Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. Viðskipti Novska rækjan týnd í ísnum - og andúð á norskum eldislaxi í Bandaríkjunum Reykjavík Eins og oftast áður eru það skip Granda hf. sem landa í Reykjavík. Laugardaginn sjöunda mars landaði bv. Ottó N. Þorláksson 174 lestum, aðallega karfa, verðmæti 2,9 millj. kr. Bv. Ásbjöm landaði mánudaginn 9. mars 128 lestum fyrir ca 2 millj. Búist er við að bv. Hjörleifur landi í dag. Bretland Mjög gott verð fékkst fyrir fisk í Grimsby 10. mars. Seldar vom 96 lest- ir. Meðalverð á þorski var 74 kr. og meðalverð á ýsu 92,75 kr. Gott útlit er á fiskmörkuðum næstu daga. Gámasölur í Bretlandi 9. mars 1987: Norðmenn fóðra laxinn með efni sem er á bannlista í Bandaríkjunum. Þeir slást nú við öfl sem vinna gegn innflutningi á norskum eldislaxi. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 9,5-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 10-15 Sb 6 mán. uppsogn 11 19 Vb 12 mán. uppsogn 13 20 Sp vél 18mán. uppsogn 19 20,5 Bb Ávísanareikningar 4 10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 2 Ab.Bb. Lb.Ob. Vb 6 mán. uppsögn Innlán meösérKjörum 2.5 4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5 10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3 4 Ab Danskarkrónur 9-10 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 18.75 20 lb Viöskiptavixlar(forv.)(1) 21.75 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21.25 Ab.lb. Ub Vióskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 20 21 Ib.Lb Skuldabréf AÖ2 5árum 6 6.75 Lb Til lengri tima 6,5-6,75 Ab.Bb. Lb.Sb. Ob.Vb Útlán tíl framleiðslu isl. krónur 15-20 Sp SDR 7,75 8.25 Lb.Ob Bandarikjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mork 5.75-6.5 Bb.Lb, Ob.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1614 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 7,5% 1 jan. HLUTABREF Soluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr Eimskip 300 kr. Flugleiöir 450 kr. Hampiöjan 140kr. lönaöarbankinn 135kr. Verslunarbankinn 125kr (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxlagegn 21%ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisióðirnir. Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán- aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert inn- legg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast vió eftir hverja þrjá mánuði án úttekt- ar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er með- höndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er geróur samanburður við ávöxt- un þriggja mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sern hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangeng- in tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækk- anir. Bunaöarbankinn: Gullbók er óbundin með 20% nafnvöxtum og 21 % ársávöxtun á óhreyfðri innstæöu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings meö 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiörétt- ingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 20,5% nafnvöxtum og 21,6% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert inn- legg er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir eru færðir misserislega. lönaöarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur og ber 17% vexti með 17,7% ársávöxtun á óhreyfðri innstæöu. Verð- tryggð bónuskjör eru 2,5%. Á sex mánaða fresti er borin saman verðtryggð og óverótryggð ávóxtun og gildir sú sem hærri er. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tlma- bili. Hreyfðar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuói, og verð- bætur reiknast síðasta dag sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningur er með 19% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 20% nafnvöxtum og 21,0% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæóu frá síöustu áramótum eöa stofndegi reiknings síðar greiðast 21,4% nafn- vextir (ársávöxtun 22,4%) eftir 16 mánuöi og 22% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 23%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir fær- ast misserislega á höfuöstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 11%, eftir 3 mánuði 15,5%, eftir 6 mánuði 19%, eftir 24 mánuði 20%. Sé ávöxtun betri á 3ja eóa 6 mánaða verðtryggðum reikn- ingum gildir hún um hávaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 19,5% nafnvexti og 20,4% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. 18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 17,45% (ársávöxtun 18,06%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al- mennir sparisjóðsvextir, 10%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekiö út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn- aðar með hærri ábót. Óverótryggð ársávöxtun kemst þá í 19,18-22,61%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Megin- reglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaöa bundins óverðtryggs reiknings, nú með 20,4% ársávöxt- un, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú meö 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt- un fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk- an dag ársfjóröungs, fær innistæðan hlutfalls- legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán- uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráöa- birgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt- um skilyrðum. Sparisjóóir: Trompreikningur er verótryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svoköll- uöum trompvöxtum, 17,5% með 18,23% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 9%. Vextir fær- ast misserislega. 12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuöi, óverö- tryggða en á 18,25% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman viö óverð- tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira-gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuói óverótryggöa á 18% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Spari- sjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ölafsfirði, Dalvík, Akur- eyri, Neskaupstað, og Sparisjóður Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Selt magn kg Söluverð ísl. kr. kr. kg Þorskur ............................... 47.350 3.249.300,53 68,62 Ýsa ................................... 16.910 1.168.029,12 69,07 Ufsi .................................... 330 11.635,22 35,26 Karfi ................................... 450 18.738,83 41,64 Koli ...................................... 20 1.714,66 85,73 Blandað ................................. 637 63.105,76 99,07 Samtals 65.697 4.512.524,12 68,69 Þýskaland Bv. Ögri landaði í Bremerhaven 10. mars, alls 213.645 lestum, þar af var skemmdur fiskar 3.636 lestir. Alls seld- ist aflinn fyrir kr. 12.307.583 meðalverð 56,81 kílóið. Billinggate, London Upp úr mánaðamótunum var verðið á markaðnum fremur lágt á flestum fisktegundum. Meðalstór rauðspretta og smá á 80 kr. kílóið. Þorskur af ensk- um skipum var á 114 kr. kílóið og var hann hausaður. Þorskflök 175 kr. kg. Ufsaflök 77 kr. kg. Ýsuflök voru á sama verði og þorskflök. Skötuselur 332 kr. kg. Smá skötubörð 38,50 til 62 kr. kílóið. Meðalstór börð allt að kr. 98 kílóið og stór allt að 190 kr. kílóið. Frosnar pillaðar rækjur í 1 lbs. pökk- um frá 528 til 560 kr. kílóið. Mikil vandræði hafa verið með norska rækju á markaðnum í Eng- landi vegna þess að svo mikill ís er Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins getur numið 2.461.000 krónum á 1. ársfjórð- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.723.000 krónum Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.723.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.206.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hversjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími aö lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóöa aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxta- vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan i lok tímabilsins 1100 krónur. Arsávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni 16 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 105Q krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% verrtír seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravisitala I mars 1987 er 1614 stig en var 1594 stig í febrúar. Miðað er við grunn- inn 100 í júní 1979. Bygglngarvisitala á 1. ársfjórðungi 1987 er 293 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisitala hækkaði um 7,5% 1. jan- úar. Þessi visitala mælir aðeins hækkun húsa- leigu þar sem við hana er miðað sérstaklega I samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miöast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. um rækjuna að varla er hægt að koma auga á hana í ísnum nema með stækk- unargleri, eins og sagt er á markaðn- um. Ennfremur er mikið af brotinni rækju í þessum pakkningum og spillir þetta hvort tveggja fyrir sölu vörunn- ar. Telja kaupmenn að allt að 35% of þyngd séu ís. Norskur lax Amerískir laxveiðimenn eru mjög andvígir eldislaxi segir í blaðinu Fisk- aren 3. mars 1987. Fislcmarkaðimir Ingólfur Stefánsson Norskur útflutningur á laxi getur komist í mikinn vanda vegna mót- mæla bandarískra veiðimanna. Mótmælin beinast aðallega gegn notkun astaxanthim. Þetta efni er notað í fóður á laxi í Noregi en er eitt af þeim efnum sem eru á bannlista í USA. Þetta efni ásamt rækjuskel er gefið eldislaxinum og gefúr fiskinum hinn fallega rauða lit. Rannsóknar- maður að nafhi Ole Torresen, sem er í endurmenntunarferð í USA, segir NTB að sending á laxafóðri hafi verið gerð upptæk nú eftir áramótin vegna óleyfilegra efna í fóðrinu. Torresen bendir á að sterk öfl vinni gegn innflutningi á laxi frá Noregi og geti notkun efha í fóður, sem ekki eru leyfileg þar vestra, verið notað meðal annars til að hindra innflutning á laxi. Aðalástæðan fyrir þessum aðgerðum er að laxinn frá Kyrrahafinu hefur ekki staðist samkeppni við verð á norskum eldislaxi. Ekki telurTorresen að innflutningur á norskum laxi verði stöðvaður skyndilega en að Norðmenn muni þurfa að laga notkun efha i fóð- ur eftir bandarískum lögum. Japan Japanir gera ráð fyrir að auka mjög krillveiðar sínar í Suðurheimskauts- hafinu á næstunni. Veiði þeirra síðasta ár var 1400 lestir, nú búast þeir við að hafa 9 skip við veiðamar og áætla veiðina 29 þúsund lestir. Helmingur aflans verður seldur fros- inn og fyrir kílóið fást 180 yen eða ca 45 kr. kg. Fyrir hann soðinn og frystan fást 250 yen eða 60 kr. kílóið. Danmörk Eftir áramótin var verð á eftirtöldum fisktegundum sem hér segir á fisk- markaðnum í Hirtshals: Þorskur 76,34 kr. kg, rauðspretta 62,60 kr. kg, bræðslufiskur 2.556 kr. tonnið. Síld 12 kr., ýsa 43,70 kr., lax 207 kr., steinbítur 180 kr., lifur 44 kr., hrogn 137 kr., stór- lúða 196 kr., langa 61 kr., lýsa 32 kr., kolmunni 130 kr., skata 90 kr., heill djúpsjávarhumar 373 kr., humarhalar 432 kr. Noregur Nýlega hefur verið ákveðið verð á fiski til bræðslu. Verð á loðnu er tvenns konar, þ.e. vetrarloðna sem er á 2.170 kr. lestin og sumarloðna á 2.435 kr. Það er margs konar verðlagning hjá Norðmönnum og margar tegundir fisks sem við veiðum ekki og aðrar sem lítið er lagt upp úr að veiða, svo sem sandsíli og aðrar sílategundir, en Norðmenn verðleggja og veiða nokk- uð af þeim. Kolmunni er á svipuðu verði og loðna. Yfirleitt em greiddar uppbætur eftir árið og geta þær numið nokkm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.