Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Page 36
62 • 25 • 25
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. v.
Rltstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óhá6 dagblað
&
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Helgarskákmótið:
Margeir vann
Margeir Pétursson bar sigur úr
býtum í helgarskákmótinu sem háld-
ið var í Hveragerði um helgina.
Sigraði hann Jón L. Ámason í
hörkuspennandi úrslitaskák og
hlaut að launum 25.000 króna verð-
launafé.
í öðru sæti urðu þeir Jóhann
Hjartarson og Jón Kristinsson en
alls voru keppendur 40.
-EIR
Fræðslustjóramálið:
Tillagan
lögð fram
á morgun?
Jcn G. Hanksacm, DV, Akuieyii
„Ég hef ekki nennt að svara þessu
bulli í Sverri. Þetta er ekki vantraust á
Sverri, heldur er tillagan gagruýni á
tilteknar aðgerðir," sagði Ingvar Gísla-
son alþingismaður í morgun.
„Ég held að við flytjum tillöguna ekki
í dag en líklega á morgun," sagði Ing-
var. „Þetta er samkomulag milli okkar
Guðmundar Bjamasonar, Steingríms J.
Sigfússonar og Ðeiri um að flytja tillög-
una.“
Ingvar sagði að tillagan gengi út á
að Hæstiréttur skipaði fimm marrna
nefnd til að kanna hvort ráðherra hefði
haft gildar ástæður til að víkja Sturlu
Kristjánssyni úr embætti. Þá kæmi
fleira inn í, t.d. varðandi samskipti
Sturlu og ráðuneytisins og stöðu Sturlu
í augnablikinu. Ingvar sagði að hann
legði mikið upp úr því að nefhdin skil-
aði skýrslu til almennings, þ.e. birti
niðurstöðumar sjálf i fjölmiðlum en
skilaði þeim ekki til Alþingis eða ríkis-
stjómarinnar.
„Mér finnst það stórmál hjá Sverri
að segja að um vantraust sé að ræða.
Ef hann heldur að við Guðmundur
Bjamason höfúm svarið honum ein-
hvem sérstakan hollustueið, þá er það
rangt.“
Gjafavörur
Opið frá kl. 10-19
alla daga vikunnar.
GARÐSHORNÍS
Suðurhlíð 35
sími 40500
LOKI
Ég var með 5 rétta í
lottóinu en enga aðra
tölu!
Starfsfólk í
húsgagnaiðnaði
samdi í nótt
í nótt náðust samningar milli
starfsfólks í húsgagnaiðnaði og við-
semjenda þeirra. Verður samningur-
inn borinn upp á félagsfúndi í dag
en boðuðu verkfalli hefur verið frest-
að.
Þar með hafa náðst samningar í
öllum þeim kjaradeilum sem sendar
hafa verið til ríkissáttasemjara í
þessari lotu. Munu nú allar starfs-
greinar hafa samið nema Samband
byggingamanna, sem hugsar sér
ekki til hreyfings fyrr en með vorinu
og yfirmenn á kaupskipum sem
lögðu fram kröfur sínar í desember
en síðan hefúr heldur lítið gerst í
þeirra málum. Yfirmenn sögðust
ætla að bíða eftir niðurstöðu í deilu
undirmanna. Hún er nú fengin og
því má gera ráð fyrir að yfirmenn
hugsi sér til hreyfings á næstunni.
-S.dór
Fimm menntamálaráðherrar
Fimm menntamálaráðherrar hittust i sjötugsafmæli Gylfa Þ. Gislasonar í Norræna húsinu á laugardag. Með
Gylfa eru Eysteinn Jonsson, Ragnhildur Helgadóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson og Sverrir Hermannsson.
DV-mynd Bjarnleifur
Akureyrin tók niðri
Jón G. Hauksscsi, DV, Akureyii
Mettogarinn Akureyrin tók niðri
í Húsavíkurhöfn um helgina. Skipið
tók niðri á sandinum en skemmdist
ekkert.
Skipið hafði farið til Húsavíkur til
þess að ná í olíu. Það var hálfhað í
veiðiferð en olía var á þrotum í
heimahöfh togarans á Akureyri og
því var stefnan tekin á Húsavík.
Togarinn var losaður á fióðinu og
hélt hann áfram veiðiferðinni.
Veðrið á morgun:
Bjart veður
á Suðvestur-
landi
Norðaustanátt, smáél við norð-
ur- og austurströndina en þurrt og
víða bjart veður á Suðvesturlandi.
Hiti við frostmark.
Glerbrotin i sætum bilsins eftir
skemmdarverkin
DV-mynd S
Yfivgefinn
bíll stór-
skemmdur
„Bíllinn er stórskemmdur. Það var
brotin ein hliðarrúðan, rifið aftursætið
og brotin klukkan og fleira í mæla-
borðinu. Síðan stálu skemmdarvar-
gamir tveimur nagladekkjum, þar af
öðm undan bílnum, og startköplum
og tógi sem ég var nýbúinn að kaupa,“
sagði Róbert Guðmundsson í samtali
við DV, en hann varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu að skemmdar-
vargar lögðu Volvo-bifreið hans í rúst.
„Ég varð bensínlaus miðja vegu milli
Litlu kaffistofunnar og Þrengslavega-
mótanna og skildi bílinn eftir þar
síðastliðinn þriðjudag. Á fostudaginn
fóm svo tveir kunningjar mínir til að
ná í bílinn en þá var hann horfinn.
Bíllinn fannst hjá kranaþjónustu Ein-
ars Finnssonar og hafði hann verið
fjarlægður að beiðni lögreglunnar.
Lögreglan veit litið um hvað gerðist.
Þeim var tilkynnt á fimmtudaginn að
bílinn stæði þama allur í rusli og létu
því fjarlægja hann, en þeir vita ekkert
hverjir vom þama að verki,“ sagði
Róbert.
„Þetta er mikið tjón fyrir mig því
tryggingamar bæta ekki svona lagað.
En ég kæri auðvitað og vona bara að
sökudólgamir finnist."
-VAJ
íraninn úr landi
Iraninn, sem verið hefúr í haldi hér á
landi undanfarið, var sendur áleiðis til
Bandaríkjanna á laugardag og dvelur
nú hjá skyldmennum sínum þar, sam-
kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá
Þorsteini Geirssyni, ráðuneytisstjóra í
dómsmálaráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum blaðsins fékk
íraninn vegabréfeáritun til Bandaríkj-
anna hjá sendiráðinu hér á landi en
hefði sú áritun af einhveijum ástæðum
ekki verið tekin gild þar hefði hann
haft endurkomurétt til Lslands, sam-
kvæmt upplýsingum Þorsteins Geirs-
sonar. Svo sem kunnugt er taldi Iraninn
sig ekki geta farið aftur til heimalands
síns þar sem hann áleit líf sitt í hættu
kæmi hann þangað aftur.
Þegar síðast spurðist af ferðum Iran-
ans var hann kominn til bróður síns sem
býr í Salt Lake City. -ój
Nýlist stolið
Um helgina var brotist inn í Nýlista-
safnið á Vatnsstíg. Úr safriinu var stolið
fjórum verkum eftir Rönku. Var hér um
að ræða fjórar litlar myndir, óinnramm-
aðar. Ekki virtust þjófamir hafa haft
áhuga á öðru og engar aðrar skemmdir
voru unnar.
Í
í
i
i
i
i
i
í
í
i
-FRI