiðlum í nokkrum orðum. Fannst tækifærið kjörið til þess að fá þannig að taka þátt í opin- berri umræðu þó ekki væri umgjörð- in stórbrotin. En því miður varð þessi þátttaka mín með öðrum og aumari hætti en efhi stóðu til. Einhver skelfilegur misskilningur virðist hafa átt sér stað við vinnslu þessara fáu orða. Hvort sem hann stafaði af skilnings- leysi, tímaskorti eða „sorglegu metnaðarleysi", þá varð hann þess valdandi að það sem í símtalinu hljómaði sem býsna bitastætt nöldur (þó ég segi sjálfur fiá..) varð í blað- inu að bamalegu bulli, oft illskiljan- legu og stundum gjörsamlega óskiljanlegu. Ég kannaðist vissulega við flestöll orðin, en innihaldið, orðalagið, hugsimin, - allt var þetta meira eða minna úr lagi fært. Þrjú dæmi Ég nefni þrjú dæmi af fjölmörgum, máli mínu til skýringar: A. Ég segi: „Ég heyrði í Bylgjunni útundan mér á mínum vinnustað og var þar með orðinn hlustandi sam- kvæmt nýju skilgreiningunni á Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður. orðinu hlustun. Samkvæmt henni er maður orðinn hlustandi um leið og kveikt er á útvarpstæki í því húsi sem maður er staddur í hveiju sinni.“ Og stuttu síðar: „En auðvitað hlustar maður ekki neitt, því það er ekkert að hlusta á. Þetta er bara þama. Hvað heldurðu t.d. að margir hlustuðu í raun og veru á rigninguna ef hún tæki upp á því að lemja utan húsið alla 365 daga ársins?“ Þetta lítur svona út í blaðinu: „í Bylgjunni heyrði ég útundan mér allan daginn á mínum vinnustað, þar með var ég orðinn hlustandi, saman- ber hvað ætli margir hlusti á rign- inguna 365 daga á ári.“ (!) B. Ég segi: „Þetta frelsi fjölmiðl- anna, sem sífellt er verið að tala um, virðist mér vera háð sífelldum vin- sældakönnunum sem eiga að finna skotmörk handa auglýsendum, þeim sem eiga peningana. Þetta kalla ég ekki frelsi." Þetta verður í blaðinu: „Svo ég nefhi frjálsa fjölmiðlun sem virðist felast í vinsældakönnunum." (Punktur!) C. Ég segi: „Bein útsending er ein- hverskonar töfraorð. Það er engu líkara en menn haldi að ómerkilegur texti og innihaldslaus, eins og enda- lausar veðurlýsingar, verði eitthvað merkilegri við það að vera í beinni útsendingu." Þetta verður í blaðinu: „Bein út- sending er töfraorðið, til dæmis hvað er svona merkilegt við það að geta sagt til um veðrið akkúrat núna.“ Sver af mér krógann Ég vona að þessi dæmi gefi nokkra mynd af þeim hamförum sem þama hafa átt sér stað. E.t.v. finnst ein- hverjum „vönum manni“ í fjölmiðla- heiminum sem ég geri allt of mikið úr þessu slysi - þetta ku víst vera svo algengt. En í því tilviki hef ég mér til afsökunar að vera enn svo blessunarlega óvanur að umgangast íslenska fjölmiðla að þessi notalega doðatilfinning fyrir rangfærslum, sem t.d. stjómmálamenn hafa margir hverjir ræktað upp hjá sér, er enn ekki á mínu valdi. Mér finnst því beinlínis óþægilegt að sjá einhvem bulla svona í mínu nafhi og verð sóma míns vegna að sverja af mér krógann. Barmtautið er víst ömgg- ast eftir allt saman. Með fyrirffam þökk fyrir birtingima. Þorvaldur Þorsteinsson. Svar blm: Vegna athugasemdar þinnar hér að ofan langar mig að benda á nokkur atriði sem „rithöfundar“ jafnt sem aðrir ættu að sjá í hendi sér að hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu, sem er og verður alltaf „barnalegt bull“. Þess vegna ætla ég að svara þér aðeins í stuttu máli, en ekki í býsna miklu „bita- stæðu nöldri". f fyrsta lagi er þetta viðtal ör- stutt á prenti. Þess vegna gefur það auga leið að ef ég hefði sett inn í þau þijú dæmi af annars fjölmörg- um, sem þú nefnir, hefði greinin farið út fyrir þau mörk sem sett em. Og satt að segja hefði umsögn- in getað skagað í hálfsíðuviðtal. Auk þess taldi ég á samtali mínu við þig að ég hefði komið þér í skilning um hvemig hlutimir ganga fyrir sig, en á einhvern hátt hefur þú misskilið orð mín, kannski vegna þinnar eigin doðatilfinning- ar sem þú nefnir sjálfur í grein þinni. -GKr Spjallað spjall - athugasemd vegna viðtals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.