Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós DV Ólyginn sagði... Alain Delon greiðir sýni sínum, Anthony, út föðurarfinn fyrirfram - á fleiri en einn máta. Um daginn arfleiddi hann soninn að gömlu kærustunni - Valerie Kaprisky - og segir hinn tutt- ugu og tveggja ára gamli Anthony að hún sé sem sköp- uð fyrir hann. Gott samkomu- lag og svo er kvenmanninum haldið rækilega innan fjöl- skyldunnar með þessu móti. Frank Sinatra er að selja húsið sitt í Hollívúdd vegna þess að hann fékk ekki leyfi til þess að byggja þyrlupall á baklóð- inni. Bláskjár gamli fór umsvifalaust í rækilega fýlu og leitar nú dyrum og dyngj- um að réttum íverustað. Annars segja kunnugir að karlinn mildist örlítið með ár- unum og börnin leggja það á sig að hitta föðurmyndina allt að því tvisvar á ári - og það án þess að fá umtalsverðar * fjárhæðir fyrir ómakið. Albert prins af Mónakó er bróðir sætustu systra í Mónakóríki og þykir falla í skuggann af þeim á flestum sviðum. Einkum öf- undar prinsinn Stefaníu litlu- systur og reynir allt til þess að verða jafnfær í flestan sjó og villiprinsessan hæfileikamikla. Nú síðast tók Albert upp á því að teikna baðfatnað og eru sundskýlur með nafni kapp- ans roknar út á markaðinn í þúsundatali. Einn galli er þó á gjöf Njarðar - talið er útilok- að að sleppa hönnuðinum á svið í eigin sköpunarverkum því þótt Stebba líti stórkost- lega út fáklædd gildir ekki það sama um stórabróðurinn. Sarah eða Melissa? Tveir feður og tvær mæður - og tvö nöfn að auki Hjónin Elisabeth og William Stern þegar Mary Beth Whitehead sam- i New York þar sem Sternhjónin hard. Elisabeth var ákaflega hrifm gátu ekki eignast barn saman og þykkti að ganga með eitt slíkt fyrir snæddu miðdegisverð með Mary af hugmyndinni og ýtti mjög á að þóttust því hafa himin höndum tekið þau. Þetta kom til tals á veitingastað Beth og eiginmanni hennar - Ric- henni yrði hrundið i framkvæmd. Aðalástæðan fyrir því að Mary Beth vildi leggja út í ævintýrið var sú staðreynd að þetta gat hjálpað henni við að kosta menntun þeirra tveggja barna sem hún átti fyrir. Aðeins sautján ára gömul gekk hún í hjóna- band, börnin voru orðin tíu og tólf ára og hjónabandsárin voru samfelld saga ijárhagsvandræða og vonleysis. Sæði Williams Stern var sprautað i Mary Beth og hún varð strax van- fær eins og vonir stóðu til. Yfir meðgöngutímann talaði hún um barnið sem væntanlegan erfingja Sternhjónanna en strax eftir fæðing- una runnu á hana tvær grímur. Þetta var 22. mars og Mary Beth svaf ekk- ert um nóttina. Þessi litla bláeygða stúlka hafði litið á hana einu sinni og blá augun héldu Mary Beth sem dáleiddri - hún gerði sér skyndilega grein fyrir að þetta var dóttir hennar sjálfrar. Þegar Mary Beth neitaði að skrifa undir ættleiðingarskjöl og sagðist sjálf ætla að halda baminu leituðu Sternhjónin til dómstólanna. Þá lét Whiteheadfjölskyldan sig hverfa og það var ekki fyrr en í ágústmánuði að leynilögreglumanni tókst að hafa uppi á dvalarstað þeirra. Dómstólamir komust að þeirri nið- urstöðu að Sternhjónunum bæri að fá barnið - Sarah myndi dveljast hjá kynföðurnum og þar var litla stúlkan 'skýrð Melissa. Hins vegar fær Mary Beth að koma í heimsókn tvisvar í viku og halda á dóttur sinni í klukkutíma í senn - þann klukku- tíma heitir sú stutta Sarah. Dómur- inn hefur valdið miklum deilum víða um heim og harmi lostin móðir Söruh sagði: „Ég get skilið að mér beri að hlýða löggjafanum ef mér er sagt að afhenda egg í hendur annarra. En þegar um er að ræða lifandi barn, sem er mitt eigið, get ég ekki beygt mig undir þann úrskurð." En það stoðar lítt að deila við dóm- arann og Sara Whitehead var tekin með valdi frá fjölskyldunni og heitir nú Melissa Stern. Svo mun verða i nánustu framtíð. Hamingjusöm móðir með litlu dótturina Söruh í felum fyrir kynföður og lögreglunni. Fjölskyldan var harmi slegin þegar dómsorðin voru kunn - Sarah skyldi í hendur ókunnugra. Fyrir tíu ára stórusystur var þetta óskiljaniegur dómur. Litla barnið á heimilinu var orðið augasteinn allra og er þvi sárt saknað. Sarah komin í hendur kynföður - Williams Stern - og allt i einu orðin Melissa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.