Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
Andlát
Halldóra Hallgrímsdóttir húsmóð-
ir, Þinghólsbraut 25, Kópavogi.
andaðist á Vífilsstaðaspítala 9. fe-
brúar sl. Hún fæddist á Húsavík 29.
júlí 1914. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Stefán Þorleifsson. Þeim
hjónum varð fjögurra dætra auðið.
Útför Halldóru verður gerð frá Foss-
vogskapellu á morgun kl. 13.30.
Jónína Gunnarsdóttir lést 10. fe-
brúar sl. Hún fæddist 13. janúar 1942.
dóttir Friðdóru Jóhannesdóttur og
Ingimundar Þorkelssonar. Hún ólst
upp hjá móður sinni og manni henn-
ar. Gunnari Halldórssyni. sem gekk
henni í föðurstað. Jónína giftist Kol-
beini Sigurðssyni flugstjóra og þau
bjuggu í Lúxemborg. Þeim varð íjög-
urra barna auðið.
Guðmann Grímsson, Suðurgötu
14, Keflavík. er látinn. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþev að ósk
hins látna.
Leó Kristleifsson, Bogahlíð 20.
andaðist í Landakotsspitala 14. fe-
brúar.
Tryggvi Frímann Tryggvason
kennari er látinn.
Svavar Eyjólfur Arnason, Vestur-
bergi 102. andaðist í Landakotsspít-
ala 15. febrúar.
Elín Kristjánsdóttir, Hringbraut
19. Hafnarfirði. verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mið-
vikudaginn 18. febrúar kl. 15.
Jóhanna Thorlacius, Miklubraut
46, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. fe-
brúar kl. 13.30.
Guðrún Lilja Þórólfsdóttir, Hjarð-
arhaga 50, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 18. febrúar kl. 15.
Ýmislegt
Auglýst eftir vitni
Keyrt var á splunkunýjan hvitan polf fvr-
ir utan Tollstofuna í Trygevagötu á bilinu
kl. 9 9.30 í gærmorgun. Var kevrt utan í
bretti op hurð hægra megin. Ef einhverjir
hafa orðið varir við ákeyrsluna þá vinsant-
legast hringið í síma 673020 (Ragnar eða
Páll).
Félag áhugamanna um rétt-
arsögu
efnir til fundar þriðiudaginn 17. febriiar
1987 í stofu 103 í Lögbergi. húsi Lagadeild-
ar Háskóla íslands. kl. 20.30. A fundinum
mun Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræö-
ingur flytja erindi: Breytingar á réttar-
stöðu íslenskra kvenna á 20. öld.
Eundurinn er öllum opinn.
Fréttatilkynning frá utanríkis-
ráðuneytinu
Akveðið Kefur verið að Sverrir Haukur
Gunnlaugsson sendiherra verði fastafull-
trúi Islands í Genf frá 1. maí nk. og
jafnframt að frá sama tínta verði Þorsteir.n
Ingólfsson sendiherra skrifstofustjóri
varnarmálaskrifstofu utanríkisráðunevt-
Bann við togveiðum út af
Austfjörðum
Undanfarið hafa skyndilokanir verið
alltíðar á svæðinu frá Sevðisfjarðardjúpi
suður á Fót unt 40-55 sjóm. frá landi (sbr.
kort). Hlutur smáþorsks (undir 55 cm) í
afla togara á þessu svæði hefur verið mjög
mikill eða á bilinu 33 -69°0. .4 þessum slóA
um og víðar eru nú að vaxa upp árgangar
þorsks frá árunum 1983 og 1984. Stærðar-
dreifing þessa fisks er á þann veg. að allur
árgangur 1984 er enn undir viðmiðunar-
mörkuni (55 cm) og hluti árgangs 1983.
Hafrannsóknastofnunin hefur því lagt
til að veiðar á þessum slóðum verði bann-
aðar og hefur ráðunevtið gefið út reglu-
gerðir þar sem allar togveiðar eru
bannaðar á svæði sem afmarkast af línum
sem dregnar eru á milli eftirgreindra
punkta:
1. 65 06'8N' 11 59'0 V
2. 64 391 N 12 30'4 V
3. 64 30'9 N 12 05'8 V
4. 64 50'3 N 11 41'9 V
5. 65 09'7 N - 11 31'7 V
Bann þetta tekur gildi frá og með 13.
febrúar 1987.
Arið 1981 var mikið um skyndilokanir á
svipuðum slóðum og grynnra mánuðina
mars, apríl og fram í miðjan maí og er
gildistími bannsins því ákveðinn að svo
stöddu til 15. maí. Jafnframt verður stefnt
að því að fylgjast með ástandinu á svæð-
inu og banninu aflétt leyfi aðstæður það.
í gærkvöldi
DV
Asdís Magnúsdóttir dansari:
„Einn og hátfurtími ífréttir“
Ég horfi alltaf á fréttir á báðurn sjón-
varpsstöðvunnni og hlusta raunar
einnig á fréttir í útvarpinu. þannig
að það fer orðið einn og hálfur tínii
i að fylgjast með fréttum á hverjum
degi samfleytt. I gær var ekkert
óvenjulegt í þeim. þær eru svo til
alltaf eins á hverju kvöldi nema þá
hvað er verið að tala unt mismun-
andi hluti. Nýtt handbragð kom
fram hjá sjónvarpsmönnum í gær-
kvöldi á þætti þeirra um Kristján
Fjallaskáld. Hann var vel gerðvir og
vel framsettur og ekki eins og marg-
ir þessara íslensku þátta sem eru
stundum ferlega hallærislegir. Sjón-
varpsleikritið breska var einnig
mjög gott. atburðarásin hæg og leik-
urinn góður. Af Stöð 2 í gærkvöldi
horfði ég á Twilight Zone. þeir þætt-
Asdis Magnúsdóttir.
ir eru svona mátulega geðveikir.
Fleira var það ekki í sjónvarpi sem
ég fylgdist með það kvöldið.
Af útvarpi hlusta ég alltaf á rás
1. þá gömlu góðu. Hún er eitthvað
sem breytist ekki og er nánast eins
frá því maður man eftir henni. Einn-
ig finnst mér Ragnheiður Ásta mjög
þægileg áheymar, sjarmerandi og
kurteis. Hins vegar hlusta ég aldrei
á rás 2 eða Bylgjuna nema þá fréttir
á hinni síðamefndu einstaka sinn-
um.
Yfirleitt nenni ég ekki að horfa á
ameríska framhaldsþætti, ég reyndi
það einu sinni með Dallas á sínum
tíma og fékk nóg. Sama segi ég með
uppstillta kjaftaþætti á borð við
Sviðsljós á Stöð 2. Þeir ættu heldur
að nota peningana til þess að setja
upp íslensk leikrit því það er sterkur
miðill sem verður að hlúa að.
Málfundafélag Barðstrend-
ingafélagsins
207. fundur málfundafélagsins Barð-
strendings verður haldinn í Domus Medica
fimmtudaginn 19. febrúar. Erummælandi
verður Jóhannes Gunnarsson. form. Neyt-
endasamtakanna. og mun fjalla um
neytendamál. Hann mun síðan svara fvrir-
spurnum og umræður verða um málefnið.
Að síðustu verður skemmtiefni. Allir vel-
komnir. Stjórnin.
Hússtjórnarkennarafélag ís-
lands
heldur fræðslufund 20. febrúar nk. kl. 18.30
í fundarsal BSRB. Grettisgötu 89. Reykja-
vík. Elísabet Magnúsdóttir næringarfræð-
ingur flytur erindi um nám sitt í Bretlandi
sl. vetur. Ath. breyttan fundartíma.
ÓÁ samtökin
Eigir þú við oflituvandamál að stríða þá
erum við með fundi miðvikudaga kl. 20.30
og laugardaga kl. 14 að Ingólfsstræti 1
(beint á móti Gamla bíói).
Ríkissaksóknari víkur ekki úr sæti í Hafskipsmálinu:
„Við látum reyna á
þetta fyrir dómstólum“
Dómsmálaráðuneytið hefur ritað
Hallvarði Einvarðssyni ríkissak-
sóknara bréf þess efnis að ráðuneytið
telji ekki ástæðu til að Hallvarður
víki úr sæti sínu meðan Hafskips-
málið er til meðferðar hjá ríkissak-
sóknara.
Hallvarður Einvarðsson hefur því
ákveðið að verða ekki við óskum
Jóns Magnússonar, lögmanns Ragn-
ars Kjartanssonar, um að víkja úr
embætti sem ríkissaksóknari í mál-
inu.
„Verði gefin út kæra á umbjóð-
enda minn í þessu máli látum við
reyna á þetta atriði fyrir dómstólum
en það eru þeir sem eiga síðasta orð-
ið í þessu en ekki embættismaður-
inn,“ sagði Jón Magnússon i samtali
við DV í morgun.
Jón sagði einnig að Hallvarður
ætti nú næsta leik, hann hefði til-
kynnt það í miðjum síðasta mánuði
að Hafskipsmálið yrði afgreitt frá
embættinu innan skamms. Nú væri
liðinn mánuður síðan og greinilega
misjafnt hvaða skilning menn legðu
í hugtakið „innan skamms".
-FRI
Slökkviliðið vinnur við að ráða nið-
urlögum eldsins. DV-mynd S
Eldur í íbúð á
Háaleitisbraut
Slökkviliðið í Reykjavík var kallað
út að Háaleitisbraut 113 síðdegis í gær
en þar logaði eldur í einni íbúðinni í
húsinu sem er fjögurra hæða blokk.
Eldurinn var laus í eldhúsi íbúðar-
innar og lagði mikinn reyk af honum.
Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina
og gekk þeim greiðlega að slökkva
eldinn. I þessu útkalli kom hinn nýi
ranabíll slökkviliðsins í góðar þarfir
við að senda menn inn i íbúðina.
Ibúðin var mannlaus er eldurinn
kom upp. Skemmdir urðu miklar á
henni, einkum á tréverki í eldhúsi.
-FRI
Hræringar í meðferðarstofnunum fýrir áfengissjúka:
Viðræður til að koma
í veg fyrir gjaldþrot
„Það hafa verið í gangi viðræður
um að steypa þessum tveimur með-
ferðarstofnunum saman í eina.
Meira get ég ekki sagt á þessu stigi,“
sagði Skúli Thoroddsen, forsvars-
maður íslensku meðferðarstöðvar-
innar, um væntanlegan samruna
fyrirtækis síns og líknarfélagsins
Vonar en báðir aðilar hafa sérhæft
sig í áfengismeðferð fyrir útlendinga
hér á landi og erlendis.
Það voru ábyrgðarmenn að rekstri
Vonar, þeir Þórarinn Tyrfingsson,
Othar Örn Petersen og Björgólfur
Guðmundsson, sem óskuðu eftir við-
ræðum um samruna og hafa þær
farið fram með milligöngu Eiríks
Tómassonar lögmanns. Samkvæmt
heimildum DV er ástæðan slæm íjár-
hagsstaða Vonar í kjölfar mikilla
fjárfestinga í meðferðarheimili fyrir
áfengissjúklinga í Danmörku undir
nafninu Von Veritas. Er nú svo kom-
ið að reksturinn ytra er að mestu
kominn í hendur erlendum aðilum
en eftir standa rekstrarerfiðleikar
hér heima. Sömu heimildir herma
að fari sameiningarviðræðurnar út
um þúfur blasi milljón króna gjald-
þrot við líknarfélaginu Von. -EIR
Ásta Ragnheiður ekki á framsóknariistanum:
„Mótmæli vinnubrögð-
um í prófkjöriiw
„Ég bauð mig fram í 2. sæti og náði
því ekki. Svo mótmæli ég vinnubrögð-
um í prófkjörinu, sem mér fannst
siðferðilega fráleit, og tek ekki sæti á
listanum,11 segir Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir. Hún er ekki á framboðs-
lista Framsóknarflokksins í Reykjavík
þótt hún hlyti bindandi kosningu í 4.
sætið í prófkjöri. Þá er það sérkenni-
legt að hún tekur í fyrsta sinn sæti á
Alþingi í dag, í fjarveru Haralds Ólafs-
sonar, sem ekki er heldur á framboðs-
listanum.
Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í
Reykjavík gekk frá lista flokksins í
gærkvöldi. í efstu sætum eru: 1. Guð-
mundur G. Þórarinsson verkfræðing-
ur. 2. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmað-
ur sjávarútvegsráðherra. 3. Sigríður
Hjartar lyfjafræðingur. 4. Halla Ei-
ríksdóttir hjúkrunarfræðingur. 5.
Sigfús Ægir Ámason framkvæmda-
stjóri. 6. Anna Margrét Valgeirsdóttir,
starfsmaður félagsmiðstöðvar. 7. Þór
Jakobsson veðurfræðingur. 8. Guðrún
Ama Harðardóttir fóstra. 9. Helgi S.
Guðmundsson markaðsfulltrúi. 10.
Valdimar K. Jónsson prófessor.
-HERB
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Sörlaskjóli 32,1. hæð, þingl. eigendur Hjört-
ur Halldórss. og Aldís Sigurjónsd., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn
19. febrúar 1987 kl. 11.30. Uppboösbeiðendur eru Landsbanki Islands,
Baldur Guðlaugsson hrl., Árni Einarsson hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands,
Valgeir Pálsson hdl., Klemens Eggertsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Grettisgötu 16, hl„ þingl. eigandi Ólafur
Magnússon, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. febrúar 1987 kl.
13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Danska sveitin með
yfirburði á bridgehátíð
Steen Schou og hinir dönsku félagar
hans sigmðu með yfirburðum í sveita-
keppninni á Bridgehátíð Flugleiða og
Bridgesambands Islands um helgina á
Hótel Loftleiðum.
Eftir langt og strangt mót um helg-
ina með þátttöku fjölda erlendra
bridgemeistara sigraði sveit Steen
Schou með 148 stigum en öðru sætinu
náði bandaríska sveitin með heims-
meistarana Sontag og Eisenberg
innanborðs og hafði 137 stig.
I þriðja sæti hafnaði sveit Bretanna
og Pakistanans Zia Mahmood með 134
stig eftir stóran sigur yfir Svíunum í
síðustu umferðinni (25-5) en Svíamir,
sem höfðu í sinni sveit sigurvegarana
úr tvímenningskeppninni á Loftleiða-
hótelinu, höfðu verið meðal forystu-
sveita. I fjórða sæti urðu Norðmenn-
imir frá Bergen með 126 stig en þeir
höfðu tapað fyrir Dönunum í síðustu
umferðinni (11-19).
Það var ekki fyrr en í 5. sæti sem
íslendingar komust að en þar hafnaði
sveit Aðalsteins Jörgensen með 125
stig. í 6. sæti varð sveit Sigfúsar Amar
Ámasonar með 122 stig og síðan var
mjög þétt skipað röðun sveita, ís-
lenskra, niður í 12. sæti.
íslendingar máttu þó una við sinn
hlut á meðan erlendir stórmeistarar,
eins og ítalski heimsmeistarinn Gi-
orgio Belladonna, urðu að lúta að
jafnvel enn lægra.