Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
AUSTURLENSKT MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ
Hefjum í febrúar verklegt námskeiö í austurlenskri
matargerð. Upplýsingar í síma 35708 og 641243.
AUSTURLENSKT MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ
HÁRGREIÐSLUMÓDEL ÓSKAST:
Kven- og karlmódel óskast vegna komu erlends hár-
greiðslumeistara til kynningar á finnsku hársnyrtivör-
unum CUTRIN fyrir fagfólk dagana 23., 25. og 26.
febrúar. Kynnt verður vor- og sumarlinan í hártísku.
Upplýsingar í síma 40181 frá kl. 9-17.
~ Ha4ktoölublraðlr-
/frctic ’JuidiKQ
Opið á laugardögum
PANTANIR
SlMI 13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Starf námsbrautarstjóra við
námsbraut í iðnrekstrarfræði
á Akureyri
Ráógert er að haustið 1987 hefjist kennsla í iðnrekstr-
arfræði á háskólastigi í tengslum við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri.
Starf námsbrautarstjóra við námsbraut í iðnrekstrar-
fræði á Akureyri er hér með auglýst laust til umsóknar.
Námsbrautarstjóra er ætlað aó qndirbúa kennsluna
og annast framkvæmdastjórn á námsbrautimi undir
umsjón forstöðumanns háskólakennslu á Akureyri.
Jafnframt má ætla að starfinu fylgi nokkur kennslu-
skylda.
Gert er ráð fyrir að námsbrautarstjóri verði ráðinn til
takmarkaðs tíma, þó ekki skemur en til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bernharð Haralds-
son, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um námsferil
og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. mars nk.
16. febrúar 1987.
Menntamálaráðuneytið
Starf námsbrautarstjóra
við námsbraut í
hjúkrunarfræði á Akureyri
Ráógert er að haustiö 1987 hefjist kennsla í hjúkrun-
arfræði á háskólastigi á Akureyri í tengslum við
námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla islands.
Starf námsbrautarstjóra við námsbraut í hjúkrunar-
fræði á Akureyri er hér með auglýst laust til umsóknar.
Námsbrautarstjóra er ætlað að undirbúa kennsluna
og annast framkvæmdastjórn á námsbrautinni undir
umsjón forstöðumanns háskólakennslu á Akureyri.
Jafnframt má ætla að starfinu fylgi nokkur kennslu-
skylda.
Gert er ráð fyrir að námsbrautarstjóri verði ráðinn til
takmarkaðs tíma, þó ekki skemur en til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Sigurjóns-
son, skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um námsferil
og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. mars nk.
16. febrúar 1987.
Menntamálaráðuneytið.
SjáHismorð skalla-
poppsrásarinnar
- framlengir Bylgjan dauðateygjur rásarinnar
Á ríkið að reka útvarpsrás sem gegn-
ir hvorki menningar- né öryggis-
hlutverki? Rás sem þvert á móti er
menningarfjandsamleg? Rás sem á
þremur árum hefur nánast kæft
skapandi rokk í Reykjavík? Rás sem
aðeins hleður undir klám, klíkuskap
og skrílmenningu skallapoppsdis-
kós, sjálfsdýrkunar og aulahúmors?
Þessum spumingum varpaði ég
fram í DV íyrir fjórum mánuðum.
Þeim beindi ég að fjármálaráðherra,
Þorsteini Pálssyni, og menntamála-
ráðherra, Sverri Hermannssyni.
Fjármálaráðherra upplýsti strax
að sala á rás 2 væri vænleg lausn á
fjárhagserfiðleikum Ríkisútvarpsins.
Menntamálaráðherra hafði ekki
sömu áhyggjur af vondri fjárhags-
stöðu útvarpsins enda er hann'vanur
að vinna með mönnum sem sprengja
fjárhagsáætlun hans í allar áttir. 30
eða 100% fram úr fjárhagsáætlun -
skiptir engu máli. Hitt skiptir öllu
máli: Að norðlenskt skólafólk fái
sinn daglega skammt af skallapopps-
diskói rásar 2 um aldur og ævi.
Skárra væri það nú. Er ekki nóg að
rífa af þeim sérkennsluna, 'skóla-
aksturinn og allan þann hégóma sem
flokkast undir bruðl í menntamál-
um?
KjaUaiiim
Jens Kr.
Guðmundsson
auglýsingateiknari
Sem gamalreyndur stjómmála-
maður veit Markús Öm að til lítils
er að setja lög ef þau fá ekki að
standa óbreytt um aldur og ævi. Og
sem frammámaður Sjálfstæðis-
flokksins veit Markús Öm að til
lítils er að framfylgja kosningalof-
orðum Sjálfstæðisflokksins um sölu
á illa reknum ríkisfyrirtækjum. Sem
útvarpsstjóri veit Markús Öm einn-
ig að það er ríkisútvarpi sérstakt
metnaðarmál að halda úti rás sem
byggir einungis á skallapoppsdiskói,
sjálfsdýrkun, aulahúmor og klíku-
skap. Sem markaðshyggjumaður
veit Markús að nauðsyn þess að
halda úti svona rás er aldrei meiri
en þegar hlustendur teljast 0,0% tí-
munum saman, auglýsingar í hana
flokkast undir beina fjárstyrki og
ekkert bíður annað en ískaldur
dauðinn.
„Margir vilja kenna Bylgjunni um dauða
rásar 2. Bylgjan er hins vegar saklaus. Rás
2 framdi sjálfsmorð“
96,65% hlusta ekki á skalla-
poppsrásina
Afstaða ráðherranna til sölu á rás
2 lagðist misjafhlega í menn eins og
gengur. Sérstaklega lagðist afstaða
fjármálaráðherra illa í starfsmenn
rásar 2.
„Selja hvað? Selja okkur?“ spurðu
þeir og störðu sljóum augum á galtó-
man auglýsingaspólurekkann. Síðan
svömðu þeir sjálfum sér: „Við erum
ekki til sölu!“ Þar með héldu þeir
að málinu væri lokið.
Á sama tíma leitaði Félagsvisinda-
stofhun Háskólans dyrum og dyngj-
um hlustenda rásar 2 á hlustunar-
svæði Bylgjunnar. Tímunum saman
fannst ekki eitt einasta eintak af
slíkri manngerð. Það var ekki fyrr
en leitarflokkurinn bankaði upp á í
húsi í Efstaleiti og öðm inni við
Kleppsveg að leitin bar árangur.
Þegar tölva Háskólans hafði matre-
itt fundvísi leitarmanna var niður-
staðan þessi: Föstudaginn 5. des. ’86
kusu að meðaltali 96,65% mögulegra
hlustenda að hlusta á Bylgjuna, rás
1 eða ekki neitt frekar en að hlusta
á skallapoppsdiskó, sjálfsdýrkun og
aulahúmor rásar 2.
Meira skallapopp til að fleiri
vilji hlusta á skallapopp
Starfsmenn rásar 2 ftmdu eftir
langa umhugsun skýringu á því
hvers vegna 96,65% mögulegra
hlustenda veldu Bylgjuna, rás 1 eða
ekki neitt fremur en að hlusta á
skallapoppsdiskó, sjálfsdýrkun og
aulahúmor rásar 2. Skýringin er
auðvitað sú að rás 2 sendir aðeins
út skallapoppsdiskó, sjálfsdýrkun og
aulahúmor í rúmar 300 klukku-
stundir á mánuði. Ef rás 2 útvarpaði
skallapoppsdiskói, sjálfsdýrkun og
aulahúmor í rúmar 700 klukku-
stundir á mánuði þá myndu bókstaf-
lega allir hlusta slefandi af áhuga á
skallapoppsdiskóið, sjálfsdýrkunina
og aulahúmorinn á rás 2.
Til vara lögðu starfsmenn rásar 2
fram aukaskýringu. Hún er sú að
96,65% mögulegrar hlustenda vilji
heldur hlusta á Bylgjuna, rás 1 eða
ekki neitt en að hlusta á skalla-
poppsdiskó, sjálfsdýrkun og aulahú-
mor á rás 2 vegna þess að starfsmenn
rásar 2 em ekki á nógu háum laun-
um. Sýndist starfsmönnum rásar 2
að tiltölulega auðvelt væri að kippa
þessum hlutum í lag. Einkum þessu
með launin. Það væri líka sann-
gjamt miðað við þær fómir sem
starfsmenn rásar 2 færa daglega.
Þeir slíta sér út við að spila plötur
sem þeir sjálfír hafa sungið eða spil-
að inn á, gefið út, flutt inn til dreif-
ingar eða þurft að annast á annan
hátt. Þeir þurfa að vinna þætti upp
úr blaðagreinum sem þeir hafa áður
skrifað og selt dagblöðum og tímarit-
um. Þeir þurfa að spila sömu lögin
dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð
eftir mánuð og ár eftir ár. Þeir þurfa
aftur og aftur að tala í síma við sömu
hlustendur, þessi 3,35% sem hlusta
á skallapoppsdiskóið, sjálfsdýrkun-
ina og aulahúmorinn á rás 2.
Vinur litla mannsins
Einu verður líka að muna eftir:
Starfsmenn rásar 2 tilheyra einum
og sama kunningjahópnum. Sumir
koma jafhvel úr sömu fjölskyldunni.
Hver á að halda partíið ef allir em
blankir?
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri hefur reynst starfsmönnum
rásar’ 2 betur en enginn. Þannig dró
hann óvænt fram í dagsljósið leynd-
armálið mikla sem enginn vissi um:
Að það er bundið í lög að Ríkisút-
varpið reki tvær rásir.
Markús Öm, sannarlega vinur
litla mannsins.
Bylgjan sækir skallapoppara
til rásarinnar
Margir vilja kenna Bylgjunni um
dauða rásar 2. Bylgjan er hins vegar
saklaus. Rás 2 framdi sjálfsmorð.
Aftur á móti hafa ráðamenn Bylgj-
unnar ákveðið að lengja dauðateygj-
ur rásarinnar. Það gera þeir með því
að ráða til sín nokkra af þeim starfs-
mönnum rásar 2 sem hlutfallslega
minnst var hlustað á miðað við
Bylgjuna. Samhliða þeim mannar-
áðningum ráku forráðamenn Bylgj-
unnar. einn af sínum frískustu
starfsmönnum. Sá átti stóran þátt í
því að ljá Bylgjunni þá músíkbreidd
sem rásina skorti svo illilega.
Til viðbótar við einkennileg
mannaskipti standa forráðamenn
Bylgjunnar nú frammi fyrir þessari
spumingu: Hefur einhver nægilega
fjölbreyttan músíksmekk, nægilegt
hugmyndaflug og nægilegan sjarma
til að stýra daglega 3ja klukku-
stunda löngum þætti mánuðum
saman án þess að þreyta fólk?
Jens Kr. Guðmundsson
„Á ríkiö að reka útvarpsrás sem gegnir hvorki menningar- né öryggis-
hlutverki? Rás sem þvert á móti er menningarfjandsamleg?"