Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 5
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. 5 Fréttir Agnúar í umfeidarmálunum: Okuferill skráður en skrárnar ekki notaðar Seint á sjötta áratugnum var byrj- að að halda skrá um ökuferil manna í nokkrum lögsagnarumdæmum landsins. Vegna þess að hún var ekki haldin alls staðar og þar sem lagaá- kvæði eru óljós heíúr skráin aldrei komið að neinu umtalsverðu gagni og sums staðar er hætt að halda hana. Sama er að segja um skráðan árangur ökukennara. Ekkert hefur verið gert með þá skrá heldur. Frá þessu segir Jón Baldur Þor- bjömsson bílaverkfræðingur í rann- sóknarskýrslu sinni um umferðarslys hér á landi. Hann segir að auk þess að ökuferilsskráin hafi ekki komið að teljandi notum hafi hún, til dæmis í Reykjavík, eingöngu náð til upplýs- inga um umferðarlagabrot ökumanna. „Samræmd ökuferilsskrá íyrir allt landið væri til margra hluta nytsam- leg,“ segir Jón Baldur. „Auk eftirlits með ökuferli ungra ökumanna með bráðabirgðaökuskírteini mætti hafa vakandi eftirlit með svokallaðri punktaskrá, samhliða innköllun öku- skírteina við ákveðinn refsipunkta- fjölda. „Eftir innköllun ökuskírteinis og með tilliti til eðlis brots yrði um að ræða fyrirlestra, endurmenntun eða jafhvel endurtöku bílprófs áður en við- komandi aðili fengi ökuskírteini á ný. Með þessu móti yrði ef til vill gmn- dvöllur fyrir því að hætta endumýjun ökuskírteina sem hvort sem er hefúr um of þróast í að vera formsatriði. Jón Baldur segir þetta þó aðeins hægt ef læknar yrðu skyldaðir til þess að tilkynna lögregluyfirvöldum ef þeir yrðu varir við eitthvað í fari skjólstæð- inga sinna sem gæti gert þá hættulega í umferðinni. Einnig þurfi að fylgjast betur með heilsufari aldraðra öku- manna og skylda þá til þess að mæta í læknisskoðun annað hvert ár eftir Opinberar tölur um umferðarslys eru kolrangar: Aðeins þriðjungur slysa er á skrám lögreglunnar Samkvæmt niðurstöðu Jóns Bald- urs Þorbjömssonar bílaverkfræðings er ekkert að marka þær opinberu tölur sem gefnar em út um umferðarslys í landinu. Á skrám sjúkrahúsa koma fram þrefalt hærri tölur en Umferðar- ráð fær upplýsingar um frá lögreglu og em birtar sem staðreyndir um umferðarslysin. Þetta hefur raunar legið fyrir um árabil eftir að Bjami Torfason, læknir á slysadeild Borgarspítalans, tók sig til og bar saman skýrslur þaðan og hinar opinbem upplýsingar frá lög- reglu og Umferðarráði. Jón Baldur segir að tölur frá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri staðfesti niðurstöður Bjama. Jón Baldur hefúr nýlega lokið rann- sókn á umferðarslysum hér á landi og skilað ýmsum tillögum til úrbóta. Þetta var upphaflega lokaverkefni hjá honum til prófs í bflaverkfræði í Munchen. I skýrslunni greinir Jón Baldur frá því að fyrir frumkvæði slysadeildar Borgarspítalans sé nú unnið að samræmingu slysaskráning- ar á öllu landinu. Ætlunin er að sjúkrahús veiti Um- ferðarráði upplýsingar undir nafn- leynd. Áður verða lögregluskýrslur bomar saman við þessar upplýsingar til þess að komast hjá tvítalningu. Jón Baldur bendir á að æskilegt sé að jafn- framt verði samræmt mat lækna og lögreglumanna á meiðslum af völdum umferðarslysa eða að læknar verði látnir einir um það mat hér eftir. -HERB Veiðihúsið við Elliðaár: Endurbygging hafin Nú er hafin vinna við endurbygg- ingu veiðihússins við Elliðaár sem brann nýlega, og samkvæmt upplýs- ingum, sem DV fékk hjá Hauki Pálmasyni, aðstoðarrafmagnsstjóra, verður húsið að öllum líkindum til- búið fyrir upphaf veiðitímans, 10. júní næstkomandi. Sagði Haukur að húsið hefði verið tryggt og heföi tjónið verið metið á 1,3 milljónir króna, en svo sem kunn- ugt er var kveikt í veiðihúsinu. Brennuvargamir hafa enn ekki náðst. Haukur sagði að í eldinum heföu allar innréttingar í húsinu eyðilagst, gólf, loft og veggir, auk innréttinga, glugga og hreinlætistækja. Einnig eyðilagðist í eldinum málverk eftir Halldór Pétursson listmálara af veiðistöðum í Elliðaánum. Húsið verður endurbyggt í sinni upphaf- legu mynd. -ój 67 ára aldur til þess að halda ökuskír- teini sínu. Varðandi þessi öryggisatriði bendir • Jón Baldur á árangur Japana, sem tóku upp notkun ökuferilsskrár og harðari reglur um ökuréttindi. Meðal annars þurfa ökumenn í Japan að endumýja ökuskírteini sín á þriggja ára fresti og gangast um leið undir læknisskoðun svo og að hlýða á fyrir- lestur um umferðaröryggismál eða jafnvel gangast undir endurmenntun sem ökumenn. Á árunum 1970-1980 tvöfaldaðist bílaeign í Japan en dauðaslysum í umferðinni fækkaði úr 16.500 í 8.700 á ári. -HERB NýBBC T Master Tölvan fyri þá sem vilja aðeins það besta Verð aðeins 29,900stgr. Yfir sextíu skólcir hafa valið BBC tölvur • 650 I< diskettudrif • Einlita skjár • 120 Kb Ram • 128 Kb Rom • BBC Basic • Ritvinnsla • Alþjóða stafasett • 10 leikir á diskettu Laugavegi 63 (VitastígsmeginJ - Sími 6-22-0-25. OG TEPPABUTUM TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, SÍÐUMÚLA 23. S. 686266. —U-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.