Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Page 11
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
11
Græningjar hóta
Græningjar í Hessen í Vestur-
Þýskalandi hafa hótað að hætta
samstarfi við sósíaldemókrata í sam-
steypustjóminni þar ef notkun plúta-
níums í Alkem kjamorkuverinu í
Hanau verður ekki bönnuð.
I Hesse hafa græningjar setið í stjóm
með sósíaldemókrötum undanfama
fjórtán mánuði. Nú gefa þeir í skyn
að þeir komi til með að greiða stjóm-
arandstæðingum atkvæði til þess að
fá forsætisráðherrann í Hessen felldan
með vantrauststillögu ef ekki verður
orðið við kröfum þeirra. Það var í síð-
ustu viku sem fjármálaráðuneytið i
Hessen veitti samþykki sitt til þess að
plútóníum yrði notað í takmörkuðum
mæli.
Umhverfismálaráðherra Hessens,
Joschka Fischer, eini græninginn í
ráðherrastóli, segist vera 99 prósent
viss um að stjórnarsamstarfið sé á
enda. I kosningunum í janúar hlutu
græningjar 8,1 prósent atkvæða og
juku þeir fylgi sitt um 2,5 prósent frá
síðustu kosningum.
Komnir í geimstöðina
'
Sovésku geimfararnir Alexander Laveikin og Yuri Romanenko i geimfari sínu sem þeir tengdu við geimstöðina Mir í gær. Simamynd Reuter
, , > ■ j, - ;i|| :V'4Í i . ) f *" V'v' "B|! : r.{). Y } 1 « ■■ / * < í / |j|i ' : 1 af í . ií iTftrifitiMMi adfriKflfft-' (Í&SÍS m 1 w 1 g ' ' 1 j vl IflNRP jKHÍbhHb
Á jörðu niðri var fylgst með velheppnaðri tengingu geimfarsins við geim-
stöðina. Simamynd Reuter
Útlönd
samstarfsslitum
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
ÁRATUGA REYNSLA í HURÐASMÍÐI
BÍLSKÚRSHURÐIR
Við smíðum allar gerðir af bílskúrshurðum,
þ. á m. hinar hentugu fleka-
hurðir. Þær henta sér-
staklega vel þar sem nota
á sjálfvirkan opnara og
hætt er við að snjór setjist
að hurðum.
Sýningarhurð á staðnum.
TRESMIDUA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf
V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI,
SlMAR: 54444, 54495
Eigum sumarhús og lítil baðhús m/sauna
til afgreiðslu í vor og sumar.
Uppsett sýningarhús er á lóð okkar að
Kársnesbraut 110, Kópavogi.
Opið alla daga kl. 2-5 og eftir nánari samkomulagi.
KR SUMARHÚS
Kristinn Ragnarsson húsasmíðameistari,
Kársnesbraut 110 - símar 41077 og 44777.
Sovésku geimfaramir tveir um borð
í Soyus geimfarinu, sem tengt var við
geimstöðina Mir, og geimsérfræðingar
hafa lýst yfir ánægju sinni með árang-
ur ferðarinnar. Eru þeir sérstaklega
ánægðir með nýja tækni við tengingu
geimfarsins við geimstöðina Mir sem
ráðgert er verði fyrsta geimstöðin sem
stöðugt verður mönnuð.
Áður hafa geimfarar dvalið þar 237
daga samfleytt en nú er talið að þeir
Romanenko og Laveikin verði í geim-
stöðinni í 290 daga.
Þar beið þeirra salt og brauð, hefð-
bundin rússnesk kveðja, frá starfs-
félögum.
Sýndar voru myndir af þeim félögum
í sjónvarpsfréttum er þeir stigu um
borð í geimstöðina eftir velheppnaða
tengingu og brostu þeir sínu blíðasta,
ánægðir með árangurinn.
Getum útvegað ýmsar stærðir
af Ford dísilvélum fyrir báta, iðn-
að artæki og rafstöóvar. Hagstætt
verð, stuttur afgreiðslufrestur.
Almenna
Varahlutasalan s/f
Skeifunni 17, s. 83240