Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 23
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 23 Mývatnssveit: Höggin dundu á tunnum og köttum Fínivur Baldiirson, DV, Mývatnssveit Kvöldið fyrir öskudag var haldið grímuball í bamaskólanum í Reykja- hlíð eins og venja hefur verið undan- farin ár og voru börn og kennarar í skrautlegum búningiun, dansað var af hjartans lyst og allir skemmtu sér vel. Öskudagurinn var svo með hefð- bundnum hætti og var kötturinn sleginn úr tunnunni. Það voru starfs- menn á vélaverkstæði Kísiliðjunnar, með Jón Sigurðsson í broddi fylking- ar, sem sáu um undirbúning og framkvæmd að vanda. Þeir sáu einnig um að aka börnunum neðan úr Reykjahlíð og upp í Kísiliðju og til baka á eftir en athöfnin fór fram á vélaverkstæði Kísiliðjunnar. Mikill fjöldi bama víða að úr sveitinni mætti til leiks og vom höggin látin dynja á tunnum og köttum en bömunum var skipt í tvo hópa og fengu sjö ára og yngri að slá alveg sér en þau eldri svo á eftir. Einbeitnin skein úr hveiju andliti og allir vildu auðvitað verða kóngar. Þegar slætti var lokið var öllum boðið inn í matsal Kísiliðjunnar og boðið upp á margs konar góðgæti. Þar fór fram verðlaunaafhending og afhenti Jón Sigurðsson kóngunum fjórum veglega verðlaunapeninga til eignar. Tunnukóngur yngri varð Yngvi Hrafn Pétursson, kattarkóngur yngri Halldóra Eydís Jónsdóttir, tunnu- kóngur eldri Hilmar Ágústáson og kattarkóngur eldri Stefán Öm Guð- mundsson. Það var lif í tuskunum á öskudaginn, eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd Finnur EskHjörður. Hjálparsveit skáta stofnuð Emil Thorarensen, DV, Eskiirði; Stofhfundur Hjálparsveitar skáta var haldinn á Eskifirði nýlega. Formaður var kosinn Bjami Há- varðsson. Helstu markmið sveitar- innar er öll hjálpar- og leitarstarf- semi og björgunarleit við sjó, að sögn Bjama. Hann sagði enn fremur að björg- unarsveitin stefndi að því að kaupa fullkominn, hraðskreiðan björgun- arbát í síðasta lagi fyrir áramót en þá verður liðið um eitt ár frá því að Syneta fórst við Skrúð eins og kunn- ugt er. Fjórir af fimm stjórnarmönnum Hjálparsveitar skáta voru í björgun- arsveitinni Brimrúnu á Eskifirði en sögðu sig úr félaginu eftir að ágrein- ingur kom upp um leiðir og markmið í björgunar- og slysamálum á aðal- fúndi Brimrúnar nú á dögunum. Fréttir Nýjustu ibúðahverfin hafa sameinast um einn myndlykil. DV-mynd KAE 4 Um 7.500 áskrifendur að Stöð 2 frá áramötum: Nýjustu íbúðahveifin í Hafnaifirði sameinast um einn myndlykil Um þrjú þúsund manns hafa undan- farið gerst áskrifendur að Stöð 2 með samningum fjölbýlishúsa við sjón- varpsstöðina en með þeim hætti hefur íbúum fjölbýlishúsa verið gert kleift að sameinast um einn myndlykil. Nú er einnig verið að ganga frá samning- um Stöðvar 2 og fulltrúa íbúa í nýjustu íbúðahverfunum í Hafnarfirði, en þar sameinast eigendur 361 íbúðar í hverf- unum um einn myndlykil, og er þetta í fyrsta sinn sem sameinast er um einn lykil í íbúðahverfi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, að sögn Sighvats Blöndahl. markaðsstjóra Stöðvar 2. Áður hafa íbúðahverfi í Keflavík og Njarðvík sameinast um einn mvndlyk- il. Að sögn Sighvats standa nú vfir samningaviðræður við fulltrúa um 2.000 íbúða víðs vegar á Stór-Reykja- víkursvæðinu um áskrift að Stöð 2. Sighvatur sagði í samtali við DV að fjöldi áskrifenda að Stöð 2 væri nú nær 14.000 og nemur fjölgunin frá áramót- um um 7.500, en það eru um 107 nýir áskrifendur á degi hverjum. Sagði Sig- hvatur að samkvæmt áætlunum sjónvarpsstöðvarinnar yrði fjöldi áskrifenda um mitt ár um 20.000, en þó færi fjölgunin eftir því hve hratt myndlyklamir bæmst fi'á framleið- endum þeirra í Frakklandi. Verslunin Heimilistæki sér um sölu og dreifingu mvndlyklanna. -ój_. iíWBDIi iMli iWlli if örDWii.MmiÍlliii i(MD1i«W11h|MD1i»(WÍ MIi iMDli iMÐl« ■( Þegar þú ert búin að finna sérð þú óþarfann við að fara í annað land til að kaupa ódýr föt. ☆ Tískusnið, sumarlitir, toppvörur á alla fjölskylduna. VISA Sendum í póstkröfu. ' .......... \ | Ktaí ^ I EUROCAOa Opið; virka daga kl. 10-18 Vj- Föstudaga kl. 10-19 ^ Laugardaga kl. 10-16 J Smiðjuvegi 2, Kópavogi Simar 79866, 79494

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.