Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Ullariðnaðurinn:
Beðið um 40 milljónir í
viðbótamiðurgreiðslur
Ullariðnaðurinn hefur farið fram á
að ríkisstjórnin veiti 40 milljónum
króna í viðbótamiðurgreiðslur á ís-
lenskri ull. Telja forsvarsmenn ulla-
riðnaðaiins íslensku ullina ekki
nýtast eins vel og áður. hún sé ekki
lengur í tísku og markaðurinn minnki.
- við þær 100 milljónir sem þegar eru greiddar
Með því að auka niðurgreiðslumar fái
ullarverksmiðjurnar hi'áefnið á sama
verði og þær gætu keypt erlenda ull
fyrir.
Að sögn Guðmundar Sigþórssonar í
landbúnaðarráðunevtinu var ull nið-
urgreidd á siðasta ári sem nam 75
krónum á kíló eða samtals um 100
milljónir króna sent fóm í niður-
greiðslur.
Guðmundur á sæti í 3ja manna nefnd
sem fjallar nú um þetta mál og sagði
hann að engu væri hægt að spá um
hvað yrði gert en málið yrði skoðað í
þessari viku og niðurstöður gætu legið
fyrir í vikulokin.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
sagði að í gær hefðu þrir ráðherrar,
landbúnaðarráðherra, viðskiptaráð-
herra og fjármálaráðherra, rætt þetta
mál á fundi. Ekkert liefði þar verið
ákveðið annað en að 3ja manna nefnd-
in skoðaði málið betur og síðan yrði
það metið hvort rétt þætti að verða
við þessari beiðni.
-S.dór
Búið að undirrita i Ráðherrabústaðnum. Ráðherrarnir takast i hendur, þeir Biwott og Albert Guðmundsson. A
milli þeirra er ræðismaður íslands i Kenya, Ingi Þorsteinsson, áður fyrr einn fremsti frjálsiþróttamaður okkar.
DV-mynd GVA
Iðnaðarráðherrar Islands og Kenýa:
Innrömmuðu tvo og
hátfan milljarð
Líklegt er að íslenskir jarðvísinda-
menn og verktakar fái vemleg verk-
efni á sviði gufúborana og virkjana.
Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra
og K.N.K. Biwott, iðnaðarráðherra
Kenýa, undirrituðu viljayfirlýsingu í
þessa vem í gær. Hún tekur til verk-
efna upp á 65 milljónir dollara eða 2,5
milljarða króna.
Gert er ráð fyrir að menn frá Orku-
stofnun, verkfræði- og verktakafyrir-
tækjum fari með Albert til Kenýa
innan skamms. Þá ræðst endanlega
hvaða verkefni semst um.
Auk borana eftir gufu er ætlunin að
reisa 60 megavatta gufuaflsrafstöð.
Slík stöð er nýbyggð í Kenýa en þess-
ar stöðvar em á stærð við Kröflustöð-
ina hér eins og hún var hönnuð. Þá
getur einnig orðið um að ræða verk-
efhi við dreifingu raforku um landið
og ýmislegt því tengt.
-HERB
Samstaða um
megininntak
staðgreiðslu-
kerfisins
sagði Þorsteinn Pálsson við lok fyrstu umræðu
Við lok fyrstu umræðu um stað-
greiðslukerfi skatta í efri deild Al-
þingis í gærkvöldi fagnaði Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðheiTa eindregnum
vilja og stuðningi sem fram hefði kom-
ið við að greiða fyrir framgangi
málsins. Sagði Þorsteinn að allvíðtæk
samstaða væri um megininntak þess.
Samþykkt var að vísa þeim fjórum
frumvörpum, sem flutt eru um skatt-
kerfisbreytinguna, til fjárhags- og
viðskiptanefhdar deildarinnar. Hyggst
nefndin nýta sér það næði, sem gefst
meðan Norðurlandaráðsþing stendur
yfir í Finnlandi í næstu viku, til að
fara ofan í saumana á frumvörpunum.
Fulltrúar allra flokka lýstu yfir
stuðningi við staðgreiðslukerfið. Efa-
semdir og andstaða komu þó fram við
ýmsa þætti.
Fulltrúar stjómarandstöðuflokk-
anna, Ragnar Amalds, Alþýðubanda-
lagi, Eiður Guðnason, Alþýðuflokki,
og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
gagnrýndu einkum að breytingin
skyldi aðeins ná yfir skatta launa-
fólks. Fyrirtækjum og rekstraraðilum
væri sleppt við þessa breytingu.
Öll nefndu þau að námsmenn, sem
væm að hefja störf að námi loknu,
yrðu verr settir. Þá sagði Ragnar að
hópur manna dytti á milli tveggja
kerfa, til dæmis þeir sem veiktust í
upphafi þessa árs en hefðu haft miklar
tekjur á síðastliðnu ári og byrjuðu
aftur að vinna á næsta ári.
Ragnar og Sigríður Dúna töldu of
lágt að miða skattfrelsismörk við 33
þúsund króna mánaðartekjur. Ragnar
vildi miða skattfrelsi í tekjuskatti við
50 þúsund krónur.
Sigríður Dúna sagði að allur fjár-
magnsarður yrði áfram frádráttarbær
en væri ekki felldur niður eins og flest-
ir aðrir frádrættir.
Jón Kristjánsscn, Framsóknar-
flokki, sagði að einstakir þingmenn
Framsóknarflokksins hefðu áskilið sér
rétt til að hafa fyrirvara um ýmsa
þætti. Nokkur atriði þyrfti að skoða
sérstaklega vel.
í því sambandi nefhdi Jón meðal
annars tekjur fámennra sveitarfélaga,
húsnæðisafsláttinn og skattlagningu
bílastyrkja og dagpeninga.
-KMU
Flugferð bóndans á Þverá
„Sá ekki neitt“
„Skyggni var gott en pabbi sá
ekki neitt,“ sagði sonur bóndans á
Þverá um flugferð foður síns yfir
Melrakkasléttu á sunnudag í leit að
týndu hestunum sjö. Var þetta önnur
flugferð Kristjáns Benediktssonar
bónda í leit að hestum sínum sem
nú hafa verið týndir á annan mán-
uð. Er heimilisfólk á Þverá farið að
hallast að því að hestamir hafi en-
dað líf sitt í sláturhúsi og sjáist ekki
meir.
„Ég veit eiginlega ekki hvar á að
leita næst. Við erum búnir að kemba
mestalla Norður-Þingeyjarsýslu,"
sagði sonur bóndans á Þverá.
-EIR
Vestmannaeyjar:
Verð á loðnu til fiystingar ákveðið
verðið er nú 10,50 upp í 13,50 krónur fyrir kílóið - verðið í Japan 46 til 60 krónur fyrir kílóið
í gær var verð á loðnu til frysting-
ar ákveðið í Vestmannaeyjum og er
það fyrsta verðlagningin á frysting-
arloðnu á landinu nú en loðnuverðið
er frjálst. Verðið í Eyjum var ákveð-
ið 13,50 krónur fyrir kíló af loðnu
þar sem 50 stykki eða færri em í
kílóinu. Fyrir loðnu þar sem 50
stykki eða fleíri em í kílóinu eða
hrognafylling undir 15% er verðið
10,50 krónur fyrir kílóið. Þetta er
svipað verð og í fyrra að sögn Kristj-
áns Ragnarssonar, formanns Lands-
sambands útvegsmanna, en þá var
það 8,75 krónur fyrir kílóið en sjóða-
kerfi var við lýði en nú er það aflagt.
„Miðað við þá verðhækkun sem
orðið hefur í Japan, samkvæmt
samningum íslensku söluaðilanna,
þykir okkur þetta verð of lágt, en
við getum ekkert gert fyrr en 4.
mars að núverandi verðlagstímabil
rennur út,“ sagði Kristján Ragnars-
son. Hann sagði greinilegt að sölu-
samtökin óttuðust að samningamir
sem þau gerðu í Japan á dögunum
héldu ekki, vegna undirboðs
Kanadamanna. Þeir Japanir sem nú
em í samningum í Vestmannaeyjum
um gæði og flokkun loðnunnar ku
vera mjög strangir og erfiðir við-
fangs.
Verðið sem samið var um við Jap-
ani var 1166 dollar fyrir tonnið af
lægri flokknum en 1500 dollarar
tonnið fyrir hærri flokkinn. Þetta
er 29% hækkun frá því í fyrra.
Kristján Ragnarsson sagði útvegs-
menn bíða eftir verði frá öðrum
frystihúsum í landinu. Ef það yrði
alls staðar það sama væri verðið
ekki lengur f'rjálst, heldur væri þá
um samtök um verð að ræða.
-S.dór