Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 9. FEBRUAR 1987.
7
Fréttir
Ráðstefha um frostskemmdir í steypu:
Kæruleysi á byggingarstað
á stóran þátt í vandanum
Ráðstefaa norrænna sérfræðinga,
sem fást við frostskemmdir í stein-
steypu, var haldin hér á landi um liðna
helgi. Þar báru menn saman bækur
sínar varðandi þetta mikla og vaxandi
vandamál. Bjami Jónsson bygginga-
tæknifræðingur sat ráðstefauna og
sagði hann menn hafa orðið sammála
um að fyrir utan steypuna sjálfa væri
meðferð hennar á vinnustað oft á tíð-
um aðalskaðvaldurinn. Þar væri um
hreint kæruleysi að ræða.
Nefadi hann sem dæmi of mikla
vatnsþynningu, ofaotkun víbratora,
ófulfaægjandi fiágang steypumóta, að
mótin væru tekin of snemma utan af
steypunni, of htla eingangrun þegar
steypt væri í frosti og fleira.
Þá sagði Bjami vegna viðtals við
hann í DV sl. föstudag að þar hefðu
ekki komið nógu skýrt frarn ýmsir
aðrir þættir en vond steypa sem valdið
gætu frostskemmdum. Hann sagði að
orsakir steypuskemmda gætu verið til
að mynda efaahvarf í steypunni sem
er þekkt hér sem alkalískemmdir,
sprungumyndanir af ýmsum orsökum,
tæring í jámabindingum til dæmis
vegna kolsýmverkunar, hönnunar-
gallar og fleira.
„Þá er það alveg ömggt að ef mann-
virki springa af einhverjum orsökum
þá munu frostskemmdir eiga sér stað
og tæring í jámabindingum hefst allt-
af ef sprungur opnast inn að henni. Á
ráðstefaunni vom menn sammála um
að mun meira eftirlit á byggingarstað
þyrfti að koma til. Það margborgar sig
fyrir þá sem em að steypa upp hús að
fá sér sérfræðing til að hafa eftirlit
með uppsteypunni til að koma í veg
fyrir að kæruleysi á vinnustað verði
þess valdandi að skemmdir komi fram
á mannvirkinu síðar,“ sagði Bjami
Jónsson. -S.dór
við
Kúagerði
Bíll valt við Kúagerði um íjögurley-
tið síðastliðna laugardagsnótt. Femt
var flutt í slysadeild, ungur drengur,
sem ók bílnum, og þijár stúlkur. Þau
fengu öll að fara heim að skoðun lo-
kinni. Bíllinn er mikið skemmdur.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík var
nokkur hálka á veginum og er öku-
maðurinn talinn hafa ekið fallgreitt
miðað við aðstæður.
-VAJ
Lyfjum
stolið
Talsverðu magni af lyfjum var stolið
úr Laugavegsapóteki aðfaranótt laug-
ardagsins. Lögreglunni var tilkynnt
um innbrotið klukkan tíu um morgun-
inn.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar er
ekki ljóst ennþá hvaða lyfjum inn-
brotsþjófamir stálu eða hversu miklu,
né heldur hverjir vom hér að verki.
Málið er í rannsókn.
____________________-VAJ
Kveiktu
í skúr
Kveikt var í skúr í landi Fífuhvamms
í Kópavogi rétt eftir hádegi í gær.
Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu
eldsins varir og var skúrinn þá orðinn
alelda.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
var greinlegt að eldurinn var af
mannavöldum og fundust fótspor eftir
unglinga við skúrinn. Skúrinn hafði
auðsjáanlega staðið opinn en ekki er
enn vitað hvað var geymt í honum þar
sem ekki hefur náðst í eigandann.
Skúrinn brann til kaldra kola að
heita má, aðeins grindin stendur uppi.
-VAJ
Q' **
LAUNPEGAR!
Vinsamlegast athugið að
síðasti skiladagur
skattframtala 1987 er
AMOBGUN
Ríkisskattstjóri
Bíl velt
Wagoneer
n AMC Jeep
ÞAÐ ER VALIÐ
Cherokee
6 cyl., 173 hö. „var 115 hö.“, 4 gíra sjálf-
skipting m/vinnsluvali og þróaðasta
fjórhjóladrifinu, „Selec-Trak“.
ECILL
VILHJÁLMSSON HF
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.
1987
ER
glæsilegri,
kraftmeiri,
þægilegri
og fullkomnari.
Söiuumboö Akureyri:
Þórshamar hf. - sími 22700.