Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. Hér á landi var staddur franskur skylmingameistari, að nafrii Jean- Pierre Réniez, til að halda námskeið í japönsku skylmingaafbrigðunum kendo, iaido (borið fram jædo) og jodo á vegum Shobukan félagsins á íslandi. Réniez hefur stundað japanskar skylmingar um árabil og rekur skylm- ingaskóla í París. Hann var búsettur í um tíu ár í Japan þar sem hann stundaði nám hjá einum mesta skylm- ingameistara Japana á þessari öld sem lést nú nýlega í hárri elli. Réniez varð Japansmeistari í jodo árið 1979 og er einn örfárra Vesturlandabúa sem hlot- ið hafa renshi-meistaragráðu japanska kendo-sambandsins. Skylmingar eru þjóðaríþrótt í Japan Kendo, iaido og jodo eru ævafom afbrigði japanskra skylminga sem hafa haldist óbreytt síðan á 16. öld. . Japanir telja skylmingamar einn dýrmætasta þátt menningar sinnar og hafa að sama skapi verið tregir til að kynna þær útlendingum. Heíúr kennslan að mestu farið fram í lokuð- um skylmingaskólum. Iðkun skylminganna er samtvinnuð trúarbrögðum Japana og á lítið skylt við þá mynd sem gjarnan er dregin upp af þeim í kvikmyndahúsum Vest- urlanda. Eftirmynd hinna fornu Sam- uraja Á miðöldum var það aðeins viss hópur manna, svonefndir Samurajar, sem vom hátt metnir í virðingarstiga þjóðfélagsins, sem höfðu leyfi til að bera sverð og beita því. Siðíræði þeirra var nátengd meðhöndlun sverðsins og enn þann dag í dag viðgengst sú sið- fræði að miklu leyti. Aðalatriðið í siðfræíi Samurajanna var réttsýni, trygglyndi og það að gera skyldu sín- ar. Sverðið var sál Samurajans og hann mátti því aðeins beita því að hann hefði æma ástæðu til því ef málstaðurinn var ekki réttlætanlegur varð Samurajinn að láta lif sitt íyrir eigin hendi. Beiting sverðsins miðaðist því að vera reiðubúinn að verja göfugan málstað eða heiður. Vel metinn Sam- uraji leysti mál sín án þess að nota sverðið. Samurajamir klæddust fyrr á öldum sérstökum búningi sem hafði mjög vandað og stílhreint yfirbragð og við iðkun skylminganna í dag klæðast menn enn sams konar búningum. Beiting sverðsins Ævafomt og verðmætt sverð telst til eins af þremur dýrgripum keisara- krúnunnar og er sverðið táknrænt fyrir eldinguna. Hinir tveir dýrgripim- ir em spegill, sem er tákn sólarinnar, og gimsteinn, sem er tákn tunglsins. Það sverð, sem notað er við æfing- ar, er alveg bitlaust og er eingöngu notað í iaido þm- sem menn gera æfing- amar einir en skylmast ekki saman. Svo er einnig notast við eftirlíkingu úr tré án þess þó að mótleikarinn sé nokkum tíma snertur með því. Þegar bardagi er æfður er notuð önnur eftir- líking sverðs úr bambus sem einnig er alveg hættulaus. Skaftið á sverðinu er óvenjulega langt enda er það notað við hinar ýmsu aðstæður á ólíklegustu vegu. I iaido er mönnum er kennt að með- höndla sverðið og leika þeir ætíð án mótleikara en læra að bregðast við óvæntri árás ímyndaðra andstæðinga eða andstæðings, hvort sem komið er að viðkomandi standandi, liggjandi eða sitjandi. Að þessu leyti er þjálfun- in markviss sviðsetning raunverulegra atburða en ekki bara ómarktækar sveiflur. í iaido em fjórar grunnhreyfingar viðhafðar sem byggjast á eftirfarandi: Hópur nemenda á námskeiðinu sýndi tilþrif í meðferð sverðsins. Það er athyglisvert að þessi japanska bardagalist byggir á aldagamalli siðfræði sem enn er í heiðri höfð. Tryggvi Sigurðsson kennir japanskar skylmingar hér á landi og er í forsvari j skylmingaafbrigðinu kendo eru menn vel brynvarðir i tilkomumiklum fyrir kennslu í því þeim. Hér leiðbeinir Réniez Tryggva og nemendum hans búningum og leggja óspart til andstæðingsins. um rétta beitingu sverðsins. að draga sverðið úr slíðrum og leggja til, munda sverðið og leggja til, þurrka af sverðinu og slíðra það svo að lokum. Fágaðar hreyfingar Það sem vekur athygli þegar á er horft er hversu fágaðar og hnitmiðað- ar hreyfingamar eru. Ekkert ber á offorsi eða þjösnaskap enda er það skilyrði að vera rólegur og yfirvegaður og einbeita sér vel að því sem verið er að gera. Snerpan þarf að vera góð og vöðvamir eiga að vera tiltölulega afslappaðir en ekki samanherptir. Öllu máli skiptir að vera vel á verði. Kendo er hin eiginlega japanskra skylmingalist þar sem tveir eigast við hverju sinni og em þá höggin hik- laust látin dynja á mótleikaranum og af þeim sökum em báðir aðilar vand- lega brynvarðir í tilkomumiklum búningum sem eiga rætur sínar að rekja tvær aldir aftur í tímann. í kendo felst mikil hreyfing sem eflir þol og styrk og eftir því sem líður á viður- eignina reynir á líkamsstyrkinn. Fágaðar hreyfingar em þó enn sem fyrr í fyrirrúmi og leikurinn virkar fyrir bragðið léttur og snarpur. Enn eitt afbrigðið sem kennt er hér- lendis er jodo sem, eins og iaido, er æft eftir ákveðnu hreyfingamynstri, án raunvemlegs mótleikara. Jodo merkir aðferð stafsins vegna þess að fyrir utan sverðið bám menn tréstaf, einkum þeir sem á öldum áður gegndu eins konar löggæslustörfum. Stafurinn var þá notaður til að kom- ast hjá ónauðsynlegum blóðsúthell- ingum því heimspekin í kringum sverðið á miðöldum var sú að ef sverð- ið var dregið úr slíðrum bar viðkom- andi skylda til að beita því. Sú regla stemmdi stigu við ónauðsynlegum blóðsúthellingum. Ekki íþrótt í venjulegum skiln- ingi Skylmingameistarinn Jean-Pierre Réniez tók skýrt fram að japönsk bar- dagalist flokkaðist ekki undir íþróttir í heíðbundnum skilningi þess orðs vegna þess að hin aldagamla siðfræði -mælir svo fyrir að þegar bardagalistin sé ekki notuð í hemaði skuli hún stunduð á friðsælan hátt. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að rækta sjálf- an sig, menn eiga að virða andstæð- inginn og líta á hann sem vin sem hjálpi til við að ná íúllkomnun í bar- dagalistinni. Skylmingamar henta karlmönnum jafnt sem kvenmönnum á öllum aldri. Einn kostur við iðkun skylminganna er sá að með tímanum verða menn sífellt færari og sem dæmi um það nefiidi Jean-Pierre Réniez að þrátt fyr- ir að hann sjálfur hefði verið Japans- meistari í jodo hefði hann aldrei haft betur á móti sínum færa skylminga- meistara og kennara í Japan sem náði níutíu og tveggja ára aldri - og geri aðrir betur. Texti Dröfn Hreiðarsdóttir DV-myndir Sveinn Þormóðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.