Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. 25 dv Sandkorn Hrafn Gunnlaugsson. Útflutnings- bætur Nýafstaðtn úthlutun Kvik- myndasjóðs hefur verið mikið til umræðu mannaá meðal. Ástæðan er einkum rausn sjóðsins við Hrafn Gunn- laugsson. Hann fékk sem kunnugt er úthlutað 15 millj- ónum króna til gerðar myndarinnar Um Tristan og ísold. Myndin er þó fjármögn- uð að langmestu leyti af sænsku kvikmyndastofnun- inni og getur því varla flokk- ast undir íslenskan kvikmyndaiðnað. En hvað um það, þegar orð- hagur maður frétti um fimmt- án milljónirnar hans Hrafns þá datt út úr honum: Kvikmyndastyrkurinn stór stendur varla undir nafni, því aðalupphæðin fór í útflutningsbætur með Hrafni. IMæsti formaður Oft heyrist rætt um að hin eða þessi karlavígin séu að hrynj a. Með því er átt við að jafnréttissinnaðar konur séu að ryðjast inn á starfs- eða félagslegan vettvang karl- anna. En þetta á ekki bara við um karlavígin. Vestfirska frétta- blaðið hefur það fyrir satt að einir sex eða sjö karlmenn séu gildir meðlimir í kvenféiaginu Iðju í Súðavík. Þetta mega heita tíðindi út af fyrir sig. Einn þeirra mætu manna, sem eru virkir í kvenfélaginu í Súðavík, er Halldór Jónsson, skrifstofustjóri fiskvinnslu- stöðvarinnar Frosta. Hefur Halldór látið hafa það eftir sér að hann stefni hærra í kven- legu kompaníi, því hann eigi sér þann draum æðstan að verða formaður Kvenfélaga- sambands Islands. Ekki dónalegtþað. Kusiá ferðalagi Ymsar sögur hafa verið sagðar af Eggert Haukdal ai- þingismanni í gegnum tíðina. Eftirfarandi er ein, sem bæði er græskulaus og gamansöm: Það var einhverju sinni að bóndinn á Bergþórshváli átti leið austur undir Eyjafjöll. Þar kom hann á bæ þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Að skilnaði leysti bóndinn á bænum hann út með gjöf sem var nýfæddur kálfur. Þegar hér var komið sögu var Eggert orðinn knappur með tíma því þing stóð yfír og þurfti hann að mæta í þing- sali síðdegis. Hann kvaddi því í skyndi og brunaði til Reykja- víkur. Dregur nú ekki frekar til tíðinda fyrr en vörður á bíla- stæði Alþingis fer að heyra einhver einkennileg hljóð á stæðinu. Hann hóf þegar eftir- grennslan og fljótlega bárust böndin að bíl Eggerts Hauk- dal sem hafði verið lagt Eggert Haukdal. snyrtilega á planið. Vörðurinn beið nú ekki boðanna en þaut inn til að ná í þingmanninn. Hann hafði varla lokið frá- sögn sinni þegar Eggert snaraðist út og opnaði skottið á bíl sínum. Og viti menn, þar lá kusi og baulaði. Sagan fékk skjótan endi því Eggert stökk upp í bílinn og brenndi austur með farþeg- ann. Þung byrði 1 nýútkomnu Austurlandi. blaði allaballa í þeim-lands- fjórðungi, gaf að líta þessa gagnmerku fyrirsögn: „Hver Austfirðingur með 23 Reykvíkinga á herðunum". Það er ekki að spyrja að þeim með breiðu bökin... Sonur minn, Sinfjötli... Á dögunum lögðu nokkrir þingmenn fram tillögu til þingsálvktunar um undirbún- Friðjón Þóröarson. ing þess að Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður. Alls voru það átta þingmenn sem lögðu fram þessa gagnmerku tillögu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í Sjálfstæðisflokknum. Þessi hugmynd um slátrun Þjóðhagsstofnunarvakti að vonum mikla athygli. Og það var líka annað sem menn tóku eftir. Fyrsti þingmaður íhalds- ins í Vesturlandskjördæmi. Friðjón Þórðarson. kom ekki nálægt þessum tillöguflutn- ingi. Aftur á móti lögðu kollegar hans úr sama kjör- dæmi. þeir Sturla Böðvarsson og Valdimar Indriðason. þar gjörva hönd á plóginn. Og hver ætli sé svo ástæða þess að Friðjón gekk ekki til atlögu að þessu sinni ásamt félögum sínum? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að nú- verandi forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar heitir Þórður Friðjónsson? Spvr sá sem ekki veit. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku" á Ártúnshöfða þurfa aö gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. mars nk. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku" að Eldshöfða 6 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum veróursvæðið hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavík, 16. febrúar 1987 Gatnamálatjórinn í Reykjavik Hreinsunardeild SÖLUBÖRN Vantar í vesturbæ og miðbæ. Blöðin keyrð heim til sölubarna. Upplýsingar á afgreiðslu í síma 27022. • Dorgveiði á Norðurá i Borgarfirði á sér gamla hefð og hefur verið stunduð lengi. Þessum veiðiskap halda margir við ennþá og fá oft góða veiði. DV-mynd G.Bender Dorgveiði: „Sá uppí opið ginið á honum Dorgveiðin byrjaði loksins um helg- ina eftir margra vikna stopp hér sunnanlands. Veiðimenn voru komnir á kreik um rniðjan nóvember er vötn lagði og meðan ísinn hélst, en svo hlýnaði og ísinn hvarf víða alveg af vötnum. Veiðimenn fóru upp í Svínad- al á laugardaginn og ísinn var orðinn öruggur á vatninu. Veiðin var heldur rýr á Geitabergsvatni og fengust ekk- ert nema smátittir. Þó sást einn og einn þokkalegur silungur í gegnum glæran ísinn en þeir voru tregir og flúðu. Dorgveiðin á Mývatni hófst 1. febr- úar og við leituðum frétta frá þeim slóðum. „Jú, það er rétt að dorgveiðin og netaveiðin hófst 1. febrúar og það veiddust fiskar," sagði tíðindamaður okkar í Mývatnssveit. „Ég sá veiði- Veidivon Gunnar Bender menn sem höfðu fengið fallegar bleikjur, um tvö pund þær stærstu, og ég sleit af mér urriða, sá upp í opið ginið á honum og svo ekkert meir. Það hefúr verið reytingsveiði bæði á dorginu og í netin. Það hefur veiðst vel í Dauðahafinu (Ytri-Flóanum), feitur fiskur. En það eru miklar stillur hérna núna og frostið er 18 gráður, ekki gott þegar eru svona miklar still- ur og frost.“ Bleikja virðist ganga að vetrinum neðst í Norðurá og Grímsá. Menn hafa gaman af að veiða hana og hefur þessi veiðiskapur verið stundaður mjög lengi á Norðurá, en skemmur á Grimsá. Eru þetta vissir menn sem stunda þennan veiðiskap núorðið. Heíúr veiðin verið upp og ofan í vet- ur, en einn og einn fiskur kætir dorgveiðimennina. -G.Bender Laus staða sérfræðings á eðlisfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans Staða fastráðins sérfræðings í þéttefnisfræðum við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviöi eðlisfræði málma og hafa umsjón með þeirri rannsóknaraðstöðu sem þegar er fyrir hendi á stofunni á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíð- ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuð- um. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. 16. febrúar 1987 Menntamálaráðuneytið Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 20, 4. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnlaugs Sigfús- sonar og Jóhönnu Möller, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands, Veðdeildar Landsbanka Islands, Útvegsbanka Islands, Bjarna Ásgeirssonar hdl„ Óiafs Axelssonar hrl„ Steingríms Þormóðssonar hdl. og bæjarfógetans i Kópavogi á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febrúar 1987 kl. 15.00. ______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Sveinssonar, fer frarn á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febrúar 1987 kl. 14.30. ____________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hraunkambi 5, efri hæð, Hafnarfirði, tal. eign Omars Óskarssonar o.fl„ fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Baldurs Guðlaugs- sonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febrúar 1987 kl. 15.30. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.