Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. tJtLönd Hveifisstjóri í New York í tólf ára fangelsi Ólafor Amaison, DV, New York: Stanley Freedman, fyrrum hverf- isstjóri í Bronx í New York-borg og leiðtogi demókrata þar, var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi fyr- ir svindl og spillingu. Eftirmaður StanleysFreedmans, Stanley Sim- on, tilkynnti einnig í gær að hann myndi segja af sér. Simon á yfir höfði sér ákærur vegna svindls og spillingar en þó ekki í sama máli. Frá því að Edvard Koch, borgar- stjóri í New York, var kjörinn hefur hann átt í sífelldum vand- ræðum með samflokksmenn sína sem hafa verið einstaklega ötulir við að koma sér í alls kyns kland- ur. Freedman, sem til skamms tíma var einn valdamesti maður New York-borgar, var einnig dæmdur ævilangt frá þátttöku í stjórn- rnálum. Rússar bjarga norskum skipum PáB Vilhjálmssan, DV, Osló: Rússneskur ísbrjótur er á leið- inni til Svalbarða til að bjarga tveimur norskum skipum sem þar eru fost í is. Norskur rækjutogari festist í ísn- um undan strönd Svalbarða fyrir þremur sólarhringum. Norska strandgæsluskipið Senja kom tog- aranum til hjálpar en festist þá einnig í ísnum. Norsk yfirvöld hafa leitað að- stoðar Sovétmanna til að fá skipin tvö laus. Sovéski ísbrjóturinn Sí- bería, sem er talinn einn sá öflug- asti í heiminum, hefur nú lagt úr höfn í Murmansk. Norsku skipin eru ekki talin í bráðri hættu. Umsjón Guðmundur Pétursson og Ingibjörg Bára DV Efnt var til sérstakrar minningarþjónustu úti á sjó i gær á slysstaðnum við Zeebrugge, skammt frá þar sem ferjunni Herald of Free Enterprise hvolfdi á sandrifi en með henni fórust 135 manns. Á myndinni sést einn aðstandenda hinna drukknuðu tína blóm úr vendi og varpa í sjóinn við slysstaðinn. Símamynd Reuter Norskar ferjur skoðaðar PáU VnhjáJmssan, DV, Osló: í kjölfar ferjuslyssins undan ströndum Belgíu um síðastliðna helgi ætla norsk yfirvöld að kanna lokuútbúnað á norskum ferjum. Slysið á Ermarsundi hefur hleypt af stað mikilli umræðu um öryggi bílferja sem eru með óhólíúð bíldekk milli stafns og skuts. Skipahönnuðir láta hafa eftir sér að slíkar ferjur séu mjög hættulegar vegna þess hve lítið þarf til að þær velti. Norskar feijur eru taldar öruggari en margar þeirra sem sigla yfir Ermar- sund vegna þess að strangari kröfúr eru gerðar til þeirra. Norska trygg- ingafélagið Veritas hefði til dæmis ekki fallist á að tryggja þá feiju sem fórst um helgina. Ferjan uppfyllti ekki þær kröfur sem Veritas gerir um stöð- ugleika. © 1F 1 Vörumarkaðurinnhf. I Eiöislorgi 11 - simi 622200 Electrolux Ryksugu- tilboð D-720 1100 WÖTT. D-740 ELECTRONIK. 2-165 750 WÖTT. Aðeins 1.500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Prófessor Ruediger von Baehr við Humboldt-háskóla, sem telur visindahóp sinn vera búinn að búa til mótefni, sem geti verkað gegn eyðni-veirunni. Símamynd Reuter Vinna að nýju lyfi gegn alnæmi Forstöðumaður austur-þýsks vís- indahóps segir að tilraunir til þess að búa til lyf gegn alnæmi hafi þokast nokkuð áleiðis. Heldur hann því fram að rannsóknarhópi hans hafi tekist að búa til mótefni sem verki gegn pró- teinum eyðni-veirunnar. Prófessor Ruediger von Baehr við Humboldt-háskólann í Austur-Berlín greindi frá þessu í gær. Sagði hann tilraunir sínar og hans manna vera „eitt meðal fyrstu skrefanna til lyfs gegn eyðni-veirunni“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.