Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Page 22
22
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Iþróttir
Hváð gera-ÉínaFöjf Iæri~ i
ingar gegn Val í kvöld? |
í kvöld leika ÍR-ingar og Valsraenn fyrri leik sinn í undanúrsiitum
bikarkeppninnar í körfuknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla. ÍR-ingar leika
sem kunnugt er í 1. deild en Valsmenn hafa tryggt sér rétt til að leika
í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar.
Einar Bollason landsliðsþjálfari þjálfar ÍR-inga og hefiir náð mjög
góðum árangri með liðið. Einar er „skrautlegur“ þjálfari og það fer jafn-
an mikið fyrir honum á leikjum ÍR-liðsins eins og myndimar hér að
neðan sýna glöggt
• Stund milli striða. Einar fær sér í nefið undir vemdarhendi BjÖms
Leóssonar á varamannabekknum.
•„En svo koma svona stælar Inn á miHI.“ Ettthvað hefur groinitega
farlð úrskelðte hjá ÍR-ingum eða dómurunum.
DV-myndir Qunnar Sverrteson.
•Og svo þarf auövitaö að snýta sér á eftir. Ámi Sigurður, Bjöm Leós-
son og Kristlnn Jörundsson sýna engin viðbrögð, enda ýmsu vanir.
•„Vetetu það, Krtetinn, að strákamir eru bara að verða helvfti góðir,"
gsti Eínar verið að segja á þessari mynd.
•Hvað er að ske? Einar að fagna eða mótmæta? Hann gerir mikið
af hvoru tveggja.
• Fyrirliöar Kópavogsliðanna, þeir Bjöm Björnsson, Helgi Helgason og Ólafur Björnsson meö Alison-bikarinn.
Nýtt vormót í knattspymu
Nú hefur verið komið á laggimar
vormóti knattspymumanna í Kópa-
vogi. Er hér um að ræða keppni milli
meistaraflokka knattspyrnufélaganna
í Kópavogi, Augnabliks, Breiðabliks
ogÍK.
Keppni þessi hefst laugardaginn 14.
mars á Vallargerðisvellinum með við-
ureign ÍK og Augnabliks. Hefst leikur
liðanna klukkan 13.
Laugardaginn 21. mars leika síðan
Breiðablik og Augnablik á sama stað
og tíma. Laugardaginn 28. mars mæt-
ast Breiöablik og IK.
Þetta er fyrri umferð mótsins en sú
síðari verður leikin í apríl.
Saumastofan Alis í Kópavogi hefur
gefið verðlaun til mótsins, bæði far-
andbikar og bikar til eignar. Er
keppnin sjálf því kennd við fyrirtækið
og nefnist hún Alison-bikarmótið.
-JÖG
Glæsimark Ragnars
bjargaði Waterschei
- „Skrautlegur“ leikur hjá Anderlecht og Standard Liege í belgísku bikarkeppninni
Kristján Bemburg, DV, Belgíu'
Ragnar Margeirsson tryggði Wat-
erschei sigur á Beringen í gærkvöldi
í belgísku bikarkeppninni í knatt-
spymu. Waterschei sigraði, 2-1, en
fyrri leik liðanna lauk með marka-
lausu jafntefli. Ragnar skoraði síðara
mark Waterschei með glæsilegum
skalla og er liðið því komið í 8-liða
úrslit keppninnar.
• Amór Guðjohnsen og félagar hjá
Anderlecht lentu heldur betur í kröpp-
um dansi i viðureign sinni gegn
Standard Liege. Jafnt var að loknum
venjulegum leiktíma og framlengingu
en fimm sekúndum fyrir lok hennar
átti Amór hörkuskalla sem sleikti
þverslána en Amór hafði fyrr í leikn-
um átt annan skalla sem markvörður
Standard varði á undraverðan hátt. í
vítaspymukeppninni gekk ekki lítið
á. Bodart, markvörður Standard, varði
fyrstu vítaspymuna frá hollenska
landsliðsmanninum, Van Titgelen.
Aussens kom Standard yfir, 1-0, De
Groote skaut því næst yfir og Petrovic
kom Standard yfir, 2-0. „Þegar hér var
komið sögu sagði Aari Haan, þjálfari
Anderlecht. „Eg vonast eftir krafta-
verki.“ Demole skoraði loks fyrir
Anderlecht, staðan 2-1. Þá varði
markvörður Anderlecht fi-á Vanders-
missen og Kmcevic jafhaði metin, 2-2.
Hellers kom Standard yfir á ný, 3-2,
og Scifo jafnaði. Síðustu vítaspyrnu
Standard tók Bodart, markvörður liðsins,
og kollegi hans varði. Það var svo Ver-
cauteren sem tryggði Anderlecht 3-4 sigur
á heimavelli Standard. Liðin gerðu marka-
laust jafntefli í fyrri leiknum.
Bannið framlengt
- ensku liðin enn utan við Evrópukeppnimar
Stjóm Knattspymusambands Evr-
ópu, UEFA, kom saman til fundar í
Bem í Sviss í gær. Aðalumræðuefni
fundarins var hvort aflétta ætti bann-
inu á ensk knattspurnulið í Evrópu-
keppnunum. Eins og kunnugt er hafa
þau verið í banni frá því að slysið var
á Heysel-leikvanginum í Brússel.
Atkvæðagreiðslan fór á þann veg
að ensk knattspymulið verða áfram í
banni. En málið verður aftur tekið til
meðferðar á næsta ári. Atta nefndar-
menn vom fylgjandi banninu en þrír
voru á móti. Mikil óanægja ríkti á
Englandi með úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar. Forráðamenn knattspyrnu-
mála á Bretlandseyjum voru
bjartsýnir á að banninu yrði aflétt í
kjölfar breyttrar hegðunar breskra
áhorfenda síðustu misseri en nefndin
var á öðm máli, að minnsta kosti enn
um sinn.
-JKS
Allt varð vitlaust á Selfossi
Sveirm Á Siguiössan, DV, Selfossi;
Það gekk mikið á i gærkvöldi á loka-
mínútum í leik Selfoss og Njarðvíkur
f 3. deildinni í handknattleik. Staðan
var jöfn, 22-22, þegar aðeins 15 sek-
úndur vom eftir. Þá skomðu Njarð-
víkingar sitt 23. mark og allt varð
vitlaust, tveir Selfyssingar reknir út
af og einn Njarðvíkingur. Heimamenn
gáfúst ekki upp og náðu að jafna leik-
inn, 23-23, á sfðustu sekúndunni með
marki frá Siguijóni Bjamasyni. Við
gífurlegan fognuð fjölmargra áhorf-
enda. Bæði liðin hafa tryggt sér vem
í 2. deild næsta vetur en þau berjast
enn um sigur í 3. deild. Njarðvíkingar
hafa lokið keppni og hlutu 24 stig en
Selfyssingar em með 22 stig og eiga
tvo leiki eftir, gegn Völsungi og Ögra.
Selfyssingar standa því með pálmann
í höndunum. -SK
• Ovæntustu úrslitin í gærkvöldi urðu
þegar bikarmeistaramir, Club Brugge,
vom slegnir út af Club Luik. Luik vann
fyrri leikinn, 2-1, og staðan í gærkvöldi
var lengi vel 1-0 fyrir Brugge. En nokkrum
sekúndum fyrir leikslok tókst Luik að
jafha og slá meistarana út. Beveren, lið
Guðmundar Torfasonar, vann Aalst, 3-1,
og samanlagt 5-1. -SK
r---------------------------i
| Sociedad !
| skoraði 101
Síðari leikimir í spönsku bik- ■
I arkeppninni í knattspymu fóm |
- fram í gærkvöldi. 1. deildar liðið |
I Real Sociedad rótburstaði 2. I
Ideildar liðið Mallorca Atletico, I
10-1, en fyrri leik liðanna lauk ■
Imeð markalausu jafhtefli. Úrslit |
í öðrum leikjum urðu þessi:
R. Mallorca- Atl. Madrid ...1-3 *
* Logrones-Athletic Bilbao.1-0 I
| Real Madrid-Osasuna......4-1 J
I #í Frakklandi var leikin heil I
■ umferð í gærkvöldi. Helstu úrslit .
I urðu þau að Marseille sigraði |
Metz, 3-2. Bordeaux gerði jafn- j
* tefli á útivelli gegn Lenz, 0-0. _
I Auxerre sigraði Brest, 1-0. |
■ Monaco og Racing Paris 0-0 og ■
I Nancy sigraði Nice, 1-0.
IBordeaux og Marseille em efet |
og jöfn í deildinni, bæði með 37 _
I stig eftir 26 umferðir. Toulouse |
* og Auxerre em í þriðja til fjórða .
1 sæti með 31 stig og Monaco í |
I fimmta sætinu með 30 stig.
• í Hollandi var bikarkeppnin I
Íí fullum gangi. í þremur leikjum I
af fimm þurfti vítaspyrnukeppni *
I til að knýja fram úrslit. Annars |
■ urðu úrslit í leikjunum þessi:
Vitesse-DE Graafechap..1-1 |
* VV Venlo-Fortuna........1-2 ■
I DS’79-Utrecht...........2-1 |
I Sparta-Ajax.............0-0 I
IVitesse.Fortuna, DS'79, Den I
Bosch og Ajax komust áfram í *
Ikeppninni.
JKSj