Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Side 42
42 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Verkfræðingar Laust er starf forstöðumanns hönnunardeildar við emb- ætti bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu berast bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði eigi síðar en 4. des. nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Mið- bæjar, Reykjavík, er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. 26. nóvember 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR KENNARASTÖÐUR Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til um- sóknar kennarastaða í stærðfræði og eðlisfræði. Við Menntaskólann á Egilsstöðum vantar stærðfræði- kennara og frönskukennara í 2A hluta starf frá áramótum. Við Menntaskólann á Ísafirði er laus staða íslensku- kennara frá næstu áramótum eða frá 1. febrúar. í boði er lítil íbúð. Upplýsingar veitir skólameistari í síma 94-3599 og 94-4119. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik, fyrir 15. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. LAUSAR STÖEHJR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur óskast til starfa strax eða eftir samkomulagi á eftirtalin heimili. Bakkaborg v/Blöndubakka Brákarborg v/Brákarsund Grandaborg v/Boðagranda Hamraborg v/Grænuhlíð Ösp v/Asparfell Laugaborg v/Leirulæk Leikfell v/Æsufell Nóaborg v/Stangarholt Rofaborg v/Skólabæ Suðurborg v/Suðurhóla Þá vantar skóladagheimilið Völvukot, Völvufelli 7, fóstru eða starfsmann í 5 tíma á dag e.h. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu Dag- vista í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Póshússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. ÞROTABÚ Eignir þrotabúsins eru til sölu. Leitað er tilboða í þær í einu lagi eða einstakar eignir, fasteign, vélar, tæki eða áhöld. Um er að ræða þessar eignir: Fasteign þrotabúsins að Bygggarði, Seltjarnarnesi. Vélar og tæki í bókbandi, setningu, pressusal og skeyt- ingu. Skrifstofuáhöld og fleira. Eignirnar verða til sýnis föstudaginn 5. desember kl. 13-17 og laugardaginn 6. desember kl. 10-15. Tilboðsfrestur er til og með 12. desember. Eignalisti liggur frammi hjá undirrituðum. Lögmenn, Reykjavíkurvegi 72, sími 50611. Pósthólf 434, 220 Hafnarfjörður. Hlöðver Kjartansson hdl. bústjóri. Sandkom Valur Arnþórsson. Valur dúxaði Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri er með flugmanns- próf. Hann lærði kúnstina í fyrra. Sagan segir að Valur hafi haft fáar stundir til að sækja tíma í bóklega náminu. En auðvitað lét hann þó sjá sig annað veifið. Aðrir brostu út í annað og þóttust allt í list- inni. En þegar að prófinu kom dúxaði Valurglæsilega. Barst í tal manna á milli að mikið væri nú karlinn annars greindur. Þá heyrðist í einum sem ekki er á framsóknarlín- unni: „Já, hann er illa greindur." Ekki til Útvarpsstöð Akureyringa, sem annarra Norðlendinga, er rás tvö. Stöðin glymur bæði á heimilum og vinnustöðum all- an guðslangan daginn. Eitt finnst mönnum þó æði áber- andi við stöðina. Þegar boðið er upp á óskalag er svarið oft- ar en ekki: „Það er ekki til.“ Plötusafn rásarinnar ku að- eins ná til þeirra platna sem gefnar hafa verið út eftir að stöðin var stofnuð fyrir þrem árum. Til Glasgow Glasgow-æðið hefur náð til Akureyrar sem og annarra staða. Alls voru 75 krúttmaga- konur frá Akureyri og ná- grenni í skemmti- og innkaupaferð á dögunum. Ný- komnar heim fylgdust þær spenntar með sjónvarpsþætt- inum f takt við tímann í síðustu viku. Sagt er að þegar þær sáu kaupmanninn bulla í þættin- um hafi nokkrar þeirra komist svo að orði: „Þessi ætti nú að drífa sig til Glasgow og kaupa ný fot.“ Þvílík þensla „Þensla heldur áfram að aukast," stóð í fyrirsögn hjá Degi þegar blaðið skýrði í síð- ustu viku frá vinnumarkaðin- um og að 2.700 manns vantaði vinnu til að markaðurinn næðijafnvægi. Ætli samdráttur á markað- inum yrði ekki skýrður sem minnkandi þensla. Annars hlýtur svona þensla að springa einhvem daginn. Varaflug- völlur Hann ætlar að fá erfiða lendingu varaflugvöllurinn margumræddi. Karpað er mest um hvort hann eigi að vera á Króknum eða Akureyri. Mið- að við umræður pólitíku- sanna, sem nú eru í atkvæðaleit, skilur maður ekki hvemig við íslendingar höfum komist af án varaflug- vallar í utanlandsflugi. Er ekki bara best að byggja stóra alþjóðaflugvelli bæði á Króknum og Akureyri og gera völlinn i Keflavík að varaflug- velli. Þannig líta snillingarnir á alþingi örugglega á málið. Peninga- skápur Hótel Stefanía á Akureyri auglýsti í síðustu viku stóran peningaskáp til sölu. Maður vonar að sjálfsögðu að ekkert graggugt sé við svona auglýs- ingu. En eitt er víst að þeir á Stefaníu ætla ekki að vera með „aukna þenslu" í rekstr- inum á næstunni. Höndin af Horfur eru á að nokkram skólum fyrir norðan verði lok- að vegna peningaleysis. Mun til dæmis ekki vera hægt að greiða bílstjórum fyrir skóla- akstur. Það hefur verið hitamál og kvaðst einn bíl- stjórinn, sem ekið hefur börnum í skóla í fimm ár, ekki tilbúinn að lána ríkinu meira. „Hið opinbera gengur bara á lagið. Maður réttir litla fing- urinn og þar með er höndin farin upp við öxl,“ sagði bíl- stjórinn. Sverrir Hermannsson. Það er ekki annað að heyra en að fyrsta fómarlamb menntamálaráðherra sé kom- ið fram á sjónarsviðið en Sverrir Hermannsson segist jú vera blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurði. Taugaveiklun Það er sagt að taugaveiklun sé arfgeng. Við fáum hana frá bömunum okkar. Peninga- kassamir Áður en Laufdal opnaði Sjallann sl. fimmtudagskvöld lét hann fara með flestalla peningakassa staðarins í við- gerð. Þeir voru meira og minna í ólagi. Segja gárung- amir að þarna sé komin skýringin á því að Sjallinn fór á hausinn hjá fyrri eigendum. Vil kaupa Svo var það þessi sem aug- lýsti í Degi sl. jxriðjudag svona: „Oska eftir notuðu VHS videotæki. Upplýsingar verða gefnar í hádeginu í síma xxxxx. Upplýsingar um hvað? má spyxja sig. Aldur og fyrri störf, sennilega. Umsjón Jón G. Hauksson Ótafur Laufdal. Sjallaskop Olafur Laufdal réð Ólaf Sig- mundsson framkvæmdastjóra Sjallans á dögunum. Sig- mundsson starfaði áður hjá Sambandinu á Akureyri sem aðalgjaldkeri. Færri vita hins vegar að maðurinn er úr Vest- mannaeyjum og er sonur teiknarans Sigmund. Skopið semsé í lagi hjá nýja stjóran- um Engar hauskúpur hjá Jóni Óttari - oddviti rithöfunda ánægður „í þessum þætti fjalla ég ekki nema um góðar bækur þannig að það kem- ur ekki til að ég fari að gefa hauskúpur í einkunn eins og tíðkast í kvikmyndadómum," sagði Jón Ótt- ar Ragnarsson um bókmenntaþátt- Jón Óttar ætlar að halda áfram að gefa rithöfundum stjörnur. Hér er hann með tvær á lofti fyrir næsta þátt. DV-mynd BG. inn Sviðsljós á Stöð 2. Þar fjallar Jón Óttar um nýútkomnar bækur, ræðir við höfunda, lætur þá lesa upp úr verkum sínum og gefúr þeim síð- an stjömur eftir verðleikum. í síðasta þætti fengu Matthías Jo- hannessen og Steinunn Sigurðar- dóttir tvær stjömur á móti þremur stjömum Einars Más Guðmunds- sonarogSigurðar A. Magnússonar. „Ég ætla að halda þessu áfram og og í framtíðinni verður þáttur minn á dagskrá á mánudagskvöldum. Næst ætla ég að taka íslenska kvik- myndagerðarmenn fyrir og síðar menningarlífið eins og það kemur fyrir. Hjá mér er menningarefni metið almennt og þá með stjömugjöf eins og fram hefur komið. Ég held að fólk sé orðið leitt á gagnrýnis- lausum menningarþáttum í sjón- varpi,“ sagði Jón Óttar. Aðspurður lýsti Sigurður Pálsson, formaður Rithöfúndasambands ís- lands, ánægju sinni með þessa nýjung í bókmenntaumfjöllun Stöðvar 2: „Það er að sjálfsögðu jákvætt að fitjað sé upp á nýjungum í kynningu bókmennta í fjölmiðlum. En það er mikil einföldun að gefa stjömur; hvað er ein stjama og hvað tvær stjömur? Það er erfitt að koma verð- leikum fyrir í einu teikni. í úrslitum knattspymuleiks er niðurstaðan ótviræð, í bókmenntum er þetta flóknara. í þeim skilningi getur ein- földun sem þessi verið hættuleg. En það er allt í lagi á meðan Jón ðttar er ekki eirni á svæðinu," sagði Sig- urður Pálsson. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.