Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Enn nýr flokkur Stofnfundur nýs stjórnmálaflokks hefur verið boðað- ur um næstu helgi. Flokkurinn mun líklega nefndur Lýðræðisflokkurinn. Stefnt er að framboði við næstu þingkosningar. Hér er á ferð flokkur, sem mun berjast fyrir stefnumálum Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta. Draga skal úr miðstýringu í stjórnkerfinu og dreifa valdinu í héruðin. Ætlunin mun, að nýi flokkur- inn berjist fyrir stofnun fylkja með talsverða sjálfstjórn, eins og gert er ráð fyrir í stjórnarskrárfrumvarpi Sam- taka um jafnrétti milli landshluta. Tveir Akureyringar eru taldir frumkvöðlar flokksins. Framboðsmál munu lengst komin á Vestfjörðum. Þar hefur uppstillingarnefnd verið kosin. Súgfirðingar telja sig meðal annars hafa verið setta hjá við úthlutun fjár- magns, og þar er einhver hreyfing til stofnunar nýs flokks. Vafalaust mátti búast við hreyfingu í þessa átt, nú þegar ný kosningalög munu taka gildi fyrir næstu kosn- ingar. Með nýju lögunum verður jafnrétti í landinu aukið, þannig að eðlilegra hlutfall verður milli fólks- fjölda og þingmannafjölda kjördæmanna. Ekki mun það framar gilda, að kjósendur í fámennum kjördæmum hafi fimmfalt vald miðað við kjósendur í stóru kjördæm- unum. Þegar litið er til þingstyrks og fólksfjölda, munu nær allir viðurkenna, að þessu þurfti að breyta. Samtökin um jafnrétti milli landshluta benda hins vegar á valdið, sem safnazt hefur í Reykjavík. Fáir munu spá hinum nýja flokki miklum frama. Hann lendir vafalaust utangarðs á þingi og fær prósent eða brot úr prósenti. Hann verður því eins og Flokkur mannsins eða það, sem eftir er af Bandalagi jafnaðar- manna. Þó mun framboð þýða, að þessum mönnum mun takast að fá áheyrn alþjóðar. Sitthvað er hæft í mál- flutningi þeirra, þegar grannt er skoðað. Svokallað jafnvægi í byggð landsins hefur löngum verið eitt af kjörorðum stjórnmálaflokkanna. Þeir hafa haldið svokallaðri byggðastefnu á lofti. En ekki má rugla saman byggðastefnu og viðhaldi úrelts búskapar. Meginhætta við byggðaflokka er, að þeir gangi gegn framförum og vilji viðhalda ríkjandi atvinnuháttum. Hér mun verða atvinnulífsbylting. Enginn skyldi fara í framboð til að sporna við henni. Byggðastefnan svo- nefnda var töluvert ríkjandi á áttunda áratugnum. Hún er ekki jafnsterk nú. En hvað gerðist á áttunda áratugn- um? Við misstum þá af stórum vinningi í lífskjörum. Vald byggðastefnunnar átti mikinn þátt í, að góðæri nýttist okkur ekki nægilega til framfara. Þar voru fyrir fyrirgreiðslupostular Framsóknarflokksins og fram- sóknarmenn í öðrum flokkum. Þar kom til, að þingstyrk- ur dreifbýlisins var tiltölulega mikill. Kjósendur áttu hönk upp í bakið á valdhöfum, og margt fór þá í lítið arðbæran rekstur. Þessi áratugur var einnig eftir á nefndur framsóknaráratugurinn. Við töpuðum á honum. Byggðastefna á rétt á sér en því aðeins, að hún bein- ist að uppbyggingu arðvænlegs atvinnurekstrar en ekki fjáraustri til dreifbýlis, bara af því að það er dreifbýli. Dreifing valdsins út í héruðin á rétt á sér og þarf að koma til. En sú dreifmg valds verður að vera jákvæð, ekki afsökun til að viðhalda hallarekstri. Fyrst og fremst þarf að stækka sveitarfélögin og síðan efla lands- hlutasamtök á þessum forsendum. Litli, nýi flokkurinn gæti hugsanlega orðið jákvæður. Haukur Helgason. „Seðlabankinn hefur þróast úr því að vera banki í það, sem frekar mætti kalla musteri peninganna. Hann er miklu líkari kirkju en banka. Hann er orðinn kirkja peninganna.“ Nýr og betri Útvegsbanki Undanfama mánuði hefur verið rætt um bankamálin. Þar ber mest á hugleiðingum um Útvegsbanka íslands, en hann tapar mikið á Haf- skap hf. Það er nýtt, að bankar tapi hér á landi og hefur varla komið fyrir í bráðum 50 ár eða hálfa öld. Þetta var samt algengt áður, en hætti, þegar verðbólgan tók að greiða lánin fyrir skuldarana. Veðin hækkuðu, en óverðtryggð skuldin stóð í stað. Hafskip hf. skuldaði mikið og voru lánin háð erlendu gengi eða verð- tryggingu. Þessu til viðbótar komu háir vextir. Þetta bar reksturinn ekki. Til tryggingar hafði Útvegs- bankinn veð í skipum, en verð á þeim er lágt, enda framboð mikið. Því fór sem fór. A hinn bóginn hefði ófriðarástand hækkað verð skipanna og bjargað málinu, en það er ekki hægt að treysta á slíkt. Samt sýnir dæmið, hve þetta er allt háð tilviljunum. Það er rétt, sem þekktur bankastjóri sagði í blaðaviðtali nýlega, að allir bankar geta tapað á útlánum í dag og þarf ekki Útvegsbankann til. Þar getur t.d. verið um þá þróun að ræða, að veð falla óeðlilega í verði. Má í þessu sambandi nefna fasteignir úti á landi, þar sem lítið er um atvinnu. Þar fellur húsaverðið. Það er ekki nóg fyrir bankana að ganga að hús- unum. Þau þarf að vera hægt að selja. Sú staðreynd blasir við, að all- ir bankar geta tapað. Útyegsbanki íslands hf. Ákveðið hefur verið, að Útvegs- bankinn verði hlutafélag og er það liður í því að byggja bankann upp aftur. Um þessa ráðstöfun eru skipt- ar skoðanir, en ekki skal hún löstuð, enda hefur hún ýmsa kosti. Ætla má, að erlendur banki, sem þama ætti t.d. 25% hlutafjár, kæmi með nýjar hugmyndir og ýmsar endur- bætur í bankarekstri. Nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Eitthvað hefur borið á þeirri hug- mynd að stofria ætti „Stórmarkað peninganna hf.“ upp úr rústum Út- vegsbankans. Kaupmaðurinn á hominu í bankamálum, ef svo má segja, er þá lagður niður, en í stað- inn kæmi einn risabanki með hf. fyrir aftan. Við þessum hugmyndum ber að vara, þar sem nauðsynlegt er að hafa það marga banka, að lýðræði KjaUaiinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður stimir em margir, þegar betur er að gáð. Seðlabankinn hefur þróast úr því að vera banki í það, sem frekar mætti kalla musteri peninganna. Hann er miklu líkari kirkju en banka. Hann er orðinn kirkja pen- inganna. Úr Seðlabanka berst öðm hvom boðskapur, sem meira er í átt við trúmál en almenna og hlutlausa umræðu. Svona skal það vera, segja þeir ágætu menn. Þetta myndi breytast, ef Seðla- bankinn yrði hlutafélag með t.d. 25% erlendri aðild. Þá kæmu nýir menn og nýir siðir. Vel má hugsa sér, að Seðlabankinn tæki þá að sér geymslu fjár fyrir erlenda aðila, en þetta gera margar þjóðir með góðum hagnaði. Það er mikið fjármagn á flótta í heiminum og Island er ömgg- ur staður langt norður í Atlantshafi „Það er rétt, sem þekktur bankastjóri sagði í blaðaviðtali nýlega, að allir bank- ar geta tapað á útlánum í dag og þarf ekki Útvegsbankann til.“ sé tryggt. Útlán má ekki einoka. Um marga valkosti þarf að vera að ræða. Upp á þá býður núverandi kerfi. Það ætti að vera flestum gleðiefni að á hnútinn með Útvegsbankann hefur verið höggvið. Þar er margt gott fólk og bankinn hefúr átt hóp velunnara. í gegnum tíðina hefur hann tekist á við erfið lánamál og oftast komist vel frá þeim. Menn ættu að hafa það í huga, að með verðtryggingu lána geta bankar tapað og munu tapa fé á næstu árum í mörgum tilfellum. Það er því ómak- legt að vega hart og persónulega að einstökum bankamönnum, þegar Útvegsbankinn verður fyrstur til að reyna slíkt á nýrri öld verðtrygging- ar, en skellurinn er óvenju stór. Seðlabanki íslands hf. Þegar rætt er um nýskipan Út- vegsbanka íslands hf. má með sama hætti varpa fram þeirri hugmynd að gera Seðlabankann að hlutafélagi. Þetta finnst mörgum fráleitt, en ko- í skjóli hinna voldugu Bandaríkja. En nóg um það að sinni. Niðurstaða Umræðan um Útvegsbankann hef- ur leitt í jlós, að margar og ólíkar skoðanir eru á lofti í bankamálum. Þama þarf einn aðili að taka við ákveðinni forystu. I þessu sambandi má benda á, að viðskiptaráðuneyti fer með banka- mál og þarf það að taka til hendinni með stjórn þessara mála. Þegar allir stjórna, eins og kom í ljós í umræð- unni um Útvegsbankann, þá stjóm- ar enginn. Bent hefur verið á í blöðum, að utanríkisráðuneyti myndi lifna við, ef það tæki við utanríkisviðskiptum af viðskiptaráðuneyti, sem gæti þá t.d. tekið til við stjóm bankamála meira en það hefur gert hingað til. Við megum ekki standa í stað. Þá verðum við steinrunnin. í dag er öld alþjóðlegra viðskipta og þau þarf að innleiða í bankakerfið meira en gert hefur verið. Lúðvík Gizurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.