Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. Neytendm Mikil samkeppni í Hafharfirði Að þessu sinni birtum við niðurstöð- ur verðkönnunar sem gerð var í nágrannabyggðarlögum Reykjavíkur, Kópavogi, Garðabæ og Hafharfirði. Verður þetta síðasta verðkönnunin í þessari lotu en á næstunni munum við birta nánari úrvinnslu þeirra verð- kannana sem við höíum verið að gera undanfarið. Mikil verðsamkeppni virðist vera ríkjandi í verslunum á þessu svæði, þó alveg sérstaklega í Hafnarfirði. Þar eru þrír stórmarkaðir svo að segja hlið við hlið og hefur það sjálfsagt töluverð áhrif á verðlagninguna þar sem bitist er um kúnnann. Einnig er örstutt yfir í Garðakaup en sú verslun gefur nágrönnum sínum í Hafnarfirði ekkert eftir hvað lágt verðlag varðar. Enda er verðlag í þessum verslunum með því lægsta sem fram hefur komið í könnununum sem við höfum verið að birta að undanfómu. Sem fyrr virðist mesti verðmunur vera á appelsínum. Þó að verð þeirra sé svipað í meðfylgjandi töflu segirþað ekki alla söguna, því bæði Garðakaup og Fjarðarkaup voru einnig með mun ódýrari appelsínur. í Fjarðarkaupum kostuðu þessar appelsínur kr. 55.60 og Garðakaup buðu upp á appelsínur á kr. 60. Dýrastar vom svo appelsínumar í versluninni Kópavogur en þar kost- uðu þær kr 76.30, sem ekki er mikið miðað við þær tölur sem sést hafa víða annars staðar. Einnig var talsverður verðmunur milli verslana á smjörva. Mest kostaði hann kr. 87,40, í Kópavogi, en ódýrast- ur var hann í Fjarðarkaupum á kr. 75,60. -PLP Kópa- vogur Garða- kaup Kaupf. Miðv. Kosta- kaup Fjarðar- kaup Meðal verð Cheerios198g 72,35 62,30 60,75 60,75 60,70 63,37 Honig spagh. 250 g 36,00 36,00 34,55 34,00 35,13 Smjörvi 300 g 87,40 77,80 81,50 79,80 75,60 80,42 Grænt Hreinol 0,5 I 51,00 47,10 42,10 45,55 43,90 45,93 Riókaffi 250 g 88,55 86,80 92,60 87,55 83,70 87,84 Gevalia rautt 250g 88,90 85,40 86,90 86,15 82,40 86,11 Grænar baunir Bonduelle 500 g 59,75 55,80 54,40 56,65 Libby’s tómats. 340 g 39,20 37,85 39,90 34,80 37,93 Spar appelss 500 g 59,50 50,90 49,50 50,70 53,90 Appelsínur 1 kg 76,30 71,00 80,00 73,80 68,00 73,82 Gulrófur 1 kg 56,00 54,00 54,00 43,20 48,60 53,16 Hafnarfjörður 1885. Þar stendur verslun á gömlum merg og gefur ekkert eftir þó Reykjavík sé orðin helsta verslana- miðstöðin. 650 600 550 500 450 Verðlag í nágrenni Rvíkur 400 700 Misjafnt verð á smjöiva víða um landið Hér á síðunni em birtar niður- stöður úr síðustu verðkönnuninni að þessu sinni. Alls var verð kannað á ellefú al- gengum neysluvörum í 33 verslun- um. Niðurstaðan er sú að þegar á heildina er litið virðist ekki mikið um að samkeppni verki lækkandi á vömverð, þó vissulega sé um slíkt að ræða á ákveðnum svæðum þar sem margir stórmarkaðir em saman- komnir. Ótrúlega mikill verðmunur er á sumum vörum í Reykjavík. Þannig kostar smjörvi allt frá kr. 75,60 í Fjarðarkaupum í Hafharfirði upp í kr. 89 í Kjötbæ við Laugaveg. Á Akureyri er algengasta og jafnframt lægsta verð smjörva kr. 77,80 en mest kostar hann kr. 84,85 í Mat- vörumarkaðnum. Á ísafirði kostar hann aftur frá kr. 81,60 til kr. 84,80. Er því Reykjavík með bæði hæsta og lægsta verðið á smjörva en lægsta verðið var raunar í Hafnarfirði. Seg- ir það sína sögu. Á meðfylgjandi línuriti er þetta sýnt. Sveiflumar em verð á Reykjavíkursvæðinu en súl- umar em verð á Isafirði, Akureyri og Rangárþingi. -PLP . MISMUNANDI SMJÖRVAVERÐ í tólf verslunum í Rvík og á þremur stööum úti á landi Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur jiennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal hcimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks____ Kostnaður í febrúar 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. . Annað kr. .. Alls kr. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.