Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 40
F R . «M^HB Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Aucjlýsincjar - Áskrift - Dreiffing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1987. Víxlamálið: Upphæðin á þriðju milljón ■m Mennirnir þrír, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna rann- sóknar RLR á umfangsmiklu víxla- misferli. hafa verið samvinnufúsir eftir að þeir losnuðu úr haldi og hafa sjálf- ir unnið að því með RLR að ná inn þeim víxlum sem enn eru úti. Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá RLR. sagði í samtali við DV að upphæðin, sem hér um ræðir, væri á þriðju milljón króna. Allir víxlarnir hefðu verið upp á sömu upphæð eða 50.000 krónur hver. Sagði Arnar að fleiri gögn hefðu verið að berast þeim undanfama daga og af heildarupp- hæðinni væru nú aðeins örfá hundmð þúsund enn í umferð. Mönnunum gekk í upphafi vel að ^^^selja víxlana grunlausum kaupendum þar sem þeir höfðu látið útbúa stimpil með nafni stöndugs fvrirtækis hér í borg og notuðu þeir stimpilinn á alla víxlana. -FRI Kaffíbaunamaliö og SÍS: Óvissa um . framtíð fjór- menninganna Óvíst er hver framtíð fjórmenning- anna, er hlutu dóma í kaffibaunamál- inu, verður innan Sambandsins. „Það hefúr engin ákvörðun verið tel^in í málinu og engrar vfirlýsingar að vænta frá mér á þessu stigi,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, í samtali við DV. Valur Arnþórson, stjómarformaður Sambandsins, tók mjög í sama streng: „Eg hef ekkert um þetta að segja en það verður stjórnarfundur hjá SÍS áður en langt um liður." - Verður framtíð fjórmenninganna ^’áðin þar? „Það á eftir að semja dagskrá fyrir stjórnarfundinn. Annars hef ég aðeins lesið um dómana í dagblöðum. Eg á eftir að kynna mér þá betur.“ -EIR Blóm við öll tækifæri Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍÍ Suðurhlíð 35 sími 40500 'f við Fossvogskirkjugarðinn. WHÍIilÍiÚÍÍÚiZMLmmmm* JikVMIáÍllÍn’iý LOKI Svo Denni fær að fara til Moskvu en ekki til Akureyrar! Mikil leH að átta áia dreng í Árbæjarhverfi í nótt og morgun: Fannst latinn í □liðaánum Allt tiltækt lögreglulið borgarinn- ar leitaði að 8 ára dreng í alla nótt í Árbæjarhverfinu en síðast spurðist til drengsins kl. 18 í gærdag og sagð- ist hann þá vera á leið heim til sín i Hraunbæ 86. Um hálfellefu í morg- un fannst drengurinn látinn í lóni fyrir ofan neðri stífluna í Elliðaánum Að sögn Amþórs Ingólfssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns, sem stjórn- aði leitinni, var leitarsvæðið bundið við Árbæjarhverfið enda talið að drengurinn hefði ekki farið úr því. Var leitað meðfram Elliðaánum, við Árbæjarsafnið og í nýbyggingum með aðstoð sporhunds. Þegar birti í morgun vom frosk- menn fengnir til að fara upp með Elliðaánum og fundu þeir drenginn á fyrrgreindum stað. -FRI Meðal þeirra svæða, sem leitað var á í morgun, var Árbæjarstiflan í Elliöaánum. Voru froskmenn úr lögregl- unni látnir kanna svæðið og siðan færðu þeir sig niður eftir ánum. DV-mynd S Veðrið á morgun: Súld sunnan- og vestanlands Á föstudaginn verður fremur hæg sunnan- eða suðaustanátt á landinu. Víða súld sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu í öðrum lands- hlutum. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Málaferli vegna skreiðarsölu: Fallnir víxlar nema um 120 milljónum Samlag skreiðarfi-amleiðenda er farið í mál við breskt umboðsfyrir- tæki sem seldi fyrir það skreið til Nígeríu. Umboðsfýriitækið lagði fram víxla til tryggingar greiðslu en nú eru þrír víxlar, upp á 120 milljónir króna, fallnir og mála- ferli hafin, að sögn Ólafs Björns- sonar, fonnanns Samlags skreiðarframleiðenda. Ólafur sagði að þetta breska umboðsfyrirtæki hefði boðist til að greiða víxlana með gjalclmiðli Ní- geríu, niara, en hann er gersam- lega verðlaus utan Nígeríu og því ekki til neins að taka við greiðslum i þeim gjaldeyri. Samningurinn var gerður í dollurum. Ekki er talið vonlaust að fá megi eitthvað af skuldinni greitt, með málaferlum, en fyrirtækið ku standa illa eftir einhver önnur við- skipti við Nígeríu en skreiðarsölu. Ólafúr Bjömsson vildi ekki taka undir að þetta fé væri glatað, alla- vega ekki fyrr en á það hefði revnt fyrir dómi. -S.dór Fæðingar- oriof lengt fyrir kosningar? Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðis- og try'ggingaráðheira, hyggst á næstu dögum flytja stjórnarfrumvarp um fæðingaror- lof. Er það nú til umfjöflunar í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. „Áðalbreytingarnar em þær að gert er ráð fyrir lengingu fæðing- arorlofs um einn mánuð og réttur heimavinnandi mæðra er aukinn,“ sagði Ragnhildur í morgun. „Þetta er eitt af því sem ríkis- stjómin ákvað, þegar hún var sett á laggirnar 1983, að yrði endur- skoðað. Niðurstaða þess starfs liggui- fyrir núna.“ - Er stefnt að því að afgreiða þetta fyrir kosningar? „Auðvitað vonar maður það. Al- þingi ræður.“ -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.