Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Síða 26
26
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
Iþróttir
Samúel rotaði Stúdenta og
Þróttur styrkti stöðu sína
Þróttur sigraði í þremur hrinum gegn einni
Með sigri yfir íþróttafélagi stúdenta
í Hagaskóla í gærkvöldi styrktu Is-
landsmeistarar Þróttar enn stöðu sína
á toppi 1. deildar karla í blaki. Þróttur
er eina liðið án taps en tvö lið hafa
tapað einum leik, Víkingur og Fram.
IS er með þijú töp úr sex leikjum.
Sigur ÍS í fyrstu hrinu, 15-8, gaf
mönnum vonir um að mótið kynni að
galopnast. Þróttarar svöruðu hins
vegar með 15-5 sigri í næstu hrinu.
Baráttugleði Samúels Amar Erl-
ingssonar, besta manns leiksins,
tiyggði Þrótti sigur í þriðju og fjórðu
hrinu, 15-11 og 15-9, og þar með 8-1
sigur í leiknum.
I Allen er enn I
! markahæstur!
- í Englandi
Tottenham-leikniaðurinn Clive
Allen hefúr verið drjúgur við
markaskorunina í 1. deild ensku
knattspymunnar í vetur og er
markahæstur, hefur skorað 21
mark, næstur í röðinni er Ian
Rush, Liverpool, með 20 mörk.
Þeir Tony Cottee, West Ham, og "
John Aldridge, Oxford, hafa báð- ■
ir gert 15 mörk.
Michael Quinn frá Portsmouth !
er markahæstur í 2. deild með I
15 mörk, Wayne Clarke, Birm- I
ingham, hefur gert 14 mörk og ■
Trevor Senior, Reading, 13 mörk. I
-JKS. j
ÍS varð fyrir því áfalli að missa Frið-
jón Bjamason út af með rifinn vöðva
í kálfa. Friðjón kemur trúlega ekki til
leiks á ný fyrr en eftir áramót.
Víkingar em á miklu skriði þessa
dagana. Þeir sigmðu Norðfirðinga 3-0
á laugardag; 15-6, 15-5 og 15-9. Ef
Víkingsliðið heldur þessu striki kemur
það til með að ógna vemlega hand-
höíúm íslandsmeistaratignarinnar.
Austfirðingamir unnu tvær hrinur
af HK í gær en Kópavogspiltamir
reyndust þrautseigari í erfiðum 122
mínútna leik og sigmðu, 3-2. Hrinur
fóm 15-11,16-14,9-15,13-15 og 15-10.
Norður á Akureyri fékk Héraðssam-
bandið Skarphéðinn sín fyrstu stig í
deildinni um leið og KA var skilið
Heimsmet
í5000 metrum
Norðmaðurinn Geir Karlstad bætti
heimsmetið í 5000 metsa skauta-
hlaupi karla um meira en þrjár
sekúndur á heimsbikarmóti í skauta-
hlaupi sem fram fór í Hollandi um
helgina.
Keppnin fór fram í nýrri íþrótta-
höll sem eingöngu er ætluð fyrir
skautakeppni og mun vera stærst
sinnar tegundar í Evrópu í dag. Er
þessi mikla höll í Heerenueen. Geir
renndi sér þessa 5 kílómetra á 6.49,15
mín. en gamla metið, sem Viktor
Shasherin frá Sovétríkjunum átti,
var 6.52,91 mín.
-klp-
eitt eftir á botninum án stigs. í fimmtu
hrinu sigruðu sunnanmenn reyndar
aðeins með tveggja stiga mun. Hrinur
fóru 15-10,9-15,15-4,10-15 og 13-15.
í blaki kvenna sigraði Þróttur, 15-5,
í fyrstu hrinu gegn Víkingi, sem sneri
leiknum síðan við. Víkingsstúlkumar
unnu í næstu þrem; 15-6, 15-8 og
16-14. Mæta Víkingar næst ÍS-stúlk-
unum, aðalkeppinautnum um meist-
aratitilinn, á miðvikudagskvöld. Það
kvöld mætast einnig karlalið Víkings
og Fram. Staðan í 1. deild er nú þann-
ig:
'Y Þróttur, R...5 5 0 15-3 10
Víkingur....6 5 1 15-6 10
Fram ......5 4 1 14-6 8
ÍS...........6 3 3 12-13 6
HK...........6 3 3 10-12 6
. t -yri—p—»1— - ^ Þróttur,Nes.6 1 5 11-17 2
HSK..........6 1 5 6-17 2
• Samúel Örn Erlingsson lék mjög ^.......4 0 4 4-12 0
vel gegn ÍS.
Jafhtefli og
tap gegn USA
- í landsleikjum um helgina
• Pétur Guðmundsson.
ísland tapaði stórt fyrir Bandaríkjunum,
27-17, í síðasta Ieik þjóðanna í handknatt-
leik kvenna. Leikurinn fór fram í Digra-
nesi.
Bandaríska liðið var yfirburðalið í þess-
adidas ^
herralínan mætt til leiks!
_■ w&sm
um leik og fór Sam Jones á kostum. Maður
hafði það á tilfinningunni að hún gæti
skorað þegar henni hentaði. Hún er pott-
urinn og pannan í öllum sóknaraðgerðum
liðsins, róleg og yfirveguð og skoraði tólf
mörk. Þær skoruðu nær öll sín mörk úr
hraðaupphlaupum og vítum.
Staðan í háífleik var 14-11. Það var því
helst í fyrri hálfleik að íslenska liðinu tókst
að halda í við þær bandarísku. Lokatölur
eins og áður segir 27-17.
Á íslenska liðinu var að sjá greinileg
þreytumerki og léku þær fiestar langt
undir getu, helst að Ema Lúðvíksdóttir
og Erla Rafnsdóttir sýndu einhverja bar-
áttu. Markverðimir vörðu ágætlega en
réðu að sjálfsögðu ekki við skot af línu
eí'tir hraðaupphlaup og öll vitin. Banda-
ríska liðið skoraði hvorki meira né minna
en 14 mörk úr hraðaupphlaupum og 7 vít-
um.
Mörk Islands: Guðríður Guðjónsdóttir
5/4, Erla Rafnsdóttir 4, Katrín Friðriksen,
Ema Lúðvíksóttir og Svava Baldursdóttir
2 hvor og Sigurborg Eyjólfsdóttir, nýliðinn
í landsliðinu, 1.
Jafntefli á föstudag
íslensku stúlkumar náðu jaíntefli
gegn þeim bandarísku á föstudags-
kvöldið. Lokatölur 18-18 og banda-
rísku stúlkumar jöfnuðu á síðustu
sekúndum leiksins.
Mörk íslands: Guðríður 8/4, Katrín 4,
Guðný 3, Ingunn 2 og Svava 1.
-BD.
■
„Lltur
mjög
vel út“
- segir Pétur Guðmimdsson
„Það em nú liðnar þijár vikur
frá því ég var skorinn upp og það
er sá tími sem þeir gáfu mér upp
þar til ég mætti fara að hreyfa
mig. Þetta lítur mjög vel út og ég
er bjartsýnn á framhaldið. Fram-
undan em erfiðar vikur í endur-
hæfingu og uppbyggingaræfingum
en ég mun hvergi gefa eftir,“ sagði
Pétur Guðmundsson, körfuknatt-
leiksmaður hjá Los Angeles
Lakers, í samtali við DV í gær-
kvöldi. Pétur var sem kunnugt er
skorinn upp við bijósklosi i baki
fyrir þremur vikum og verður lengi
frá keppni.
„Ég veit ekki nákvæmlega hve
lengi ég verð frá en ég vonast til
að geta byrjað að leika með aðal-
liðinu um mánaðamótin janúar
febrúar. Ég held að það sé engin
óþarfa bjartsýni. Læknamir sögðu
mér að uppskurðurinn heföi tekist
mjög vel þannig að ég er mjög
bjartsýnn á framhaldið," sagði
Pétur Guðmundsson. Nánar er
greint frá NBA-körfuboltanum á
bls. 31. -SK
StórsigurVals
Valsmenn unnu auðveldan sigur
gegn Haukum i úrvalsdeildinni í
körfúknattleik en leikur liðanna
fór fram íþróttahúsi Seljaskóla í
gærkvöldi með 81 stigi gegn 67. í
hálfleik var staðan 48-29 Vals-
mönnum i hag.
Leikurinn var í öruggum hönd-
um Valsmanna allan tímann, það
var aðeins í upphafi seinni hálf-
leiks sem Haukamir ætluðu að
sýna sitt rétta andlit en Valsmenn
ýttu þeim jaíhharðan frá sér og
unnu öruggan sigur. _,JKS
Litið skorað í
Hagaskólanum
- þegar KR vann Fram, 62-56
ADIDAS er nafnið á framtíð-
arsnyrtivörunum fyrir íþrótta-
manninn og snyrtimennið.
ADIDAS herralinan hefur sér-
stöðu á markaðnum, því auk
hinna hefðbundnu herrasnyrti-
vara er boðið upp á efni sem
ganga inn í húðina og eru sér-
staklega sniðin fyrir íþrótta-
menn: MUSCLE FLUID
vöðvamýkjandi FYRIR æfmg-
ar, B ODY C O OLER kælandi
EFTIR æfingar og MAS-
SAGE OIL, nuddolía.
Eftirtaldar tegundir eru komn-
ar á markaðinn, After Shave,
After Shave Balm, Eau de Toi-
lette, Deo Spray, Shower Gel,
Body Cooler, Muscle Fluid,
Massage Oil, gjafakassar.
ADIDAS snyrtivörumar
munu veita þér aukið sjálfs-
traust og vellíðan, jafnt
keppni sem starfi.
adidas
yst sem innst
Sími 687747.
Framarar halda áfram að tapa leikjum
sínum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
og ef fram fer sem horfir bíður ekkert
annað þeirra en fall niður í 1. deild í vor.
Framarar urðu að lúta í lægra haldi fyrir
KR-ingiun sl. laugardag í íþróttahúsi
Hagaskólans með 62 stigum gegn 56 eftir
að KR-ingar höfðu hafl tóff stiga forystu
í hálfleik, 32-20.
Sigur KR-inga var öruggari en tölur
leiksms gefa til kynna því að þeir höfðu
örugga forystu aflan leiktímann og til að
mynda höfðu KR-ingar fimmtán stiga for-
skot á tímabili í seinni háffleik en þeir
gáíú svo aðeins ef'tir á lokasprettinum og
Framarar minnkuðu aðeins bilið.
Fyrstu fimm mínútumar var jaínræði
með liðunum en síðan skildu leiðir og
KR-ingar sigldu jafht og þétt framúr á
meðan ekkert gekk hjá Fram enda skora
þeir ekki nema 20 stig í hálfleiknum.
Það sama var uppi á teningnum í seinni
hálfleik, KR-ingar höfðu leikinn í öruggum
höndum og voru á tíma búnir að riá afger-
andi forystu, 53-38, en þá slógu þeir aðeins
á ferðinm og Framarar nýttu sér það og
tókst aðeins að laga stöðuna.
KR-liðið var frekar jafht í þessum leik
en þó mætti nefha frammistöðu Guðmund-
ar Jóhanncssonar en hann sýndi góðan
leik og er í mikilli framför.
Þorvaldur Geirsson var sem fyrri daginn
bestur Framara. Símon Ólafsson kom inn
í Fram-liðið á nýjan leik en virkaði frekar
þungur enda í engri leikæfingu.
Bergur Steingrímsson og Kristinn Al-
bertsson dæmdu leikinn og voru frekar
mistækir í dómum sínum en það bitnaði
þó jalht á báðum liðum.
Stig KR: Garðar 16, Guðni 13, Guðmund-
ur 12, Ástþór 9, Þorsteinn 8, Matthías 4.
Stig Fram: Þorvaldur 22, Jóhannes 11,
Símon 8, Jón 7, Auðunn 4, Guðbrandur
2, Ómar 2. -JKS