Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Aukin spenna í breska
Verkamannaflokknum
Innan Verkamannaflokksins er krafist skýrari aftööu flokksleiðtogans, Neils
Kinnock, gegn ýmsum baráttumálum þeirra er lengst standa til vinstri.
Jón Omuir Halldóisson, DV, Londan;
I kjölfar tveggja ósigra Verka-
mannaflokkins í aukakosningum á
síðustu dögum hefur spennan innan
flokksins aukist. I aukakosningum í
Greenwhich tapaði flokkurinn þing-
sæti til kosningabandalags frjáls-
lyndra og jafnaðarmanna og í
aukakosningum til Evrópuþingsins
í kjördæmi í Mið-Englandi tapaði
flokkurinn tuttugu þúsund atkvæð-
um en frjálslyndir bættu við sig
nálega sömu tölu.
Um leið hafa vikulegar skoðana-
kannanir sýnt íhaldsflokkinn með
meira fylgi en Verkamannaflokkinn
um nokkurt skeið þrátt fyrir gífúr-
legt atvinnuleysi í landinu. Flestar
skoðanakannanir sýna fylgi íhalds-
flokksins í kringum 37 prósent en
fylgi Verkamannaflokksins um 34
prósent og kosningabandalags
frjálslyndra og jafhaðarmanna um
26 prósent.
Liklega kosið í sumar
Vegna einmenningskjördæma-
skipunarinnar í Bretlandi mundu 37
prósent atkvæða nægja íhalds-
flokknum til hreins meirihluta í
þinginu ef skiptingin milli hinna
flokkanna yrði svipuð því sem þessar
kannanir gefa til kynna. Vaxandi
líkur eru því taldar á því að Margar-
eth Thatcher forsætisráðherra efhi
til kosninga í sumar þó að kjörtíma-
bil hennar renni ekki út fyrr en á
næsta ári.
Innan Verkamannaflokksins eru
vaxandi kröfur um ákveðnar að-
gerðir flokksleiðtogans, Neil
Kinnock, gegn þeim öflum í flokkn-
um sem standa lengst til vinstri og
stjórna mörgum borgarhverfum í
London, Liverpool og fleiri stórborg-
um. Nokkrir af leiðtogum vinstri
manna hafa nýlega verið reknir úr
Verkamannaflokknum en sam-
kvæmt skoðnakönnunum telja
kjósendur enn þá að áhrif Trotsky-
ista og ýmissa öfgahópa séu hættu-
lega mikil í flokknum. Ákvörðun
flokksins um að eyðileggja á nokkr-
um árum öll kjamorkuvopn Breta
nýtur heldur ekki stuðnings nema
minna en þriðjungs kjósenda en
Bretar ráða yfir eigin kjamorku-
vopnum sem ekki hafa verið talin
með til þessa í samningaviðræðum
stórveldanna.
Hreinsanir taldar þarfar
Nokkrir þingmanna flokksins hafa
haldið því fram síðustu daga að
flokkurinn geti engan veginn unnið
næstu kosningar án vemlegra
hreinsana í flokknum og skýrari af-
stöðu flokksleiðtogans gegn ýmsum
baráttumálum þeirra er lengst
standa til vinstri. Um leið er það
talið hafa spillt fyrir möguleikum
flokksins til áhrifa á bresk stjómmál
næstu árin að Kinnock hefur stað-
fastlega neitað að ræða við hinn
hluta stjórnarandstöðunnar, frjáls-
lynda og jafhaðarmenn, en talsverð-
ar líkur verða að teljast á því að
enginn flokkur nái meirihluta í
breska þinginu eftir næstu kosning-
ar. Sem stendur em möguleikar
Verkamannaflokksins í það minnsta
litlir til þess en möguleikar íhalds-
flokksins enn þá meiri. Þó Thatcher,
sem setið hefur lengur í embætti en
nokkur breskur forsætisráðherra á
þessari öld, sé óvinsælli nú en oftast
áður á ferli sínum.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sverrisdóttir og Guðmundur Pétursson
Utlönd
NATO-aðilar tvístíga um
meðaldrægu flaugarnar
Risaveldin sest að samningaborðinu í Genf til viðræðna um núll-tillöguna
V-Evrópuríkin innan N-Atlants-
hafsbandalagsins eru flest hlynnt
samkomulaginu sem nú er í upp-
siglingu í vopnatakmörkunarvið-
ræðum Sovétmanna og Banda-
ríkjamanna varðandi bann við
meðaldrægum kjamaflaugum í
Evrópu. Sum þeirra eru þó á báð-
um áttum.
Evrópumenn eiga raunar fárra
annarra kosta völ en styðja hug-
myndina um bann við meðaldrægu
flaugunum og mundu jafnvel samt
styðja hana þótt aðrir valkostir
væru til. Hún felur í sér að fjar-
lægðar verði sovésku SS-20 flaug-
amar og bandarísku stýriflaug-
amar og um leið bandarísku
Pershing-2 flaugamar. Þetta em
sem sé kjarnaflaugarnar sem
bandamennimir innan NATO
gengust inn á að koma sér upp að
tillögu Reagans Bandaríkjaforseta
árið 1981.
Núll-tillagan
varð raunhæf
á Reykjavíkurfundinum
Þessi hugmynd um að engar
meðaldrægar eldflaugar væm
hafðar í Evrópu hefur verið kölluð
núll-tillagan og hefur áður skotið
upp kollinum en þótti naumast
raunhæfur samkomulagsmögu-
leiki fyrr en í samningaviðræðum
leiðtoganna á Reykjavíkurfundin-
um í októbersíðasta. Á fundi innan
NATO tveim mánuðum eftir við-
ræður Reagans og Gorbatsjovs í
húsinu í Höfða var núll-tillagan
studd fullkomlega.
Og núna þegar samningafulltrú-
ar stórveldanna em komnir á fulla
ferð í Genf að berja saman samning
um núll-tillöguna heyrast hins
Kjarnaflaugar á hreyfanlegum skotpöllum.
vegar efasemdaraddir í ýmsum V-
Evrópulöndum. Sumir spyrja hvort
skynsamlegt sé að fjarlægja á einu
bretti öll kjamavopn NATO úr
Evrópu.
Kremlverjar losuðu síðustu
hindmnina fyrir samkomulag um
meðaldrægu flaugamar þegar þeir
féllu frá kröíunni um heildarsamn-
ing sem hefði um leið krafist þess
að Ban'daríkjastjóm félli frá geim-
vamaáætluninni.
Þegar samningsaðilar tóku upp
viðræðumar í Genf núna í vikunni
um meðaldrægu eldflaugamar í
Evrópu kom líka til greina að þeir
fækkuðu meðaldrægum eldflaug-
um sínum utan Evrópu niður í
hundrað kjamaoddabirgðir fyrir
hvom.
Þakka eldflauga-
áætluninni
nýjan áhuga Rússa
Auk áhugans á þvi að halda
góðri samstöðu innan NATO hafa
bandalagsríki eins og V-Þýska-
land, Bretland, Ítalía, Holland og
Belgía pólitískan áhuga á því að
þessi samningur komist í höfn. Þar
hafa pólitískir landsfeður mætt
töluverðri andspymu gegn eld-
flaugaáætlun NATO þar sem
kjamorkuváin hefur á síðustu
árum vakið upp mótmælaaðgerðir
gegn uppsetningu Pershing-eld-
flauga og stýriflauga. Eftir að hafa
fylgt þeirri áætlun í töluverðum
mótbyr fjölmargra kjósenda geta
þessir stjómmálafrömuðir nú snú-
ið við blaðinu og um leið samt
haldið því fram að það bafi ein-
mitt verið eldflaugaáætlunin sem
knúði Sovétstjómina að samn-
ingaborðinu með núll-tillöguna.