Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Page 15
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
15
Böm og stjórnmál
„Það er eins og fólk átti sig ekki á því að uppeldisstörf á dagvistarheimil-
um eiga sér hugmyndafræðilegan bakgrunn sem tekur mið af þvi að
bemskan er sérstætt þroskaskeið sem kallar á sérstakar aðstæður og
örvun.“
Fyrir dyrum standa kosningar og
líf er að færast í pólitíkinx Stjóm-
málamenn greina ástandið í góðær-
inu, gefa út kosningaloforð og
bregða upp myndum af framtíðar-
þjóðfélaginu.
Lítið hef ég orðið vör við hug-
myndir núverandi eða tilvonandi
ráðamanna um uppeldisskilyrði
bama í þeirri kosningalotu sem haf-
in er. Nema ef vera kynni að útspil
Davíðs Oddssonar á dögunum um
að selja helming bamaheimila borg-
arinnar einkaaðilum sé lausn Sjálf-
stæðisflokksins í þeim efnum. Og að
borga foreldrum (les: mæðrum) 10
þúsund krónur fyrir að vera heima
og 'passa bamið sitt.
Áhyggjur foreldra
Foreldrar bama á forskólaaldri
hafa hins vegar þungar áhyggjur af
uppeldisskilyrðum bama sinna, að
minnsta kosti hér í Reykjavík.
Áhyggjumar em ekki að ástæðu-
lausu. 80% fóstra á bamaheimilum
borgarinnar sögðu upp störfum í
nóvemberbyrjun. Nú er hálfur annar
mánuður þar til þær ganga út verði
ekki komið til móts við kröfur þeirra.
Eins og er virðast samningaviðræð-
ur ekki gefa tilefni til mikillar
bjartsýni, jafhvel þótt vitað sé að
Reykjavík er á botninum hvað varð-
ar fóstrulaun þegar borið er saman
við önnur sveitarfélög.
Áhyggjur foreldra stafa líka af því
að dagheimilin í borginni em allt
of fá. Aðrir en einstæðir foreldrar,
námsmenn eða starfsmenn dagvist-
unarheimilanna geta ekki búist við
plássi fyrir barnið sitt á dagheimili.
Þurfi þetta fólk heils dags vistun fyrir
börnin verður það að leita á náðir
dagmæðrakerfisins sem er misjafnt að
gæðum og ótryggt. Svo dettur Davíð
í hug að selja bara helming barna-
heimilanna!
„Foreldrasamtökin“ útvíkkuð
Foreldrar una ekki þessu ástandi.
KjaUaiinn
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins
„Foreldrasamtökin" hafa verið til
um nokkurt skeið en starfsemin mis-
mikil. Nú er verið að endurreisa
samtökin og útvíkka. Fram að þessu
hafa þau eingöngu verið fyrir for-
eldra bama á dagvistunarheimilum,
en á aðalfundi þeirra í kvöld, 12.
mars, verða þau opnuð öllum sem
eiga böm í dagvistun í Reykjavík,
þar með talið foreldrum bama hjá
dagmæðrum.
I fréttablaði samtakanna era drög
að lögum þeirra. Þar segir m.a.: „Til-
gangur samtakanna er að starfa á
þjóðfélagslegum vettvangi að öllu
því, er varðar velferð bama og beita
sér fyrir auknum skilningi á réttar-
stöðu og þörfum þeirra.“ Meðal leiða
til að ná árangri era þessar nefndar:
„Stuðla að því að rekstraraðilar dag-
vistunar setji fram uppeldismarkmið
fyrir dagvistunina og að aðstæður
dagvistunar séu þannig að fram-
fylgja megi uppeldismarkmiðum
rekstraraðila."
Þetta tvennt, uppeldismarkmið og
aðstæður til að framfylgja þeim, era
lykilatriði sem stjómmálamenn
þurfa að átta sig á. Að öðrum kosti
er ekki góðs af þeim að vænta þegar
þeir leggja línur fyrir framtíð þjóðar-
innar.
Til hvers barnaheimili?
Menntamálaráðuneytið gaf út
merkilegt rit árið 1985, „Uppeldisá-
ætlun fyrir dagvistarheimili -
Markmið og leiðir". Ritið er þess
eðlis að foreldrar og aðrir uppalend-
ur ættu að hafa það á náttborðinu
sínu til reglubundinnar skoðunar og
þá ekki síður stjómmálamennimir.
Það er útbreiddur misskilningur á
íslandi að dagvistarheimili séu
geymslustaðir, orðnir til af illri
nauðsyn og jafnvel skaðleg bömum.
Það er eins og fólk átti sig ekki á
því að uppeldisstörf á dagvistar-
heimilum eiga sér hugmyndafræði-
legan bakgrunn sem tekur mið af
því að bemskan er sérstætt þroska-
skeið sem kallar á sérstakar aðstæð-
ur og örvun. Bamaheimilisdvölin á
að vera viðbót við það uppeldi sem
börn fá í fjölskyldum sínum.
I áðurnefndri Uppeldisáætlun kemur
fram að margar sömu grundvallar-
hugmyndimar er að finna hjá uppeld-
isfrömuðum í Evrópu og Bandaríkjun-
um sem sérstaklega hafa fjallað um
forskólauppeldi. Þar má nefna að börn
á forskólaaldri þroskast best og eðli-
legast gegnum leik. „i iærdómsríku
umhverfi öðlast þau reynslu sem örvar
alhliða persónuþroska þeirra, líkam-
legan, félagslegan, menningarlegan,
tilfinningalegan og vitsmunalegan.
Með forskólauppeldi gefst kostur á að
bæta úr skaðlegum áhrifum óheilsu-
samlegra lífsskilyrða, einhæfs uppeld-
isumhverfis, fátæktar og annarra
erfiðleika í fjölskyldu barnanna."
Sameiginleg ábyrgð á fram-
tíðinni
Það sem góð bamaheimili eiga að
bjóða upp á era aðstæður og starf-
semi sem sérstaklega er miðuð við
þarfir bamanna og þroska á þessu
æviskeiði þeirra. Bamaheimili eiga
ekki að koma í staðinn fyrir heimili
eða fjölskyldu og þau eru ekki neyðar-
lausn vegna útivinnu foreldranna. Ekki
frekar en skólarnir. Öll börn ættu að
eiga kost á þeim uppeldisskilyrðum
sem barnaheimili geta veitt umfram
venjuleg heimili, það er að segja sé
vel að þeim búið. Stjórnmálamenn
verða að skilja að góð barnaheimili
kosta peninga. Þau verða t.d. að hafa
vel menntað og gott starfsfólk. Til
þess að það fáist verða launin að vera
í samræmi við þær kröfur og þá ábyrgð
sem starfsfólkið þarf að standa undir.
Bygging og rekstur góðra barna-
heimila kostar það mikla peninga að
sameiginlegir sjóðir okkar, sveitasjóðir
óg ríkissjóður, verða að standa þar
straum af. Að öðrum kosti verða það
forréttindi barna efnafólks að njóta
þess ön/andi uppeldis sem getur gert
þau að hæfari manneskjum til að tak-
ast á við lífið. Frambjóðendur verða
að gera grein fyrir viðhorfum sínum
til uppeldisskilyröa barna. Vilja þeir að
öll börn eigi greiðan aðgang að góð-
um dagvistarheimilum og að samfé-
lagið kosti því til sem þarf? Eru þeir
e.t.v. sammála núverandi mennta-
málaráðherra sem hefur boðað að ríkið
hætti að kosta byggingu heimilanna
eða þeim sveitarstjórnarmönnum sem
vilja spara útgjöld sveitarsjóðs með
lágum launum starfsfólksins eða losna
við reksturinn með því að selja?
Kristin Á Óiafsdóttir
„Þetta tvennt, uppeldismarkmið og að-
stæður til að framfylgja þeim, eru lykilat-
riði sem stjómmálamenn þurfa að átta sig
á. Að öðrum kosti er ekki til góðs af þeim
að vænta þegar þeir leggja línur fyrir fram-
tíð þjóðarinnar."
Hrammur bjarnarins
Stórveldin hafa mikið verið til
umræðu hér á landi undanfarið.
Margt ber til. Fundur leiðtoga stór-
veldanna í haust var ekki aðeins
heimssögulegur viðburður og varp-
aði ljóma á ísland, hann staðfesti
einnig meðal þjóðarinnar hversu
stutt stórveldin era frá henni og
hversu miðsvæðis við erum milli
þeirra, hve samskipti okkar við stór-
veldin era margþætt og hversu
mikilvægt það er fyrir okkur að eiga
þau að góðum grönnum. Þetta gagn-
kvæma traust getur reyndar verið
mikilvægt fyrir veröldina líka því
oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og
svo sannarlega þolir það valdajafii-
vægi, sem nú ríkir í veröldinni og
hefúr skapað okkur dýrmætan frið
í fjöratíu ár í þessum heimshluta,
ekki mikið rót.
Efnahagsástand
stórveldanna
Þá hafa stórveldin sérstaklega ver-
ið í umræðunni hér vegna sviptinga
á gjaldeyrismörkuðunum en þar sem
langstærsti hluti erlendra viðskipta
okkar er í dollurum, m.a. öll við-
skiptin við bæði stórveldin, þá
snertir það okkur mjög mikið hvem-
ig efnahagsástand er í þessum
ríkjum sérstaklega. Það er augljóst
með Bandaríkin út af dollaranum,
en einnig skiptir miklu með Sovét-
ríkin vegna rammasamnings ríkj-
anna um viðskipti þar sem við
kaupum olíu af þeim sem hefur farið
lækkandi á heimsmarkaði en við
seljum þeim hina mikilvægu saltsfld
og einnig ullarvörur. Bíði útflutn-
ingsverslun Sovétríkjanna veruleg-
an hnekki vegna minnkandi
gjaldeyristekna þá er þessum út-
flutningi okkar til þeirra hætt, að
því er virðist.
Reagan og Gorbatsjov
Aðgerðir Bandaríkjaforseta í
heimsmálunum hafa mjög verið í
KjaUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
sviðsljósinu undanfarið og einnig
utanríkisstefria Ráðstjómarríkj-
anna. Og svo síðast hafa aðgerðir
Gorbatjovs heima fyrir vakið mikla
athygli. Allt þetta hefur sérstaklega
stuðlað að umræðu um stórveldin
hér á landi undanfarið.
Við njótum trúnaðar
Island er ákaflega mikilvægt hem-
aðarlega og hefúr lagt sitt af
mörkum til viðhalds jafrivægi í
heiminum og stuðlað að heimsfriði
með alþjóðlegu samstarfi, bæði í
vamarmálum og á efnahagssviðinu
sem í menningarmálum, sérstaklega
íþróttum og listum. Við erum aðilar
að Sameinuðu þjóðunum, Atlants-
hafsbandalaginu, OECD og Evrópu-
ráðinu og erum teknir þar sem
fullgildir aðilar þrátt fyrir smæð
okkar og getuleysi, t.d. á hemaðar-
sviðinu. íslendingar hafa notið
trúnaðar hjá þessum alþjóðasamtök-
um og hlotið trúnaðarstöður á þeim
vettvangi.
Atlantshafsbandalagið heilla-
spor
Enginn vafi er nú á því að sú á-
kvörðun okkar, sem umdeildust var
varðandi þátttöku í þessum alþjóða-
samtökum, þ.e.a.s. innganga okkar
í Atlanthafsbandalagið, hefur orðið
þjóðinni til gæfu. Ekki síst vegna
þess að við höfum þannig sýnt okkur
að því í verki að standa með vina-
þjóðum okkar og þeim, sem okkur
era skyldastir, og leggja okkar litla
en samt mikilvæga lóð á þá vogar-
skál að tryggja firið í veröldinni.
Hlutleysi hefur líka sannarlega
reynst lítils virði í styrjöldum og
þótt vopnaður friður sé ekki fysileg-
ur fyrir vopnlausa þjóð þá er hann
samt sá veraleiki sem við búum við
og fyrst og fremst styðjum við frið-
inn.
Heimsyfirráðastefna Rússa
Sovétríkin geta sjálfsagt með réttu
bent á margt undanfamar aldir sem
þau hafa undan nágrönnum sínum
að klaga. Það breytir ekki þeirri
staðreynd að á sama tíma, og sér-
staklega eftir heimsstyrjöldina
síðari, hafa þau oft birst veröldinni
sem árásargjamt heimsyfirráðaríki
og svifist einskis í þeim efnum. Ann-
aðhvort era það hugsjónir rússnesku
byltingarinnar eða bara gamaldags
heimsyfirráðastefna. Þau era núna
grá fyrir jámum í Evrópu og stað-
festa skiptingu Þýskalands með
niðurlægjandi múr. Herir þeirra era
í Afganistan og ber ekki á öðra en
tilgangurinn sé nánast þjóðarmorð.
Þau standa að baki Sýrlendingum
og óróaöflum í Afríku og Ameríku.
Þau loka landamærum sínum fyrir
öðrum þjóðum, beita ritskoðun og
kúga þjóðarbrot í landi sínu á sama
tíma og þau vilja sjálf njóta mennt-
unar sinnar og ferðast um heiminn,
fylgjast með hverju orði sem fijálsir
fjölmiðlar vestrænna ríkja láta frá
sér og espa til átaka í þeim löndum
sem þau geta. Þau sleppa Andrei
Sakharoff og Irinu Ratushinskayju
af því að það ber svo mikið á þeim,
en halda þúsundum og jafnvel tug-
þúsundum öðrum, sem ekki era eins
frægir, í fangelsum vegna ljóðagerð-
ar eða einhvers áhuga á þjóðmálum.
Áróður en litlar breytingar
Hinn nýi, glæsilegi og málglaði
leiðtogi Ráðstjómarríkjanna, Mik-
hail Gorbatsjov, reynir nú allt hvað
af tekur að breyta ímynd stórveldis-
ins í augum heimsins. Hann er
áróðursmaður sem Vesturveldin
hafa ekki vanist frá Rússum. I Rúss-
landi sjálfu er þó ekki miklar
breytingar að sjá. Árangur hans til
breytinga, t.d. í miðstjóm kommún-
istaflokksins fyrir 2 mánuðum var
ósköp takmarkaður. Nokkrir
feysknir kvistir fjarlægðir, það var
allt og sumt. Rætt var um afiiám
miðstýringar og lýðræði, en það vora
ekkert nema orð, engin lög vora
samþykkt í þessa átt.
ömurleg þríliða
Gorbatsjov raglar Vesturlandabúa
svolítið í ríminu með framkomu
sinni. Þeir kannast vissulega við al-
ræðiskenningamar á þessari öld,
einnig boðskap kommúnismans um
efnahagsstjóm og heimsveldisstefri-
una. Þetta hefúr reyndar allt farið
saman og verið á sömu bókina lært
gagnvart þeim, nokkurs konar þrí-
liðumunstur.
Alræðið hefur nefiiilega birst sem
lögregluríki af verstu tegund, efna-
hagsstjómunin hefur reynst hörmu-
lega og heimsveldisstefnan hefúr
birst sem hrein ógnun við nágranna
Ráðstjómarríkjanna, sem sagt
drottnunarstefna.
Alræðið og
heimsyfirráðastefnan blífur
Vestrænar þjóðir taka þessa þætti
missterkt upp. Bandaríkjamenn hafa
þannig einfaldlega ímugust á kom-
múnisma. Evrópubúum og Japönum
er meira sama um kennisetningam-
ar. Aftur á móti óttast þeir bókstaf-
lega um landamæri sín fyrir
rússneska biminum. Sá ótti þarf
ekkert að verða minni þótt Gor-
batsjov takist að hrista upp í rúss-
neskum efnahag og breyta þannig
þríliðu.
Innri breytingar skilyrðið
Vestrænar þjóðir eiga auðvitað að
eiga viðskipti við Rússa og sfyðja
þá þannig á efnahagssviðinu. En
Rússar verða að sama skapi að auka
lýðræði heima fyrir og láta af út-
þenslustefriu sinni. Annars ber að
gjalda varhuga við auknum við-
skiptum við þá. Hrammur rússneska
bjamarins er sterkur og það er eng-
in trygging fyrir því að hann sé
taminn þótt hann fái nóg að éta.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Hrammur rússneska bjarnarins er
sterkur og það er engin trygging fyrir
því að hann sé taminn þótt hann fái nóg
að éta.“