Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Neytendur
DV
MEÐALTALSORKUGJÖF RAFHLAÐNA
0 2 4 6
8 10 12 14 16 18 20 25 30 35 40 45 50
STUNDIR
Frá því rafhlöður komu fyrst á
markaðinn, fyrir um það bil 80 árum,
heíur mikil breyting átt sér stað. Áður
voru aðeins fáanlegar sýru/blý, eða
kola/sink rafhlöður en nú eru gerðirn-
ar fjölmargar.
Notkun rafhlaðna eykst stöðugt og
um leið eykst fjölbreytni þeirra. Þær
fást nú örsmáar og fyrir sífellt sér-
hæfðari notkun. Það vill því oft verða
ansi erfitt að átta sig á hvaða rafhlaða
hentar best hverju sinni, sérstaklega
í ljósi þess að um margar gerðir er að
velja.
En er öll þessi notkun rafhlaðna
nauðsynleg? Ef tækið er ekki mikið á
hreyfingu er vert að íhuga kaup á
straumbreyti.
Lítil útvarpstæki ganga oft fyrir raf-
hlöðum alla tíð, jafnvel þó þau séu
aldrei færð úr stað. Og rafhlöður eru
dýrar.
Ef notaður er straumbreytir getur
hann verið ansi fljótur að borga sig
upp með sparnaði. Útvarpstæki getur
t.d. gengið í 200 klukkustundir á einni
Algengustu stærðir rafhlaðna. En
hvenær hentar hvaða gerð?
kílóvattstund en hún kostar aðeins
kr. 3,48.
Það leikur því ekki nokkur vafi á
því að í þessu tilviki myndi straum-
breytir borga sig upp á örskammri
stundu. En alltof fáir virðast gera sér
grein fyrir þessu og hafa útvarpstækin
á heimilinu símalandi á rafhlöðum.
Hvað er alkalínrafhlaða?
Alkalínrafhlöður gefa meiri spennu
í lengri tíma. Rafhlaða sem er skráð
1,5 volt er það aðeins í upphafi. Við
notkun lækkar spenna þeirra smám
saman uns hún er orðin svo lítil að
hún nýtist ekki lengur.
Alkalínrafhlöður halda hárri spennu
talsvert lengur og eru því nauðsynleg-
ar í ýmis tæki sem geta ekki gengið á
lægri spennu en 0,9 voltum.
Má í þessu sambandi nefna raf-
magnsrakvélar og segulbandstæki en
alkalínrafhlöður endast sex sinnum
lengur í þessum tækjum en venjulegar
sinkrafhlöður. Ef þær eru hins vegar
notaðar í lítil útvarpstæki endast þær
aðeins helmingi lengur en venjulegar
sinkrafhlöður sakir þess hve lágrar
spennu slík tæki þarfnast.
Alkalínrafhlöður eru þó mun dýrari
en venjulegar og eru því ekki alltaf
besti kosturinn. Þær eru einnig tal-
svert þyngri.
Níka- og kadmíumrafhlöður.
Þessar rafhlöður er hægt að hlaða
ao nýju. Þær eru þyngri og dýrari en
aðrar rafhlöður og eru ekki jafngóðir
spennugjafar og alkalínrafhlöður.
Þær endast þó betur við stöðugt álag
en venjulegar sinkrafhlöður og geta
verið góður kostur vegna þess að þær
má nota aftur og aftur.
Sýrurafhlöður.
Slík rafhlaða er ireira en tvöfalt
þyngri en venjuleg sinkrafhlaða en við
mikið álag reynast þær næstum jafn-
vel og alkalínrafhlöður. Þær má hlaða
að nýju allt að 300 sinnum.
Þær fást minnstar í D-stærð, sem er
algeng í ljósker, þannig að við venju-
legar aðstæðui' verða níkadrafhlöður
að nægja.
Hvenær er best að nota hvað?
Framleiðendur merkja yfirleitt vöru
sína með upplýsingum um hvaða gerð
er best að nota af rafhlöðum. Orkufrek
tæki með mikilli notkun, s.s. leikföng,
myndu kannski starfa best með alkal-
ínrafhlöðum en sparnaður gæti falist
í því að nota rafhlöðu sem hlaða má
að nýju í þessu tilfelli en best er að
nota straumbreyti þar sem þvi verður
við komið. -PLP
Varið ykkur á
óprúttnum
sölumönnum sem
hafa fólk að
ginningarfrflum
„Við erum hérna nokkrar konur
sem erum alveg rasandi yfir að
hafa látið hafa okkur að ginningar-
fíflum," sagði kona nokkur frá
Akureyri í samtali við DV.
„Það gékk maður í hús hér í haust
og seldi áskrift að Vörukynningu
fyrir heimilið sem er nú raunar
varla mikið annað en auglýs-
ingabæklingur. Fyrir 500 kr. átti
maður að fá nokkur blöð og möppu
undir þau og svo fékk maður nokk-
ur eldgömul blöð í kaupbæti.
Við erum hér nokkrar konur sem
létum ginnast af sölumanninum,
ég segi ginnast því við höfum
hvorki séð tangur né tetur af nýjum
blöðum eða hvað þá heldur möpp-
um undir ný blöð. I þessum gömlu
blöðum, sem við fengum, er gefið
upp símanúmer sem við höfum
marghringt í en aldrei svarar
neinn. Einnig átti að vera áskrift-
arhappdrætti í þessu blaði en það
er auðvitað tómt plat eins og allt
annað.
Mig langar til þess að biðja Neyt-
endasíðuna að reyna að hafa upp
á þessum svikahröppum og vara
fólk við að kaupa ekki áskrift eða
annað af ótíndum dónum sem
leggja leið sína út á landsbyggðina
í þeim tilgangi einum, að því er
virðist, að ná sér í fljóttekinn pen-
ing.“
Áður verið „eftirlýstur“.
Við höfum áður „lýst eftir“ for-
stöðumönnum þessa „blaðs“.
Ábyrgðarmaðurinn, Páll Kristj
ánsson, gefur upp símanúmerið
23332 en við höfum árangurslaust
reynt að ná sambandi við það síma-
númer.
Þegar við „lýstum“ eftir Páli
þessum síðast kom hann í leitirnar
og var með alls konar afsakanir
fyrir því hvers vegna „blaðið" hefði
ekki komið út. Við fengum það sent
í nokkur skipti en ekki síðan í des-
ember 1985.
Full ástæða er til þess að vara
fólk eindregið við hvers kyns sölu-
mönnum sem leggja leið sína um
landið í leit að auðveldri „bráð“.
Látið ekki peninga af hendi fyrr
en þið eruð hundrað prósent viss
um að ekki séu svik í tafli. Best er
að hafa það fyrir reglu að kaupa
ekki neitt af sölumönnum. Við
Heimilið
Þetta rit er dæmigert auglýsingarit sem ætti alls ekki að selja heldur
afhenda ókeypis.
minnum á sölumennina sem seldu
dreifbýlisfólki 2 þús. kr. eldvarnar-
tæki á 8 þúsund kr.
„Það eru kannski ekki aðallega
þessar 500 kr. sem við töpuðum
heldur erum við allar spældar yfir
að láta fara' svona með okkur,“
sagði viðmælandi okkar. Hafið það
hugfast.
-A.BJ.