Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Page 33
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
45,-
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Victoria
Principal
stendur í málaferlum við
frægustu kjaftakerlingu ver-
aldar - sjálfa Joan Rivers.
Hún vill litlar hundrað millj-
ónir í skaðabætur vegna
óþæginda sem talmaskínan
olli henni með því að gefa
upp nýja heimanúmerið hjá
dallasstjörnunni. Afleiðing-
arnar eru strax komnar fram
- stunukórinn er allur á lín-
unni daginn út og inn að
ógleymdum líflátshótunum,
slepjulegum aðdáunarrödd-
um og svo mætti lengi telja.
Skrafskjóðan Joan er sár-
móðguð yfir að mega varla
opna munninn fyrir því sem
hún kallar yfirviðkvæmni
leikarastéttarinnar en útlit er
fyrir að sjónvarpsstöðin
verði að blæða nokkrum
kringlóttum í vasa Victoriu.
Rob Lowe
er í sæluvímu með elskunni
sinni, Melissu Gilbert, og
verður heyrnarlaus á staðn-
um ef minnst er á ákveðna
prinsessu í hans návist.
Kunnugir segja kappann
hafa brennt sig verulega á
sambandinu við Stefaníu af
Mónakó sem reyndist alltof
villt fyrir þennan stillilega
súperdreng. Gifting er næsta
verkefni hinna nýendur-
bornu hjónaleysa og þegar
haustar munu þau Melissa
komin með pappíra upp á
eilífa hjónabandssælu ef allt
fer samkvæmt áætlun.
Dave Stewart
rúllar núna nokkrum kringl-
óttum sem hann hefur
fengið fyrir störfin á vegum
Eurythmics. Aurarnir fara í
húsakaup I Beverly Hills og
kvartar popparinn sáran yfir
verðinu á fasteignum þar
vestra. En hann er heppinn
- verður nágranni Miaa litla
Jacksons og eitthvað er
borgandi fyrir slík forréttindi.
Liberace og flygillinn fagri
Píanistinn skartlegi - Liberace - var í lifanda lífi frægur fyrir flyglana sem hann notaði. íburðarmikil hljóðfæri með afbrigðum eins og sést greinilega
á meðfylgjandi mynd sem tekin var þegar kappinn kom fram opinberlega síðast - um miðjan októbermánuð.
Parísarsmokkar
á Pigalle
Smokkarnir eru ekki aðeins komnir í Breiðholtið hér norður á hjara verald-
ar heldur hafa stórborgarbúar hinna ýmsu landa tekið hressilega við sér i
því efni. Franska stjórnin hefur hafið harðar aðgerðir til þess að hefta út-
breiðslu eyðninnar og einn liðurinn er að auka notkun smokksins meðal
landsmanna. Á meðfylgjandi mynd sjást gestir í næturklúbbnum Locomotive
á Pigalle verða sér úti um birgðir úr smokkasjálfsala klúbbsins sem er einn
margra slíkra tækja sem komið hefur verið fyrir af hálfu hins opinbera víðs
vegar um Parísarborg.
og átta hektara landi. Hann batt
vonir við að það yrði hreinlegt og
virðulegt úthverfi - og nefndi stað-
inn Hollywood eftir sumarbústað
vinar síns. Núna, hundrað árum
síðar, er Hollívúdd ein frægasta
borg heimsins - og aðallega er stað-
urinn þekktur fyrir að vera
samastaður kvikmyndastjarnanna
- glysið og ljúfa lífið dregur að sér
gesti frá öllum heimshornum.
Núna eru að hefjast hátíðahöld
sem standa munu yfir allt þetta ár
með ýmsum uppákomum þar sem
látinna stjarna verður minnst og
þeir núlifandi koma verulega við
sögu líka. Minnt skal á tvær hliðar
borgarinnar - annars vegar heim
stjarnanna, sem lifðu í vellysting-
um pragtuglega, og skuggahliðar
vændis og glæpa. Hins vegar eru
svo venjulegir borgarar sem
drekka kvöldkaffið sitt í ruggu-
stólnum á veröndinni og allur
iðnaðurinn sem veitti þúsundum
manna atvinnu. Viðbúnaður til að
taka á móti afmælisgestum er þeg-
ar hafinn og ekki nokkur vafi á því
að mikið verður um dýrðir í Hollí
á næstu vikum og mánuðum.
Árið átján hundruð áttatíu og sjö
festi lóðabraskarinn Harold
Wilcox frá Kansas kaup á fjörutíu
Tvær frægustu stjörnur Hollívúdd-
borgar fyrr og sfðar - Tony Curtis
og Marilyn Monroe - í mynd Billys
Wilder - Some Like It Hot - árið
nítján hundruö fimmtíu og átta.
„Eigum við að grípa með okkur fleiri en einn, elskan?"
Hundrað