Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Atvinnumál
Farmenn samþykktu samkomulagið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða a fundi á laugardaginn.
DV-mynd BG
Farmannadeilan:
Fimm vikna verkfalli lokið
farmenn fengu 16% gmnnkaupshækkun
Einhverju lengsta verkfalli síðari
ára, fimm vikna farmannaverkfalli,
lauk á laugardaginn þegar yfirgnæf-
andi. meirihluti farmanna samþykkti
samkomulag sem gert hafði verið nótt-
ina áður. Samkomulagið, sem er til
tveggja ára, gerir ráð fyrir 16% grunn-
kaupshækkun og hækka grunnlaun
farmanna þar með úr 23.612 krónum
á mánuði upp í 27.401 krónu. Þá
hækka laun farmanna um 2% 1. mars,
1. júní og 1. október og ekki minna
en 2% 1. janúar 1988. Þá er gert ráð
fyrir að laun farmanna hækki til jafns
við laun hafnarverkamanna og fisk-
vinnslufólks á næsta ári.
Það sem öðru ffemur réð því að
samningar tókust aðfaranótt laugar-
dagsins var ótti farmanna við að
Dagsbrún hætti við boðað samúðar-
verkfall sem átti að koma til fram-
kvæmda í kvöld. Finnbogi Kjeld,
forstjóri skipafélagsins Víkur, átti
einkasamtal við nokkra samninga-
menn farmanna á föstudag og þróaðist
það uppi drög að samkomulagi. Guð-
mundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur, og Þór-
arinn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins,
héldu með sér fúnd um þessi drög á
föstudaginn. Fundur þeirra fór mjög
leynt og vissu engir hvar þeir héldu
sig. Út úr þessum einkafundi kom svo
það að samninganefndir deiluaðila
voru kallaðar saman um kl. 18 á föstu-
daginn.
Það gekk þó ekki þrautalaust að ná
endanlegu samkomulagi því þrisvar
var við það að slitna upp úr samning-
um, en um kl. 03 um nóttina náðist
loks samkomulagið sem beðið hefur
verið eftir í nær 5 vikur.
Þórarinn V. Þórarinsson hefur marg
oft bent á það að til einskis væri að
leysa þessa deilu með lögum. Það yrði
bara til að ýta vandanum á undan
sér, hann kæmi þá bara tvöfaldur aftur
á næsta ári. Kjaradeila farmanna og
skipafélaganna hafði tvisvar áður ve-
rið leyst með lögum og deilumálin
sátu alltaf eftir óleyst. Með þessu sam-
komulagi hafa því deilumálin verið
leyst en þeim ekki slegið á frest eins
og verið hefur undanfarin ár.
-S.dór
Sleipnismenn og vélstjórar hafa samið
Samkomulag hefúr náðst í kjara-
deilu Sleipnis, félags langferðabif-
reiðastjóra, og sömuleiðis vélstjóra
á Suðumesjum og viðsemjenda
þeirra eftir langt samningaþóf.
Verkfall vélsfjóra átti að koma til
framkvæmda um helgina hefðu
samningar ekki tekist.
í báðum tilfellum var samið innan
ramma jólaföstusamninganna, auk
nokkurra sératriða, sem snerta að-
eins þessi félög hvort í sínu lagi. Þar
með hefúr náðst samkomulag í öllum
þeim kjaradeilum sem verið hafa í
gangi undanfamar vikur, nema hjá
starfsfólki í húsgagnaiðnaði. Samn-
ingafundur var í gangi í gær með
starfsfólki í húsgagnaiðnaði og við-
semjendum þeirra.
-S.dór
Oryggisverðir
í deilu við
Dagsbrún
Oryggisverðir hjá Securitas eiga í
deilu við Verkamannafélagið Dags-
brún, sem er þeirra stéttarfélag,
vegna nýgerðra kjarasamninga
Dagsbrúnar og Vinnuveitendasam-
bandsins. í núgildandi kjarasamn-
ingi öryggisvarða frá 12. október
1985 er ákvæði sem kveður á um að
laun öryggisvarða taki meðaltals-
breytingum almennra launataxta
Dagsbrúnar. Það hefði að öllu
óbreyttu þýtt 20% til 30% kaup-
hækkun þeirra eftir nýgerðum
kjarasamningum, frá 1. desembersl.
Öryggisverðir fengu aftur á móti
aðeins 3,5% hækkun og hefúr að
þeirra mati verið fellt út úr sérkjara-
samningi þeirra ákvæðið um meðal-
talshækkunina.
Að sögn Þorsteins Briem, trúnað-
armanns öiyggisvarða, una þeir
þessum málalokum ekki og mun
verða haldinn fúndur í dag hjá ör-
yggisvörðum og forráðamönnum
Dagsbrúnar um málið.
-S.dór
Nýtt fiskiskip
bætist í flotann
Nýtt og glæsilegt fiskiskip hefur
bæst í flotann, Jón Finnsson RE 506,
og er það í eigu Gísla Jóhannssonar
útgerðarmanns og skipstjóra.
Jón Finnsson RE er smíðaður í Pól-
landi eftir norskum teikningum og er
fjölveiðiskip. Mun ætlun Gísla að láta
það stunda bæði loðnu- og rækjuveið-
ar og er fullkominn rækjuvinnslubún-
aður um borð.
Gísli Jóhannsson seldi Jón Finns-
son RE eldri til Chile fyrir tveimur
árum og fékk því leyfi til að láta smíða
nýtt skip í staðinn. Jón Finnsson RE
er þegar farinn til loðnuveiða.
-S.dór
Jón Finnsson RE 506 er óneitanlega glæsilegt skip, en myndin er tekin
rétt eftir að skipið kom til heimahafnar og var verið að taka loðnunótina
um borð eins og sjá má. DV-mynd S
I dag mælir Dagfari
Að viðlögðum drengskap
Það hafa eflaust margir setið með
sveittan skallann yfir helgina við
það að beija saman skattframtali,
enda fer nú hver að verða síðastur
að koma því til skila. Og auðvitað
skrifa allir undir að viðlögðum
drengskap að skýrslan sé gefin eftir
bestu vitund. Það vill hins vegar
bregða við að ýmsir hafi ekki nógu
glögga vitund um hversu miklar
tekjur þeir hafa, þá kemur að skatt-
skýrslunni. Það er misjafrit hve
menn eru minnisgóðir og hjá mörg-
um er heimilisbókhaldið í megnasta
ólestri. Því vill brenna við að upp-
gefnar tekjur séu lægri en þær voru
í raun. Þetta er auðvitað ósköp eðli-
legt. Tekjumar renna svo hratt um
greipar okkar að það væri að æra
óstöðugan að muna hveija krónu
sem fer þar í gegn. Auðvelt er hins
vegar að muna skuldimar því þær
fylgja manni jafrit í vöku sem draumi
og harðorð rukkunarbréf banka og
lögmanna með tilheyrandi hótunum
gleymast ekki svo glatt. Þó er það
svo að fjöldi fólks á sér hauk í homi
þar sem er skattstofan. Hún fær
sendar nákvæmar upplýsingar frá
atvinnurekendum um hve mikið
launþegar höfðu í laun á árinu og
því á skatturinn auðvelt með að
hressa upp á minni launþega þá það
vill bregðast. En það em líka margir
sem eiga ekki kost á að njóta þessar-
ar kærkomnu aðstoðar frá skattin-
um. Fjöldi fólks duddar sér við
sjálfetæðan atvinnurekstur og býr
við þann þugna kross að þurfa að
henda reiður á hverri krónu sem það
greiðir sjálfu sér í laun. Það er í
sjálfu sér ekkert undarlegt þótt
þessu fólki skjöplist stundum þegar
telja á fram tekjur og skuldir. Við
getum hugsað okkur til dæmis önn-
um kafinn framkvæmdastjóra í
meðalstóm fyrirtæki. Rétt fyrir mik-
ilvægan fund kemur eiginmaður
framkvæmdastjórans hlaupandi og
segist þurfa tvö hundmð þúsund
kall í hvelli til að borga inn á nýja
bílinn. Auðvitað er þessu skitiríi
slett í manninn til að tefja ekki fund-
inn, en svo þegar kemur að skatt-
framtalinu þá gleymist þetta vegna
þess að greiðslan fór fram í svo miklu
hasti og bara um smáupphæð að
ræða. Skattskýrslan er samt sem
áður gefin eftir bestu vitund og
svona nokkuð á auðvitað ekkert
skylt við skattsvik.
Svo er náttúrlega þetta bókhalds-
æði yfirvalda orðið gjörsamlega
óþolandi. Nú skal skrá hveija krónu
sem kemur inn og fer út og safna
öllum nótum og fylgiskjölum. Það
er ekki furða þótt fólk geti ruglast
á þessu og látið nótur fyrir grænar
baunir koma sem reksturskostnað
bifreiðar, svo sæmi sé tekið. Svo er
skattrannsóknardeildin vís til að
ryðjast inn á kontóra eins og storm-
sveit frá tímum nasista, leggja hald
á öll gögn og kæra svo fyrir skatt-
svik þótt eitthvað hafi gleymst að
telja fram í hita og erfiði dagsins.
Þar fyrir utan em rógstungumar
hvarvetna. Jafnvel þótt maður eigi
fyrirtæki sem er á hvínandi kúpunni
verður að bera sig vel. Aka um í
dýrum bíl og búa vel þótt tapið sé
aíveg að sliga mann. Annars fæst
ekkert traust í bönkum til að slá
áfram. En Stína gamla fiskvinnslu-
kelling sem býr hinum megin við
homið í einhveijum leiguhjalli er
vís til að klaga í blöðin og kvarta
og kveina yfir því að á hana séu
lögð þyngri gjöld en forstjórann í
nágrenninu. Þetta em launin fyrir
að þræla sér úr fyrir þetta pakk.
En nú stendur þetta allt til bóta.
Þorsteinn Pálsson hefúr komist að
raun um að þessi skattaáþján dugi
ekki lengur. Raunar sé það hrein-
asti óþarfi að vera að rukka inn
skatta á hveiju ári. Því mega allir
vinna sem þeir geta á þessu ári án
þess að ríkið æth sér nokkrar tekjur
af. Svo á næsta ári byiji menn að
greiða jafnóðum af tekjum sínum,
öllum til hagsbóta. Ríkið fær sinn
hluta af tekjum fólksins fljótt og vel
og skattgreiðendur vita alltaf hvað
þeir eiga eftir. Jafriframt hefúr ráð-
herrann komist að raun um að með
þessu móti muni skattbyiðin minnka
til muna og hagur fólksins batna.
Þorsteini sé lof og dýrð. Megi allar
góðar vættir blessa hann og varð-
veita. Að vísu em sumir eitthvað
tregir til að trúa þessum fagnaðar-
boðskap og vilja fá meiri umræðu
og upplýsingar um fyrirhugað stað-
greiðslukerfi. En svona er það. Alls
staðr em úrtölumenn á ferð sem tor-
tiyggja góð áform landsfeðranna.
Það skal hins vegar enginn efast um
að yfirlýsingar Þorsteins em að við-
lögðum drengskap gefnar - eftir
bestu vitund. Og eins og stendur á
framtalsblöðunum: -(Hjón undirriti
bæði). Er þá ekki ömggt að Stein-
grímur skrifar undir líka?
Dagfari.